Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1993, Síða 11

Heima er bezt - 01.02.1993, Síða 11
Skólasystur í blómaskálanum hjá Sigurlaugu Arnórsdóttur í Hafnarfirði. allt þegar herinn kom 1940. Þá skapaðist nægileg atvinna og kaupgetan óx, auk þess sem hermenn- imir versluðu töluvert, keyptu sér myndavélar, film- ur, penna, bréfsefni, kort og fleira. Um þetta leyti lauk ég námi mínu í Flensborgarskóla og langaði í Verslunarskólann. Það þótti allt of mikið fyrirtæki að sækja skóla til Reykjavíkur og ekki treysti amma Halldóra sér til þess að bæta á sitt stóra heim- ili. Það varð því úr að ég fór á ljósmyndastofu Önnu Jónsdóttur, vann þar og lærði meðal annars myndatökur og það sem kallað var redúseringu. Tvemur árum síðar stofnaði móðir mín ásamt verslunarstjóranum í bókabúðinni vefnaðarvöru- verslun og var mér falið að sjá um hana. Það var erfitt hlutskipti því á stríðsárunum var mikill vöruskortur. Það var bókstaflega slegist um það litla sem var innflutt og verslanir fengu úthlutað skömmtunarseðlum á vörur sínar. Eins og viðbúið var fengu stóru, gömlu og rótgrónu verslanirnar stærsta skammtinn. Margar ferðir fór ég bónleið til heildsala til að hafa eitthvað að selja. Þetta voru ótrúlegir tímar, eftir allan stríðsgróðann var allur gjaldeyrir horfinn á fáeinum árum, alls staðar vöruskortur og margir muna eftir biðröðunum sem mynduðust þar sem eitthvað var að fá. LEIKLIS TARÁHU GINN KVIKNAR Á meðan ég vann í búðinni fékk ég tækifæri til að fara á leiklistarskóla Lárusar Pálssonar sem var seinni hluta dags tvo daga í viku. Mamma hjálpaði mér að losna úr búðinni. Áður var ég búin að vera í Með saumaklúbbnum í sumarbústað. Taliðfrá vinstri: Rut, Margrét, Herdís, Asta B., Asta M., Þorbjörg og Steinunn. Sólskinsdagur í sumarbústaðnum við Helluvatn. tímum í framsagnarlist hjá Haraldi Björnssyni. Leiklistaráhugi minn kviknaði er ég 17 ára fékk tækifæri til að vera með í óperettunni Frk. Nitouche sem Tónlistafélagið og Leikfélag Reykjavíkur settu upp í Iðnó. Mér þótti þetta svo skemmtilegt að ég ákvað að læra eins mikið í leik- list og kostur var. Það gerði ég, fyrst hjá Haraldi og Lárusi eins og fyrr segir, og síðar sigldi ég utan til náms í Royal Academy of Dramatic Art, einum virtasta leiklistarskóla í heimi. HJÓNABAND Sumarið áður en ég fór utan giftist ég Gunnlaugi Þórðarsyni sem þá var að ljúka lögfræðinámi. Gunnlaugur ætlaði í framhaldsnám í Englandi en bauðst starf forsetaritara og því starfi var ekki hægt að hafna. Því fór svo að dvöl mín í Bretlandi varð ekki eins löng og ætlað var. Þegar heim kom bauðst Heimaerbezt 47

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.