Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1990, Qupperneq 12

Heima er bezt - 01.09.1990, Qupperneq 12
hýru auga til íslands sem einhvers konar „síðasta móhík- ana“ á hinni sviðnu mörk hins ofurvædda vestræna heims, lands sem tekist hafi að halda hreinleika sínum til lofts, lands og sjávar. Eigi þessi ímynd sér einhverja stoð í raun- veruleikanum, þá eru engin fjöll blárri úr fjarlægð en þau norðlensku, ekki síst þau hin eyfirsku. Hvar er betri land- kosti að finna á Islandi, fleiri góðbændur samankomna á einu landsvæði og fegurri byggðakjarna en sjálfa perlu Eyjafjarðar, Akureyrarbæ? Hvaða staður á landinu er betur fallinn til að halda á lofti því merki framtíðar-ís- lands að hér sé hollt að vera, beinlínis heilsusamlegt, héð- an komi eftirsóttustu matvæli í heimi og hér verði engu fórnað á altari skammsýnnar gróðahyggju. Niðurstöður Forsætisráðherranefndarinnar svonefndu, sem Steingrímur Hermannsson skipaði til að móta stefnu m.a. varðandi ímynd Islands út á við, eru mjög í anda áðurnefndrar nýaldar. Áhersla skuli lögð á hið hreina vatn, loftið ómengaða, matinn lostæta og menninguna litríku. Með því móti megi ekki einasta stórauka ferða- mannastrauminn heldur einnig opna möguleika á starf- rækslu heilsu- og endurhæfingarhæla ýmiss konar og ekki síst gera íslenskar afurðir ennþá eftirsóttari og verðmeiri. M.ö.o. Island sem hlutgervingur heilsu og hreinleika býð- ur efnuðum þegnum nágrannaríkjanna það sem þeir þrá mest en eiga ekki lengur kost á í heimalöndum sínum: andlega og líkamlega endurnæringu annars vegar og al- vöru hollustu-fæði hins vegar. Sá árangur sem AKVA, Davíð Scheving Thorsteinsson og fleiri hafa náð í útflutn- ingi á íslensku vatni, rennir sterkum stoðum undir þá kenningu að hin hreina ímynd Islands sé gulls ígildi á alþjóðamörkuðum. Hvað innanlandsmarkað varðar þá er Gallowaykjöt Hríseyinga gott dæmi um hvernig hægt er að skapa stemmningu í kringum eitthvað sem er hrein- ræktað, og eilítið öðruvísi (þó svo að Galloway bolinn geti tæplega talist dæmigerður ,,nýaldar-matur“). Það sem æ fleiri leggja áherslu á í fæðuvali, eru matvæli sem ekki hafa verið úðuð eitri, grænmeti ræktað í frjórri mold, afurðir lausar við hormónaþembu og að almennt hafi ekki verið gripið verulega inn í eðlilega framvindu hins lífræna ferils. Orðið ,,lífrænt“ er að verða æ mikil- vægara í hugum fólks og æ dýrara á merkimiðum fram- leiðslunnar sjálfrar. Fað segir sig sjálft að hið gríðarlega endingarþol hinna ýmsu matvælategunda í búðarhillunum á rætur að rekja til margvíslegra gerviefna og rotvarnar- efna, hverra tengsl við skæðustu sjúkdóma samtímans hafa verið að skýrast með hverju árinu sem líður. Og þessu er hinn almenni neytandi farinn að átta sig gjörla á og skýrir það m.a. fjölgun hinna svokölluðu heilsubúða á síðari árum. Og hér og nú er lag fyrir álverslausa Eyfirðinga að snúa vörn í sókn, skapa sér sérstöðu innan lands sem utan sem „héraðið við heimskautsbaug" hvaðan allt það besta kem- ur og standa við lýsingarorðið ,,besta“. Með því að taka af skarið í þessum efnum mundu Ey- firðingar skapa sér ímynd sem framsýnir og framsæknir framleiðendur gæðavarnings með sérstöðu. Slík stefna auglýsir sig nánast sjálf. Þetta þýðir að sjálfsögðu stofn- kostnað í vöruþróun og markaðssetningu og eftir sem áður þarf að sjálfsögðu að glíma við hvernig varan megi endast sem lengst án þess að blanda hana banvænum eit- urefnum. Með auknum fiskveiðikvóta ættu svo Eyfirðing- ar auðvitað að sjá fram á betri tíma og óteljandi mögu- leika til nýtingar á auðlindum hafsins. í hvaða átt ber að stýra framleiðslunni? Helstu vé nýaldar, þ.e. Bandaríkin, Bretland og áhrifa- svæði þessara landa í Evrópu, hafa sýnt fram á stóraukna grænmetisneyslu, minnkandi kjötneyslu, minnkandi kaffi- drykkju, aukna jurta-tedrykkju, minnkandi áfengis- neyslu, aukna hreyfingu og vaxandi meðvitund um um- hverfið og lífríkið. Hvað er sosum hægt að framleiða hér norður við heim- skautsbaug annað en þetta hefðbundna, kynnu einhverjir að spyrja? Auk hefðbundinna fiskveiða má sífellt leita leiða til frekari nýtingar sjávaraflans og framsækinnar framreiðslu hans á veisluborðum þjóðanna. Ein af næringarríkustu og hollustu fæðutegundum sjávarríkisins eru sjávarsölin, en þau breytast í mjög lystilega fæðu séu þau pressuð og skorin. Sambærilega fæðutegund er að finna á þurru landi, en þau eru fjallagrösin sem eru hreinasta lostæti í t.d. heitri fjallagrasamjólk sem er að ryðja sér til rúms á ný sem spennandi og hollur réttur. Tedrykkja hefur aukist til muna á kostnað kaffisins síð- ustu misserin og úr norðlenskum eðaljurtum má vinna bæði meinhollar og ljúffengar tejurtir. Að rækta grænmeti og kornmeti í ómengaðri lífrænni mold án eiturúðunar er enginn leikur, en þær afurðir sem úr slíkum jarðvegi spretta eru að verða sífellt eftirsóttari og seljast á hærra verði en gömlu eitururtirnar. Sé veðráttan á íslandi ein- hvers staðar þolanleg fyrir kornrækt, þá er Eyjafjörður staðurinn. Menn hafa svosem gælt og eilítið duflað við kornrækt á Islandi og vissar tegundir geta vissulega dafn- að hérlendis. Sala allrar kornvöru er í gífurlegum vexti víðast hvar, enda lífrænt ræktuð kornvara að verða sífellt algengari á morgunverðarborðum Islendinga. Kjötneysla er hins vegar á undanhaldi og bændur ættu að smádraga úr kjötframleiðslu og auka áherslu á grænmetisfram- leiðslu, innan gróðurhúsa sem utan. Álegg unnið úr sveppum, grösum, berjum og þvíumlíku á mikla framtíð fyrir sér, sem og framleiðslu hollustuvarnings úr innfluttu hráefni. f*á eru það mjólkurafurðirnar. Margir vilja kenna fitu- sprengdri mjólk um ofnæmi ungbarna og hjarta- og æða- sjúkdóma hjá hinum eldri. Ófitusprengd mjólk ætti vel heima í hinni nýju „Grænu línu“ Eyjafjarðar sem og auk- in áhersla á Kotasælu, AB-mjóIk og annan hollustuvarn- ing úr mjólkurbúinu. AKVA vatnið er þegar á réttri leið á heimsmarkaðinn, en hlúa þarf að markaðssetningu ekki síður en vöruþróun og framleiðslugæðum hver sem varn- ingurinn er. Og loks þarf að hyggja að sorpinu. Þrískipting sorphirð- unnar væri æskileg til að auðvelda endurvinnslu á verð- Framhald á bls. 295. 280 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.