Heima er bezt - 01.09.1990, Síða 35
Bókahillan
suðvesturodda Englands. Mikil töf varð þar
vegna suðvestan storms á Biskajaflóa. sem
hrakti þau til Brest á Bretónskaga um nýár og
leiddi til vetursetu í Frakklandi. Því komust þau
ekki fyrr en með vori til Portúgal, en þaðan lá
leiðin suður með Afríkuströndum, um Kanarí-
eyjar, Grænhöfðaeyjar til fátækrastórborgar-
innar Dakar í Senegal, þar sem ekkert var auð-
velt og að fljótinu Casamance, sem er skipgengt
40 sjómílur inn i land. Á vatnasvæði þess er
matarkista Senegal, því þar er mesta græn-
metis- og ávaxtarækt landsins. sem er annars
hrjáð af vatnsskorti. Þangað upp sigldu Þor-
björn og Unnur eftir vistum til langrar siglingar
þvert yfir Atlantshafið. Þau hugðust sigla eftir
12. breiddarbaug til vesturs í 2600 sjómílur (þ.e.
tæplega 5000 km), yfir til Grenada syðst í
Karíbahafi: og það gerðu þau, lögðu af stað 15.
febrúar og fundu fljótt staðvindinn af norð-
austri, sem bar þau hratt yfir hafið. í fylgd með
þeim var og Marteinn vinur þeirra frá Dan-
mörku, „sem kom með til að vera með í að brúa
Atlantshafið."
Ég minntist á ljóðræna þætti í upphafi þessa
máls og um þá er koman til Grenada ágætt
dæmi: „Daginn sem von er á landsýn er allt
vaðandi í fugli og feitar hnísur kollveltast af
kátínu í kringum skipið.
Uppúr nóni er sjónbaugurinn ekki lengur
órofinn hringur. Litil þúst stingur kollinum
uppúr honum, komin til að vera. Hún vex djörf
úr hafi og verður eyja, fjarblá og kyrr. Þetta er
eyjan Grenada — fast land eftir þrjár vikur í
ólgandi hafi undir streymandi himni stað-
vindsins.
Þegar birtu bregður leggjum við til drifs yfir
nóttina frekar en að hætta á innsiglingu með
rifum og skerjum í myrkrinu. Eftir tuttugu daga
í hafi liggur alltieinu ekkert á. Nú þegar tak-
markið er í sjónmáli er óhætt að tappa af vara-
tanki þolinmæðinnar. ekkert mál að bíða eina
nótt og njóta landtökunnar í björtu.
Daufur ljóshjálmur leggst yfir eyjuna með
myrkrinu; bjarminn af bænum, og í landátt iða
Ijós lítilla fiskibáta á næturveiðum líktog ný-
lentar stjörnur að átta sig á innbyrðis afstöðu.
Þrátt fyrir nálægðina er engin landlykt: við er-
um vindmegin við eyjuna.
Yfir nóttina lygnir og okkur rekur nær
straumnum. I dögun gnæfir hún yfir sem
dökkur þéttur massi, svo skerpast útlínurnar
eftir því sem birtir. Hún grænkar smámsaman
útúr möttum morgungráma. Hæg græn bvlting
brýst útúr ofgnótt blámans undanfarnar vikur.
Iðjagræn — ómunagræn birtist eyjan inni á
milli gráhvítra skúraleiðinga — það virðast
engin takmörk fyrir því hversu grænt grænt
getur orðið. Eftir eyðimörk úthafsins er unun að
sjá þennan aldingarð. Augun svelgja í sig
grænkuna í litrænum næringarskorti líktog
maður með skyrbjúg rífur I sig sítrónu.
Ef heimurinn er ostra hlýtur þetta að vera
perlan."
Og ferðin heldur áfram eftir dvöl á Krvdd-
eyjunni vestur um Karíbahaf meðfram norð-
urströnd Suður-Ameríku og endar á karnivali í
Panama. þar sem „sambatakturinn sameinar“:
hann rennur sem blóð um æðar samstillts
mannfjölda. „Til þess er karníval — til að eiga
heiminn öll saman.“ Þau eru lokaorðin.
Það er óhætt að mæla með þessari bók, því
vel er til hennar vandað og engum þarf að
leiðast, sem hana les. g q
Heima er bezt 303