Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1990, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.09.1990, Qupperneq 8
Kristján, Dóra og Rakel á fermingardegi þeirrar síðastnefndu, 1987. og heimilisfaðirinn í námi. Pað voru mér töluverð við- brigði frá því að þurfa bara að hugsa um sjálfan mig og geta vaðið í seðlum eins og kallað er. Þarna var komin ábyrgð og fyrirhyggja í stað áhyggjuleysis og allsnægta. Það er eftirsóknarverð breyting í lífinu. En þennan seinni vetur í skólanum þurfti ég að leggja heilmikið á mig. A morgnana fór ég að sjálfsögðu með skólatöskuna í annarri hendinni í skólann. I hinni var ég oftast með plastpoka, þar sem voru vinnufötin, því eftir að skóla lauk fór ég að sprauta bíla á verkstæðinu hjá pabba. Þetta var erfitt en það kom sér vel að ég hef alltaf viljað taka mikið á og þrælast hvíldarlítið í vinnu. Eftir skólann tók sjómennskan við aftur; á humar, loðnu og svo á togveiðar, oft með tengdaföður mínum, Sigurjóni Júlíussyni í Hafnarfirði. Flutt á Krókinn En hvernig stóð á því að þau fluttu norður á Sauðárkrók? Það var nú kannski tilviljun. Það var millibilsástand hjá okkur. Við höfðum fest kaup á íbúð í nýju fjölbýlis- húsi. Byggingarfyrirtækið fór síðan á hausinn og við misst- um talsvert af því sem við vorum búin að greiða. Þá ákváðum við að breyta til, en það var árið 1979. Það réð sjálfsagt einhverju um staðarvalið að systkini Dóru vorujbúsett hér. Eg réð mig á togarann Drangey hjá Guð- mundi Arnasyni, skipstjóra sem annar stýrimaður. Eftir þrjú ár varð ég 1. stýrimaður á Skafta SK 3. Skipstjóri varð þá félagi minn af Drangey, Sverrir Kjartansson, sem verið hafði 1. stýrimaður þar. Á Skaftanum var sérstaklega samheldinn og góður mann- skapur. Við fiskuðum vel, en það háði okkur nokkuð að bilanir voru tíðar. Vélin var komin til ára sinna og hlýddi ekki alltaf fyrirskipunum. Á endanum gafst hún alveg upp og þá var loks skipt um vél. Eftir það var allt í lagi, en hvort sem útgerðin trúir því eða ekki þá tókum við talsverðum framförum í þolinmæði og þeim hæfileika að stilla skapið á meðan á hremmingunum stóð. Stjórnun veiða og vinnslu í ársbyrjun 1989 tók ég við togaranum Skagfirðingi sem þá bættist í flota okkar ásamt Drangey í skiptum fyrir fyrri Drangeyna. Það var mikil hátíðastemmning í kring- um þetta og heimkoman var eftirminnileg. Skagfirðingum bættist þarna aflakvóti og við það jókst vinna. Eins varð auðveldara að flytja út óunninn fisk, sem er orðið nauð- synlegt til að tryggja rekstrargrundvöll skipanna og bæta laun sjómanna. Það var ánægjulegt að vera virkur þátt- takandi í þessu. Annars hefur þróunin í veiðum og vinnslu ekki öll verið til hins betra, svona almennt skoðað. Fisk- vinnslan er að nokkru leyti komin út í sjó, sem bitnar óneitanlega á vinnu í frystihúsunum. Sum hafa af þeim sökum lagt upp laupana. Þau eru svo sameinuð eins og við þekkjum ekki síst í Reykjavík. Eins hefur útflutningur á óunnum fiski aukist undanfarin ár. Það hefur einfald- lega verið nauðsynlegt til þess að útgerðir skipanna héldu lífi. En allt hlýtur þetta að raska atvinnuástandinu í landinu. A.m.k. kallar það á viðbrögð og breytingar á öðrum þáttum atvinnulífsins. Sjómennskan sjálf tekur sínum breytingum. Frá því ég byrjaði hafa komið skuttogarar í stað síðutogaranna. Nú eru skipin orðin stærri og betri að mörgu leyti. Aðbúnað- ur er líka orðinn allur annar og fylgir auðvitað þróuninni á öðrum sviðum. Annars verð ég að segja það gömlu síðutogurunum til hróss að sumir hverjir voru alveg af- bragðs sjóskip og gáfu síst eftir nýju skipunum. Tæknin er auðvitað orðin öll önnur. Nú er orðið auðveldara að finna fiskinn og veiða hann. Flotinn er það afkastamikill Á fermingardegi Daníels 1990. 276 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.