Heima er bezt - 01.02.1993, Blaðsíða 8
Herdís 27 ára gömul.
uppi stóru fjölskylduheimili sem var sannkallaður
hornsteinn i lífi okkar allra.
AÐ ÞEKKJA UPPRUNA SINN
Þó ég telji mig ekki vera ættfróða, né heldur
hafa mikinn áhuga á ættfræði, tel ég hverjum
manni hollt að þekkja ævi nánustu ættingja sinna.
Hver veit nema slík vitneskja gefi manni einhvern
skilning á sjálfum sér, á arfteknum kostum og göll-
um og hvað betur mætti fara. Mér dettur oft í hug
það sem Þorvaldur sonur minn, þá 14 ára, sagði eitt
sinn þegar hjá okkur voru gestir sem höfðu mikinn
áhuga á því hvaða þekkt fólk væri skylt hinum og
þessum og af hvaða ætt: „Ég skil ekkert í fólki að
vera að grobba sig af því að vera komið af hinum
og þessum mikilmennunum, það er miklu betra að
vera komin af hálfvitum, það sýnir þó að um ein-
hverja framþróun sé að ræða.“ Bragð er að þá
bamið finnur.
BÆRINN í HRA UNINU
Að flestra dómi hefur Hafnarfjörður eitt fegursta
bæjarstæði á landinu. Byggðin liggur í skeifu
umhverfis fjörðinn og snýr á móti vestri. I kringum
hæðir, hamrar og velgróin hraun sem skýla fyrir
vindum og þá sérstaklega norðanáttinni. Að koma
til Reykjavíkur frá Hafnarfirði í norðanátt er eins
og að koma til annars heims, svo mikil eru við-
brigðin. Grjótholtin og berir melar í kringum
höfuðborgina fundust mér kaldranaleg hér áður
fyrr, á meðan ég átti heima í Hafnarfirði. Það hefur
eflaust haft áhrif á tilfinningu mína fyrir gróðri að
þegar ég var bam, eða til 7 ára aldurs, bjuggum við
í húsi sem stóð fast við Hellisgerði, skrúðgarð
bæjarins. Hellisgerði var þá þegar um 1930 orðið
vel gróinn og fallegur garður og þangað áttum við
krakkarnir oft erindi, til dæmis til að sækja rifsber
handa vængbrotnum fugli sem við fóstruðum eða
klifra í fallegu klettunum þar innan um alls konar
skrautblóm. Oft geng ég um garðinn að sumarlagi,
ef ég á erindi í Fjörðinn, og rifja upp gamlar minn-
ingar um dýrlega sólskinsdaga þar eða atvik mér
minnisstæð. Mér er til dæmis minnisstæður jarð-
skjálftinn mikli árið 1929 en er hann kom var ég á
leið inn í Hellisgerði þar sem mamma og systkini
mín sátu í sólinni. Ég greip í girðinguna og hélt
mér þar grátandi af hræðslu þar til fólkið kom þjó-
tandi og hver hraðaði sér heim til sín til að athuga
hvemig þar væri umhorfs.
ÍÁLFABYGGÐ
Pabbi keypti síðar hús við Brekkugötu 10 og
þangað fluttum við. Brekkugata er gatan sem ligg-
ur frá brúnni yfir bæjarlækinn og upp á hamarinn.
Þar var útsýni yfir bæinn og höfnina. Við hliðina er
hamarinn með sína kletta og blómabrekkur og þýft
Hamarskotstúnið efst. Þetta var hið ákjósanlegasta
leiksvæði sem hugsast gat. Oft vorkenndi ég
mínum bömum að hafa ekkert annað en götuna og
lóðina í kringum húsið til að leika sér á. Þess vegna
var alltaf reynt að fá pláss fyrir þau í sveit á sumr-
in, jafnvel eftir að við eignuðumst sumarbústað,
því stálpaðir krakkar tolla ekki í sumarbústað, þau
þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni.
44 Heima er bezt