Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1990, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.09.1990, Qupperneq 2
Að undanförnu hefur verið skeggrætt og skrifað um læsi hér á landi, enda er þetta ár sérstakiega helgað því mikils- verða málefni. Er svo að heyra, að mikið vanti á að almenn lestrarkunn- átta sé með þeim hætti, sem við höf- um státað af um langa hríð. Ýmsar ástæður eru nefndar til þess að lestr- arhæfni hafi hnignað, en þá hefur jafnframt verið á það bent, að ekki séu til glöggar eða öruggar heimildir um ástandið eins og það er. Ég hygg að það sé ekki ranglega ályktað, að sá metnaður hafi dofnað verulega, sem áður fyrr var vakinn með börnum, að þau gætu lesið upp- hátt skýrt og snurðulaust, með réttum áherslum og blæbrigðum. Þetta vandaða lestrarsnið varð að kappsmáli á þeim tímum, þegar al- gengt var að menn væru kvaddir til að lesa upphátt á mannfundum og í heimahúsum. Er mér í minni, þegar ég messaði í fvrsta skipti í Svalharðskirkju á Sval- barðsströnd fyrir aldarfjórðungi, hversu skýrt og skörulega meðhjálp- arinn, Benedikt Baldvinsson bóndi á Efri-Dálksstöðum, flutti bænirnar í upphafi og við lok guðsþjónustunnar. Þegar ég hafði orð á þessu við Bene- dikt og þakkaði honum bænagjörð- ina, sem alls ekki hefði getað farið fyrir ofan garð eða neðan hjá neinum í kirkjunni, þá hýrnaði yfir honum og kvaðst hann snemma hafa tileinkað sér þetta lestrarlag. Hann var af þeirri kynslóð, sem hafði alist upp við kvöldvökur á bað- stofupalli. Voru börnin þá snemma vanin við lestur og þar sem þau dugðu ekki á við fullorðna við tóskapinn, var þeim falið að lesa upphátt fyrir fólkið. sem var að störfum í baðstofunni. Þetta sagði Benedikt, að hefði verið ágætur skóli, því kliður frá kömbum og rokkum hefði verið það mikill, að lesarinn varð að beita röddinni, svo að allir gætu fylgst með lestrinum. Það þótti verulegur mannsbragur að því að geta lesið vel, alveg á sama hátt og menn voru mikils metnir, sem þóttu listaskrifarar. Þessi þekking og hæfileikar nutu sín í hæglátu samfélagi þar sem menn gátu gefið sér tíma til vandvirkni og jafnvel nosturs. En það er fleira. sem fvlgir í kjölfar margbrotnari og erilsamari lífshátta. Ég hefi veitt því eftirtekt í starfi með unglingum, að sú stefna í fræðslu- málum. sem sett var um og eftir miðja þessa öld, að börn hættu að mestu að læra ljóð utanbókar, er farin að bera verulegan árangur. Þau koma sem sagt af f jöllum, ef minnst er á skáld. Jónas Hallgrímsson, Steingrímur Thorsteinsson, séra Matthías. Step- han G.. Einar Benediktsson og Davíð frá Fagraskógi eru karlar, sem koma þeim ekkert við, enda fátt sem tengir þau verkum þeirra. Og það sama er uppi á teningnum hvað varðar yngri skáld. Börnin eru svipt fyrirhöfninni að læra ljóð, fyrirhöfn, sem stefnir einvörðungu til þroska og þekkingar, ef rétt er á haldið. Ég hef sannreynt. að þegar börn koma til fermingar- undirbúnings og hafa ekki vanist því að læra ljóð utanbókar, þá er þeim það áhugavert nýmæli að læra sálma. Og sá lærdómur hefur leitt til marg- þættari þekkingarleitar, en menn geta í fljótu bragði vænst. í sálmunum koma fyrir ýmis orð og hugtök, sem krefjast ítarlegra skýringa og auka við orðaforða nemenda og hvetja til mál- vöndunar. Þá er boðskapurinn upp- spretta trúarlegra viðfangsefna, sem rætt er um og krefjast skýringa. Þegar komið er að höfundi þess ljóðs, sem unglingurinn hefur haft fyrir að læra, er forvitnin vakin. Hver var hann þessi maður, sem orti þetta? Og þá er leiðin greið til sögunnar, ekki einvörð- ungu persónusögu eða ævisögu. held- ur kirkjusögunnar. menningarsögu íslensku þjóðarinnar. erlendra áhrifa. bókmennta og lista. Ég hef ekki ennþá heyrt nein kvörtunarorð vegna þeirrar sérvisku minnar. að ætla fermingar- börnunum að læra allmarga sálma utanbókar á vetri hverjum. Þau hafa til þessa lagt sérstaka alúð við þennan þátt námsins og sýnt honum ótvíræð- an áhuga, lesið sálmana í hljóði og upphátt. lært þá og krufið til mergjar. Auk þess höfum við fyrir venju í hverjum tíma, að börnin lesa eitt af öðru upphátt kafla úr helgu guð- spjalli. Þegar ég er að skrifa þessi orð berst mér í hendur dagblað (Mbl.. 7. sept. ’90), þar sem Guðlaug Gunnarsdóttir kennari við Menntaskólann við Sund greinir frá athyglisverðri reynslu sinni af lestri fornrita í íslenskukennslu. Þar segir hún m.a.: ..Síðastliðinn vet- ur var Hrafnkelssaga Freysgoða lesin í 2. bekk á haustönn en hún er í hópi hinna stuttu fslendingasagna sem kunnugt er. Til að koma nemendum af stað við lestur sögunnar var hafist handa með því að lesa upphátt. Það sem vakti fvrir kennaranum var að benda nemendum á leiðir til að átta sig á upphafi sögunnar t.d. með því að teikna upp ættartölur, staðsetja per- sónurnar í tíma og rúmi og fleira í þeim dúr. Þegar þessu væri lokið áttu nemendur síðan sjálfir að bera ábvrgð á lestrinum eins og venjan er oftast. En viti menn. Það tevgðist á lestr- inum og svo fór að lokum að einn nemandi tók við af öðrum og lesið var upphátt þar til sögu lauk. Algjör vinnufriður ríkti í stofunni og hið lesna orð réði ríkjum. Við stöldruðum við snúin orð og orðasambönd og þau voru útskýrð jafnóðum. Glósubókin var að sjálfsögðu við hendina.“ 270 Heimaerbezl

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.