Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 25
SÖGULEGAR LJÓSMYNDIR XXVIII Gömul mynd frá Möðrudal HEB barst þessi skemmtilega mynd frá Sigþóri Bjarnasyni í Tunguhaga í Vallahreppi. Er hún úr gömlu dagblaði og fylgdi henni eftirfarandi texti: „Myndin er tekin um eða fyrir 1940 í Möðrudal á Fjöllum og eru hér Seyðfirðingar í skemmtireisu á fyrsta yfirbyggða langferðabílnum á Austurlandi. Á myndinni eru f.v.: Gísli Jónsson umboðsmaður Natans & Olsens á Seyðisfirði (faðir sr. Gunnars í Glaumbæ), Einar Hilmar Bjarnason starfsmaður Apóteksins á Seyðisfirði, Baldvin Stefánsson hreppstjóri í Stakka- hlíð í Loðmundarfirði, Vilhjálmur Jónsson í Möðru- dal, Gunnlaugur Jónasson gjaldkeri Útvegsbankans á Seyðisfirði, Halldór Jónsson kaupmaður og konsúll, Brynhildur Haraldsdóttir símritari (kona Emils Jóns- sonar), Gestur Jóhannsson agent í Múla (tengdafaðir Jóns Skaftasonar borgarfógeta), ?, Jóhann Kröyer bíl- stjóri, Sigrún Sigbjörnsdóttir (kona Halldórs), Guðrún Guðmundsdóttir (kona Gísla), Sigríður Jensdóttir (kona ljósmyndarans), Hulda Sveinsson, síðar læknir, Jón Gestsson, síðar rafveitustjóri á ísafirði, Vilhelmína Jónsdóttir (kona Gunnlaugs) og Hermann Hermanns- son lögregluþjónn. í dyrum hússins stendur Agnar Pálsson heimamaður í Möðrudal. Myndina tók Eyj- ólfur Jónsson klæðskeri og bankastjóri á Seyðisfirði.“ Því er við að bæta, að bílinn á myndinni á Sigþór í Tunguhaga og er hann ennþá eins og hann leit út, þegar myndin var tekin. Bílinn átti þá Jóhann Þ. Kröyer, sem átti heima á Eskifirði og hafði áætlunar- ferðir milli Eskifjarðar og Hallormsstaðar, auk þess sem vagninn var mikið notaður til skemmtiferða. — Við þökkum Sigþóri myndina og góðar kveðjur. B. G. Heima er bezt 133

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.