Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1990, Qupperneq 30

Heima er bezt - 01.09.1990, Qupperneq 30
Svo eru lokustuttbuxur, þeim er hneppt á utanverðu hnénu með 4 hnöppum, því klauf sú er höfð til að rýmra sé um hnéð, lengra ná þær ekki en á hné niður; að ofan hafa þeir jafnvíða sauðmórauða belghempu með vösum utan á hliðunum; húfurnar eru búnar til úr 2 kv. breiðum einskeptu dúk svart- og rauðröndóttum. Þær eru saumað- ar saman ofan á hnakkanum, og rykktar í kollinum svo mjög, en fingurstórt gat er haft í hvirflinum, en rykkt hringinn í kring. Þær eru svo djúpar, að þær sitja ofan á höfðinu sem poki og lafir fram eða aftur af höfðinu. Þessum sama búnaði hafa þeir haldið frá forntíð, og sýnir hann, að mennirnir eru í því tryggir og vanafastir við bún- ing feðra sinna og lausir við prjál í nýjum klæðasniðum. Búningur kvenna er kjólbúningur, og á sumum pils með síðtreyju ofan við, bert höfuð og kollhettu. í Færeyjum eru engin villidýr utan harar (hérar, lík- lega), sem eru smáir á vöxt og nokkuð svipaðir köttum. Þar eru hvergi refir né hreindýr sem á íslandi. Margir fuglar eru á Islandi sem aldrei eða sjaldan sjást þar, t.a.m. álftin, lítið um hrafn, og örn og rjúpa sjást þar sjaldan eða aldrei. Vötn eru dálítil upp í landinu á stærstu eyjun- um sumum. og þar í talsverð silungsveiði, en ekki þekkist lax þar. Alifuglar eru dúfur, hænsni og sumstaðar fjöldi gæsa, þær eru stórar og feitar, og munar því nokkuð um þær til frálags, þær ganga um haga á sumrum í stórhópum, en þeim er smalað heim á kvöldin og þá aðskilja þær sig hverjar til sinna húsa, og skríða þá hver í sína holu. Bændur herða kjöt þeirra og einnin mest allt sauðakjöt og hvala. Þeir þurrka það úti í hjöllum eins og herðtur fiskur á Islandi. Þeir eldbera það ekki, en eta það þannig hart, og þótti mér siður sá skrýtinn, meðan ég var honum óvanur, og áleit þetta hráæti, en brátt fór það af, því ég gjörðist á endanum hin mesta kjötæta þeirra. Þegar smáhvelin (marsvínin) eru veidd, þá fara þeir, þegar gangan sést, af stað og róa eins og óðir á sjó út að hvölunum, og slíkt kalla þeir ,,grindaróður“ því þeir kalla marsvínin á sínu máli ,,grind“ eða grindafisk. Þeir reka hvali þessa í land eins og fé, og eru á svo mörgum bátum sem við verður komið. Þegar hópurinn er orðinn afkvíaður inni á fjarðarbotni, og allir bátarnir liggja fyrir utan, þá er einn hvalur stór, stunginn á vissan stað í skrokkinn, en við það verður hann óður og æfur, og ryðst með ógurlegri fart og sporðaköstum gegnum allan hópinn, þannig hleypur allt á land, og hefur svo mikinn sjó með sér, að hann gengur langt á land upp, svo að hópurinn er að mestu á þurru, þegar sá sjór er undan runninn. En strax og 1 hvalurinn er stunginn, hljóða allir menn upp ógurlega, sem við eru staddir, þá byrjar hin grimmasta orusta, allir færast í ásmegin og ganga að sem berserkir með allra handa morðvopn á lofti með óðum vígahug, til að stinga og skera, hver sem best orkar, sumir á bátunum, en aðrir á landi og vaða, og sumir sem kastast út úr bátunum, um leið og þeir stinga hvalina, og (bátarn- ir) hvolfast undir þeim af aðganginum í hvölunum, því þeir bylta þeim alveg um koll í þeim stórkostlegu dauða umbrotum. Þannig fara bátar oft í sundur og menn skaðast, en menn eru margir að öllu megin til að bjarga 298 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.