Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 29
Sonurinn kvað:
Sjökrónuhöfuð sælt ég sá.
Sannlega ég segi yður,
að maður vildi meyju fá,
í makindum hann settist niður.
En þetta vildi ei ganga greitt,
því grýttar voru allar brautir.
Og það var sem mér þótti leitt
að linuðust engar sárar þrautir.
Það skal tekið fram, að eg hefi hér farið eftir eigin hug-
myndum um uppsetningu og greinarmerki, því hvergi hefi
eg séð þetta á bókum.
Einnig vil eg geta þess, að eg hefi séð mjög vel gerðar
bögur eftir niðja þessara feðga.
Um 1940 var eg nokkur vor og haust í svonefndri
„vegavinnu“, sem að mestu var í því fólgin að aka möl í
„pytti“, sem myndast höfðu í vegunum frá síðustu „vertíð“.
Voru þar samtímis margskonar manngerðir, eins og þeir
kannast við, sem til slíkra starfshópa þekkja. Eins félaga
minnist eg, sem nokkuð gerði að því að setja saman bögur.
En flestar munu þær nú „týndar og tröllum gefnar“. Hér
kemur samt ein:
Kallar moka möl á bíl,
óðum stækkar grúsin.
Vegur batnar, óðum vel.
svo umferðin gengur betur.
Geta vil eg þess, að höfundur þessi var náskyldur al-
kunnum hagyrðingum, þingeyskum og eyfirskum.
Einn „húsgang" man eg frá barnsárum mínum, en veit á
honum engin deili:
Nú er hríð á norðaustan.
Nú er skíðaveður.
Nú á að grafa Möngu í dag.
Að lokum set eg svo einn forláta „dikt“, sem eg hvorki
veit haus né hala á, eða hvernig á að setja upp né stafsetja:
Illiriði Napólí
illiriði ronkarivetta.
Illiriði Napólí
rittimakkaron.
Volsaspera, suplísera, ronkúrera.
Illiriði Napólí
rittimakkaron.
Tvöfalda 1-ið í illiriði heyrði eg alltaf borið fram eins og í
stuttnefninu Elli.
Með kærri kveðju.
Páll Helgason.
- Frumur...
Framhald af bls. 135.
sem fæst við byggingarlag fruma
nefnist frumufræði, en greinin sem
fæst við litninga og erfðir nefnist
erfðafræði. Hefur hún verið notuð
mannkyninu til hagsbóta með kyn-
bótum á dýrum og jurtum. í hefð-
bundinni erfðafræði eru kynbætur
stundaðar þannig að tveim einstakl-
ingum sem taldir eru geta bætt hvorn
annan er æxlað saman og afkvæmin
notuð eða valið úr þeim. Nú á seinni
árum hefur tækninni hins vegar fleygt
fram. Komin er fram ný fræðigrein
nefnd erfðaverkfræði. Þar taka menn
erfðavísa, það er að segja örstutta
búta af litningi úr einni frumu, og
flytja þá yfir í aðrar frumur, oft í
frumur alls óskyldra lífvera. Þetta
hefur í för með sér að lífverur geta
framkvæmt ýmislegt sem þeim var
ómögulegt áður. Með þessari nýju
tækni opnast geysilegir möguleikar
sem menn eru sólgnir í að nýta.
Lyfjaframleiðsla ýmiskonar gæti orð-
ið ódýrari og hraðvirkari. Fram hafa
komið hugmyndir um að sameina í
einum gerli eiginleika vambargerla
jórturdýra og víngerilsins og þá mætti
með þessari nýju lífveru framleiða
alkohól úr timbri, alkohól sem mætti
nota sem eldsneyti. Þá hafa menn gælt
við þá hugmynd að flytja niturbind-
andi hæfileika rótargerlanna, sem lifa
t.d. á lúpínu og smára, til annarra
gerla og þannig auka lífrænt nitur í
heiminum. En erfðaverkfræðinni
fylgja líka hættur. Maðurinn getur nú
búið til og misst út einhverja skað-
ræðisbakeríu sem væri honum sjálf-
um og lífheiminum hættuleg, og
menn hugleiða einnig hvort ekki megi
á þennan hátt endurbæta manneskj-
una með tilliti til eftirsóknarverðra
eða æskilegra eiginleika. Þarna vakna
ýmsar spurningar siðfræðilegs eðlis,
og greinilega erum við hér komin að
tvíeggjuðu og nokkuð hættuleg efni.
Ég vil því að lokum birta ljóð eftir
Jakob skáld Thorarensen þar sem
hann bendir á hættuna á misnotkun
vísindanna:
Já, hvort skal nú heldur eftir öld
að auðn og nauð fari þá með völd
í menguðum geimi og hálfdauðum heimi,
eða heiðara líf með fegri skjöld?
Vor öld er fjölhæf og óheimsk sögð,
en önnum kafin að magna flögð;
hún verkhyggni beitir og vísinda neytir.
en ver þeim um of í klækjabrögð.
Því óttast og heimur sjálfan sig
og sér nú framundan myrkan stig,
það er sem hann gruni,
að sú ókind þar muni,
sem erfitt reynist að ganga á svig. —
Þá verndun guðunum veita ber,
að vaxi einfeldni á jörðu hér,
hin auðtryggða og hljóða. —
Mest illindi þjóða
skóp aukna „menningin“, því er ver.
Heimaerbezt 137