Heima er bezt - 01.02.1993, Page 14
síðan að losa af bílnum og bera inn í húsin og upp
á svið oft við erfiðar aðstæður. Því næst var gengið
frá sviðinu, og ljósin stillt, og búningunum komið
fyrir í köldum kompum. Þá var farið í mat ef tími
vannst til og strax eftir sýningu þurfti að bera allt
út aftur og pakka á bílinn og ganga frá og því næst
var lagt af stað í bítið næsta morgun. Þegar komið
var á Homafjörð eftir um það bil 3ja vikna ferðalag
urðum við að keyra alla leiðina til baka því
hringvegurinn var ekki kominn. En gleðin yfir því
að geta skemmt fólki og auðvitað fengið smákaup
um leið ef vel gekk, gerði það þess virði að leggja
þetta á sig.
ÓHAPP Á LEIKFERÐ
Einu sinni vorum við að á leið til Grundarfjarðar
og rétt áður en komið var í þorpið var blindhæð á
veginum. Bílstjórinn sem var ungur maður var lík-
lega feginn að komast á áfangastað og keyrði því
nokkuð greitt. Efst á hæðinni var djúpt hvarf í veg-
inum og bíllinn lenti illa í því, framhjólin snerust á
ská og bíllinn tók á rás út af og niður brekku en
hafnaði á hliðinni í læk fyrir neðan. Við urðum að
klifra upp úr bíllnum til að komast út því hurðin
sneri upp og mesta mildi að ekki kviknaði í því
vélin gekk af fullum krafti. Við meiddumst lítið
sem ekkert en bílstjórinn fékk sjokk og grét.
Fljótlega kom bíll aðvífandi og keyrðu okkur í þor-
pið þar sem gerðar voru ráðstafanir til að fá annan
bíl sendan fyrir næsta dag og enn annan til að
sækja dótið okkar. Síðan var hafist handa um að
undirbúa sýninguna um kvöldið því að búið var að
auglýsa hana í útvarpinu og því ekki aftur snúið.
Þennan sama dag kom svolítið skemmtilegt atvik
fyrir. Á meðan við vorum að undirbúa sýninguna
komu 3 telpur í heimsókn. Þær höfðu meðferðis
fullan dúnk af smákökum sem þær sögðu vera
sendingu frá móður einnar þeirra. Við vorum næst-
um hrærð yfir þessari hugulsemi og héldum að
þetta væri gert af samúð vegna slyssins sem farið
var að fréttast um þorpið. Eg sagði að við yrðum
að stansa næsta morgun hjá þessari góðu konu og
þakka fyrir okkur og það gerðum við. Þá kom í ljós
að kökumar áttu að fara til útlendra sjálfboðaliða
sem voru að hjálpa til við kirkjubyggingu á
staðnum, en krökkunum hafði þótt skemmtilegra
að koma til okkar og því fór sem fór. Á leikfer-
ðunum hittum við oft margt ógleymanlegt fólk,
gestrisið og skemmtileg. Slíkt er ómetanleg í min-
ningunni.
SJARMINN ALLT ANNAR EN VAR
Eg hef farið nokkrar leikferðir með
Þjóðleikhúsinu nú hin seinni ár og þeim ferðum er
ekki hægt að líkja við þær fyrri. Sviðsmenn og
ljósamenn sjá um sviðið og gist er á hótelum, ný
og fullkomin samkomuhús hafa risið á flestum
stöðum á landinu. Alls staðar er lúxus og flest dýrt
eftir því. Eg hefði þó ekki viljað skipta á því sem
nú er og ævintýralegum ferðum okkar enda
ómetanleg reynsla ungum leikurum.
BÖRNIN HIN SANNA AUÐLEGÐ
Ekkert í lífinu jafnast á við bamalán og fyrir það
er ég þakklátust af öllu. Engin gleði jafnast á við
þá að eiga heilbrigð böm og geta fylgst með þroska
þeirra. Ég sagði alltaf í gamla daga að ég ætlaði
mér að eignast 4 börn, 2 af hvoru kyni, og það
gekk eftir. Hrafn er elstur, fæddur 1948. Hann er nú
stafandi kvikmyndagerðarmaður eins og flestir vita
því hann hefur verið mikið í fjölmiðlum og ekki
alltaf lognmolla í kringum hann. Næstur er Þor-
valdur, ég er oft spurð: Áttu annan son... Þorvaldur
er algjör andstæða Hrafns, hann fer sína leið í
rólegheitum. Þorvaldur er stærðfræðingur og vann
hjá Reiknistofu Háskólans en hefur starfað undan-
farin ár við hvalarannsóknir og talningar með
Jóhanni Sigurjónssyni líffræðingi. Þriðja bam mitt
er Snædís, hún er lögfræðingur og vinnur á sýs-
luskrifstofunni á Húsavík þar sem hún býr ásamt
manni sínum, Sigurjóni Benediktssyni, sem er
tannlæknir þar og 3 börnum þeirra. Elsta dóttir
þeirra er orðin 19 ára, hún er í menntaskólanum í
Reykjavík og býr hjá mér á vetuma. Yngsta bam
okkar er Tinna, hana þekkja flestir af kvikmyndum,
sjónvarpi og úr leikhúsinu. Hún er gift Agli Ólafs-
syni söngvara, leikara og tónlistarmanni sem allir
þekkja líka úr fjölmiðlum. Þau eiga 3 böm, Óla 15
ára, Gunnlaug 13 ára og Ellen Erlu 4 ára. Hrafn er
50 Heima er bezt