Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1993, Side 9

Heima er bezt - 01.02.1993, Side 9
Brúðkaup Herdísar og Gunnlaugs. SUNDKENNSLA í SJÓ Á Óseyri var á sumrin sundkennsla í sjónum og var það mikið ævintýri þó sjórinn væri ekki nema 8 til 10 gráðu heitur. Oft var mikið skolfið í óupphit- uðum skúr sem okkur var ætlaður til að klæðast úr og í. Á kvöldin var farið í leiki þegar veðrið var gott. Þá söfnuðust saman krakkar úr hverfinu og lékum við okkur þar til kallað var á okkur inn til að hátta um kl. 10. Oftast vorum við í feluleikjum, fallin spýtan, köttur og mús, kapphlaupi, sippuleik sem hét snúsnú, boltaleikjum svo eitthvað sé nefnt. Mjög góðar skíðabrekkur voru í Setbergslandi rétt ofan við bæinn og á læknum renndum við okkur á skautum. Að eyða æsku og unglingsárunum við slíkar aðstæður eru að mínu mati mikil forréttindi. MYRKUR SKUGGIDAUÐANS Einn stór skuggi grúfir yfir æskuminningum mínum. Þegar ég var tæplega 9 ára veikist faðir Á páskum 1955, með börn sín Hrafn, Þorvald, Snœdísi og Tinnu. minn skyndilega. Hann fékk botnlangakast, botnlanginn sprakk og hann dó úr lífhimnubólgu eftir misheppnaða skurðaðgerð. Faðir minn varð okkur öllum mikill harmdauði, þarna var þessi glæsilegi maður, 37 ára gamall, hrifinn vægðarlaust á brott frá fjölskyldu og vinum, eigin framtíð og framtíð okkar allra. Pabbi hafði svo ótrúlega margt til brunns að bera, tók mikinn þátt í félagsmálum, hafði fallega söngrödd og söng í Karlakórnum Þröstum. Tónlistarhæfileikar hans voru miklir og hann spilaði á öll hljóðfæri sem þá þekktust. Allir bæjarbúar voru harmi slegnir við lát hans og okkur fjölskyldunni varð hann óbætanlegur missir. Mamma stóð nú eftir með okkur þrjár systumar og barnshafandi að bróður mínum sem fæddist ekki fyrr en 4 mánuðum eftir lát pabba. Ekkjur í þá daga áttu ekki margra kosta völ, hvorki var um að ræða tryggingar eða opinberan stuðning. Að vísu áttum við góða að og ber þar fyrst að nefna fjölskyldu mömmu. Þau bjuggu í stóru húsi í Reykjavík og þar eyddum við mörgum helgum og öllum hátíðum í góðu yfirlæti. Það sem þó bjargaði okkur fyrst og fremst var, að mömmu tókst að fá góðan verslunar- stjóra og halda búðinni með því þó að vinna tvö- faldan vinnutíma sjálf, sjá um heimilið og afgreiða í búðinni hálfan daginn. Heima er bezt 45

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.