Heima er bezt - 01.04.1990, Side 35
Sigurpáll flýtti sér til Kristínar og bauð henni upp. Þau
héldu á stað út á gólfið og Sigurpáli fannst hann svífa
áfram. Nú var eins víst að sigurinn væri í höfn. Næsta lag
var rólegur vals. Sigurpáll tók þétt utan um Kristínu, en
hún færðist undan, er hann lagði vanga sinn að hennar.
— Svona nú, tautaði Sigurpáll, en Kristín streyttist á
móti.
— Viltu ekki vanga mig, stúlka?
— Nei.
Kristín var orðin dreyrrauð í framan og reyndi nú af öllu
afli að losa sig úr fangi Sigurpáls.
— Veistu ekki að Hafliði og Vilborg eru farin heim,
saman?
Kristín barðist um, en Sigurpáll hélt henni sem í skrúf-
stykki.
— Það er ekki það. Það er annar maður sem ég er að
hugsa um.
— Hvað þá, bölvuð vitleysa.
Sigurpáll gerði sér lítið fyrir og kyssti Kristínu remb-
ingskoss á munninn. Hún barðist um á hæli og hnakka, en
allt kom fyrir ekki. Þá var allt í einu þrifið harkalega í
öxlina á Sigurpáli og áður en hann vissi af lá hann í einu
homi salarins með auman kjálka. Sigurpáll sá rautt svo
reiður var hann. Hver dirfðist að slá hann? Sigurpáll spratt
á fætur og hugðist lúskra á þessum lúsablesa, sem var að
skipta sér af einkamálum hans. Það voru allir hættir að
dansa og biðu í ofvæni eftir að sjá endi þessara mála.
Sigurpáll sá rautt. Hann starði á manninn, er nú hélt utan
um Kristínu og hún hallaði sér að brjósti hans. Þetta var
Friðgeir, húsbóndinn sjálfur. Hann hafði sigrað í annað
sinn þennan dag.
Sigurpáll lét hnefann síga. Allt vín var nú runnið af
honum og hann var náfölur. Svona fór um sjóferð þá. Það
var aumkunarverður maður, er rölti út úr samkomuhúsinu.
Sigurpáll leit hvorki til hægri né vinstri. Axlir hans voru
signar og það var sársauki í augnaráðinu. Hann gekk hæg-
um skrefum í átt til hesta sinna og lagði á. Svona fór það.
Sumir fá allt, en aðrir ekkert. Gústi gamli hélt áfram að
spila og Sigurpáll heyrði harmonikutóna hljóma á eftir sér,
þegar hann hleypti fram dalinn.
í grænum hvammi fjarri alfaraleið sátu þau, Hafliði og
Vilborg. Það ljómaði af svip þeirra og það var ekki laust við
að Vilborg færi hjá sér. Hún lagaði fötin sín eftir bestu getu,
en settist svo hjá Hafliða. Hann tók í hönd hennar.
— Sérðu, sólin er að koma upp. Svona verður allt líf
okkar, eilíf sól.
Vilborg brosti. Hún vissi að Hafliði var draumóramaður,
en hún elskaði hann. Hún var líka viss um að sólin skini á
meðan þau væru saman. Þannig var lífið.
Sigurður Óskarsson,
Krossanesi
Fljót er nóttin dag að deyfa,
dinunan færist yfír geim.
Undir Blesa skröltir skeifa;
skyldi9 hún ekki tolla heim?
Heima er bezt 143