Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 23
ustu haustin hafði enginn kálfur sézt í
fylgd með þeim. Það var ískyggilegt.
Ég er nú búinn að steingleyma lög-
unura, sem þarna voru sungin, enda
kunni ég þau ekki öll. Það voru eld-
gömul rímnalög, sem Jón kunni, geysi
hástemmd sum og kraftmikil. Ég
revndi að fylgja sömu tónhæð en
hvort það hljómaði allt af þori ég ekki
að fullyrða. Sumar vísurnar, sem við
kvrjuðum. man ég þó enn. Þær voru
eftir Þuru í Garði og Freymóð málara.
Og þótt þær séu eitthvað úr lagi
færðar eftir þennan líka óratíma, þá
veit ég að höfundar þeirra virða mér
það til vorkunnar. Og eðlilega bvrjaði
Freymóður:
„Væri ég orðinn ungur sveinn
engri vildi’ ég gefa neinn
snefil af mínum ástararði,
annarri konu en Þuru í Garði.
Og Þura í Garði svaraði:
Hvað er að óttast komdu þá,
hvar eru lög, sem banna?
Ég get lifað alveg á
ástum giftra manna.
Þá orti Freymóður:
Þökk fyrir boðið, ég sendi þér svanni,
samúðarkveðju frá giftum manni.
Hvað lögin banna, ja — hvort ég
þori,
ég kem til þín strax á næsta vori.“
Nú rumskaðist Óskar. Og eitthvað
sönglaði í honum. Það líktist næstum
hlátri. En svo náði hann sér aftur á
strik. Við Jón hertum á raddböndun-
um svo rumdi í Péturskirkju:
„Þá eru kiljur þagnað-a-a-a-ar.
Þá er létt um sporið.
Fullur heimur fagnað-a-a-a-ar.
Freymóður og vo-o-o-o-rið.“
Nokkru síðar kvað Þura. Og nú kom
Jón með nýtt lag svo hástemmt að ég
fékk hósta:
„Það var illt að okkar snilli
og ástir beggja lentu í banni.
Freymóðs er mér horfin hylli
heimurinn varð af lista-
ma-ha-ha-ha-anni.“
Tvær síðustu ljóðlínurnar voru
sungnar með svo sárum trega, að það
lá við að ég tárfelldi. Þvílík vonbrigði.
Þau voru svipuð því og hefði ég skotið
á heiftarlegan bitvarg í dauðafæri en
hann farið jafngóður.
„Það er naumast að þið séuð kátir í
morgun.“ segir Óskar upp úr þurru.
Hann hafði leikið á okkur.
Á Hlíðarhaga gripum við Óskar
okkur bita uppi á mæninum á gamla
kofanum, sem enn stóð á verði yfir
sæg af minningum, sem örfáir fórn-
fúsir menn höfðu fest á pappír svo
þær gætu vitnað um kjark og þrek
feðranna horfnu. Mér reis hugur við,
er ég hugsaði til þeirra, sem hér höfðu
barist þar til yfir lauk. Og mér varð
litið umhverfis mig upp í sólgyllt Há-
göngin, þar sem stormaherir veturs
konungs æða svo oft óstöðvandi og
miskunnarlausir og grafa allt lifandi
og dautt undir hvítum fannfeldi. í
þeim gjörningaveðrum er ekki heigl-
um hent að vera einn á ferð hér uppi,
þegar skammdegisnóttin bindur líka
fyrir augu vegfarandans.
Við Öskar hlaupum við fót upp
brekkurnar norðvestur af Hlíðarhaga.
Þar myndast stórt þrep norðan og
austan í fjöllunum. Það heitir Réttar-
grundir. Þar eru mýrar og valllendis-
teigar ásamt móahöftum og brekku-
brúnum. sem skefur af þegar eitthvað
golar. Þar er því mjög jarðsælt. Útsýn
er hið fegursta til austurs og suðurs og
þó er Eilífur, sem rís upp norðan og
austan við, meginprýðin ekki sízt ef
hann speglar sig í lygnum og sólgyllt-
um Eilífsvötnum. Þannig var hann, er
ég gisti á Hlíðarhaga síðast yndislega
vornótt, þegar ég sá hreindýrin bezt.
Þá hljóp ég norður á Hágöngin og
horfði yfir vötnin. Það var ógleyman-
leg sjón. Og þrír himbrimar sungu þá
fullum hálsi lengst norðvestur á boln-
um. Mér fannst óður þeirra vera
sambland af hrifningu og þökk fyrir
frelsið hér uppi, fegurð og mildi næt-
urinnar og fyrir gnægð matar, sem
þeir höfðu hér. Ég kíkti lengi á þá og
sá þá taka nokkur djúp köf. Og ekki
gat ég þá betur séð en silungar vöktu
nokkrum sinnum úti á dýpinu þó
fullyrt væri þá, að í þeim væri enginn
silungur til, aðeins hornsíli.
Jafnskjótt og við komum upp á
fyrsta hjallann, Réttargrundirnar, var
öllum þessum minningamyndum
sveiflað burtu af óvæntri sjón. Kinda-
spörð. Húrra! hrópuðum við báðir í
einu. En hvað þau eru annars skrítin,
svona aflöng og gljáandi. Við tókum
nokkur og skoðuðum þau. Víst eru
þetta kindaspörð, sagði trúin, en efinn
streyttist á móti, steinþegjandi, eins og
hann er vanur. Biðum við! Hvað er
þama? Gömul hreindýraslóð. Við lit-
um hvor á annan. Og upplitið gaf til
kynna hvað við hugsuðum. Við
horfðum í kring um okkur. Þarna er
hreindýr, yzt á Grundunum.
„Hvað ósköp er hausinn á því lít-
ill,“ segir Óskar.
Ég gríp sjónaukann og miða.
„Kind. Grá ær og lamb. — hvít
gimbur. Nú fer það að lagast.“
Og nú ljómuðu andlitin á báðum og
sigurvonin sópaði öllum vonbrigðum
og efa út í hafsauga. Samstundis var
ærin horfin. Hún þaut norður í loft-
köstum. Og við Óskar tókum sprett-
inn á eftir.
Þegar við komum á blettinn, þar
sem ærin hvarf, sáum við ekki neitt
nema örfá spor, þar sem hún hafði
sloppið í á skafli. Hún sýndist hafa
stefnt í norðaustur að vötnunum. Við
hertum á sprettinum, þar til við kom-
um austur á Hágangnahornið, þar
sem við sáum niður að vötnunum. En
ærin var ósýnileg. Bölvuð boran. Sú
ætlar ekki að láta taka sig.
„N-e-e-ei. Þarna er hún þá. En sá
hraði.“
Við sjáum hvar ærin þýtur norður
með vatninu að vestan og ætlar ber-
sýnilega austur fyrir það að norðan og
svo að líkindum suður með því að
austan. Þar snýr hún á okkur. Ég bið
Óskar í drottins nafni, að sjá um að
hún geti ekki sloppið vestur. Ég ætli
að reyna að komast fyrir hana og
sveigja hana norður vestan við Eilíf. Á
sömu stund sá ég að til þess var aðeins
ein leið. Ég varð að komast niður að
vötnunum og austur yfir þau yzt og
stytta þannig á mér leið, hvernig sem
það gengi. Ég hentist því á ská út og
niður fjallsöxlina er við stóðum á, þótt
hún væri brött og talsvert svellrunnin.
Slysalaust komst ég samt niður rétt
sunnan við læk, sem rennur þar í
vötnin. Þar var auð vök. Og um leið og
Heima er bezt 131