Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1993, Page 10

Heima er bezt - 01.02.1993, Page 10
Á Patreksfirði um 1943. Myndin er tekin þegar fyrsti forseti íslands, Sveinn Björnsson, var áferð um landið. A Patreksfirði var haldin veisla honum til heiðurs og er myndin tekin við það tækifæri. KREPPUÁRIN Á kreppuárunum var oft lítið um peninga hjá fólki ekki síst ef síldin brást á sumrin og því erfitt um verslunar- rekstur. Þetta breyttist ÁHYGGJULEYSIÆSKUNAR LOKIÐ Við lát föður míns urðu miklar breytingar á lífum okkar allra. Áhyggjulaust frelsi æskunnar varð nú takmarkað. Það kom vitaskuld í hlut okkar systranna að gæta litla bróður og hjálpa til á heim- ilinu. Á þessum árum voru þó vinnukonur, sem kallað var, enda heimilisstörfin mikil og erfið. Gólfin voru þvegin og bónuð á hverjum degi, stím- ur fram á stigatröppum og húnar fægðir. Meira að segja útitröppur þvegnar enda möl á götum svo ýmist var ryk í þurrki eða for í bleytu. Síðan þurfti að brjóta kol og sækja í kolafötur niður í kjallara, auk þess að halda lifandi í miðstöðinni. Þvottar voru þvegnir niðri í kjallara. Vatn var hitað í kynt- um suðupotti, tauið nuddað á þvottabretti og skolað úr ísköldu vatni. Eina hjálpin var handsnúin þvotta- vinda. Síðan þurfti að þurrka allan þvott úti á snúrum vetur og sumar. Oft man ég eftir rauðum og frostbitnum höndum mömmu þegar hún kom inn með frosinn þvottinn af snúrunum. Allt þetta kannast flestir við sem komnir eru yfir miðjan aldur. HEIMILISVERKIN ÓSKEMMTILEG Ekki get ég sagt með góðri samvisku að mér hafi þótt heimilisverkin skemmtileg á þessum aldri. Yngri systir mín Þóra var miklu „húslegri” í sér eins og mamma sagði og var henni spáð að hún yrði sjálfsagt prestsmaddama eða eitthvað þvílíkt, en ekki fékk ég neina slíka spádóma um hæfileika mína. Stúlkan (vinnukonan) sem hjá okkur var á þessum árum var kölluð Dúna. Hún var vel greind og bókhneigð. Dúna vann hálfan daginn í búðinni á móti mömmu og hálfan daginn heima. Hún svaf hjá okkur og á þessum árum var vinnutíminn oft fram eftir öllu kvöldi, því þá var tekið til við stoppa í sokka og gera við föt. Sátu þær mamma og Dúna við iðju sína fyrir framan herbergi okkar systranna og höfðu þær þann háttinn á að Dúna las úr ný- útkomnum bókum úr búðinni eða úr eldri skáld- sögum á meðan mamma vann. Þá var svo sann- arlega ekki verið að flýta sér að fara að sofa held- ur var hlustað af kostgæfni. Ennþá man ég hvað þetta var notalegt og spennandi um leið. Á þessum árum voru til dæmis að koma út allar helstu skáld- sögur Kristmanns Guðmundssonar, Guð- mundar Hagalín, Gunnars Gunnarssonar og fleiri merkra rithöf- unda. Seinna eyddi ég mörgum góðum stund- um í kompunni í búðin- ni við lestur á bókum sem ég fékk að kíkja í á staðnum því þá tíðkaðist ekki að pakka bókum í plast eins og nú er gert. 46 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.