Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1990, Síða 34

Heima er bezt - 01.09.1990, Síða 34
Bókahillan FJÖRLEG SAGA Knud H. Thomsen: MAKEDÓNÍUKLUKKAN Þvðandi: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Útg.: Almenna bókafélagið. Revkjavik 1989. ..Klokken i Makedonien" heitir þessi ..maka- lausa" bók á frummálinu, sem er ekki gríska, heldur danska. Höfundurinn. Knud H. Thom- sen. er sem sagt danskur. en svið skáldsögu hans er gríski hluti hinnar fornu Makedóníu. Það land var, sem kunnugt er, norðan Hellas og er nú hluti af Júgóslavíu, Búlgaríu og Grikklandi. Engin kvnning á höfundi skáldsögunnar fvlgir þessari íslensku útgáfu AB. Sætir það furðu. því ég hvgg. að hann sé lítt kunnur hér á landi. Samkvæmt dönskum heimildum. þá er Knud H. Thomsen (heitir revndar Knud Pick- ard Thomsen) fæddur árið 1921. Hann hefur lengi unað sér innan um bækur. starfað sem aðstoðarborgarbókavörður i Næstved á Suð- ur-Sjálandi frá 1958 til 1981. Fyrsta skáldsaga hans. Eins og fuglar himinsins, kom út árið 1952 og ári siðar Sagan um Martin. 1955 kom svo sagan Evja í þoku og fimm árum síðar Leiðin til Sherman. En það var fvrst árið 1981. sem Thomsen vakti verulega athvgli bókmennta- gagnrýnenda og lesenda í Danmörku. þegar saga hans Makedóniuklukkan kom út. Hún þótti um margt athvglisverð þessi örlaga- þrungna. sögulega skáldsaga. Eftir það hefur höfundurinn einvörðungu gefið sig að ritstörf- um. Ári siðar. 1982. kom skáldsagan Ræningj- amir í Skotlandi. írski presturinn 1983. Borgar- stjórinn í Monteporeo 1984. Brúðkaupsförin á Korsíku 1985. Mennirnir og skipið 1985 og þá kom skáldsaga frá hernámsárunum ári síðar. Stundir fvrir dögun. Jafnframt hefur Knud H. Thomsen ritað sögur fvrir börn og notað þá höfundarnafnið Kaspar Gronning. Af þessari upptalningu má ráða. að Thomsen lætur ekki deigan síga i ritstörfum og jafnframt bera bókatitlarnir það með sér. að hann er alls ekki bundinn af dönsku umhverfi og velur það sjaldnast sem sögusvið. Það er ljóst að skáldsagan Makedóníuklukk- an er tímamótaverk á ferli þessa afkastamikla rithöfundar og að líkindum er hún því valin til þvðingar og útgáfu hér á landi. Bókin er fjör- lega skrifuð. Vélaverkfræðingurinn Janges seg- ir söguna. Hann er Aþenubúi. sem er sendur árið 1944 til þorpsins Aniu. hátt upp í fjalllendi. þar sem hann á að endurreisa spunaverksmiðju fvrir P P. sem er óiíkindatól og enginn veit hvar stendur á viðsjárverðum tímum. í Aníu er ástandið ekki björgulegt. því allir karlmenn á besta aldri eru fjarverandi. fallnir í stríðinu. í fangabúðum. hjá bandamönnum í Afriku. í nauðungarvinnu eða þá uppi í fjöllunum hjá skæruliðum. Janges er bent á það af samferða- mönnum. að hann muni því ekki hitta aðra en ekkjur og föðurlaus börn í þorpinu og að dal- urinn sé þakinn svörtum sorgarslæðum. Þessi síðmiðaldra piparsveinn rekst þó á fjölskrúðugan hóp þorpsbúa og sorgarslæðurn- ar vefjast litt fvrir honum. en ástarvana ekkju- frúr vekja með honum kenndir. sem áður höfðu verið honum næsta framandi. I Ivsingum á samskiptum hans við þær njóta sín vel hin frjálslvndu. dönsku siðferðisviðhorf með léttúðugum glettnisbrag. Án þess að Janges fái rönd við reist verður hann nú umsetinn af kon- um og óvænt atburðarás gerir hann að hetju. en síst af öllu hafði hann nokkru sinni gert sér svo háar hugmvndir um sjáifan sig. Og þvi er hann valinn í hóp þeirra vösku manna. sem sendir eru til þess að endurheimta kirkjuklukku þorpsins. sem Búlgarar höfðu stolið. Hún er 350 kíló að þvngd og heitir Hósíanna. Janges heldur af stað vfir landamærin ásamt Galusi kráareiganda. séra Kolkis og Christofis fjárhirði. En þetta er hin mesta hættuför og Þjóðverjar og stuðningsmenn Títós, Tyrkir og griskar frelsishetjur valda því að viðsjárvert er að ferðast um þessar slóðir. Knud H. Thomsen nær fimlegum tökum á þessum vef. sem hann slær í framandi vefstað ogfjarlægu umhverfi. Hann dregur upp litríkar. sannfærandi persónumvndir og lifir sig inn i hlutverk Grikkjans Jangosar. Bókin er fremur skemmtileg lesning og þýðing Jóhönnu S. Sig- þórsdóttur við hæfi. FRÁ KAUPMANNA- HÖFN TIL KARNIVALS Unnur Jökulsdóttir. Þorbjörn Magnússon: KJÖLFAR KRÍUNNAR Á skútu um heimsins höf Útg.: Mál og menning. Revkjavík 1989. Einhver fallegasta bókin. sem út kom á fvrra ári. er ferðasagan Kjölfar Kríunnar. Hún er verk tveggja höfunda. Unnar Jökulsdóttur og Þor- björns Magnússonar. Hönnun GBB er einstak- lega þekk og listræn. svo glæsilegar Ijósmvndir höfundanna beggja og nokkrar vatnslitamvndir Unnar njóta sín mjög vel. Að efni er bókin forvitnileg og glaðlega skrifuð af hressandi hispurslevsi — en varla bókmenntaafrek. enda sennilega ekki að því stefnt. Og þó er ýmsum Ijóðrænum mvndum brugðið upp. Þau Unnur og Þorbjörn eru ein- læg í frásögnum sínum og tekst að hrífa les- andann með sér. bæði á sjó og ekki síður á áfangaslóðum beggja vegna Atlantshafsins. Þau eru áræðin og láta ekkert hefta ævintvraþrá sína. höfðu fvrr gert víðreist eins og fram kemur í upphafi bókar. Tilefni að nafngift skútunnar ber t.d. vitni um það. en hún kom úr minning- um Þorbjörns: ..Morgunstund á sandbakka í Kongófljóti í Afríku. Hann hrökk upp við kunnuglegt garg og einhverja einkennilega til- finningu sem var bæði hætta og heimþrá. gat alveg eins átt von á krókódílum en vissi vart í svefnrofunum hvar hann var niðurkominn eða hvaða hljóð þetta var. Hann opnaði augun. gægðist varlega undan ábreiðunni ogsá þá kríu standa kvrra í loftinu. beint fvrir ofan og garga á sig á íslensku." Þannig stendur á nafngift flevtunnar. All- löngu máli er varið i Ivsingu á undirbúningi fararinnar og greint rækilega frá smiði Krí- unnar í Kaupmannahöfn. Þar hófst svo sigl- ingin nokkru eftir að vetur var genginn í garð og var haldið um Kílarskurö út á Norðursjó, um Ermarsund og til hafnarborgarinnar Falmouth á 302 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.