Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1993, Page 15

Heima er bezt - 01.02.1993, Page 15
Við söfnunarbauk fyrir trjárækt, semfélagið Lífog land setti upp. giftur Eddu Kristjánsdóttur , sem vinnur hjá Sjónvarpinu og þau eiga 4 böm. Kristján er elstur 22 ára, þá Tinna 17 ára, Sól 11 ára, og Örk 6 mánaða. Kona Þorvaldar er Anna Jónsdóttir, hún er fulltrúi í borgarráði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þau eiga 4 böm, Herdísi 18 ára, Gunnlaugu 16 ára , Jón 15 ára og Hannes Þórð 11 ára. Böm Snædísar og Sigurjóns eru Sylgja Dögg 19 ára, Harpa Fönn 11 ára og Benedikt 9 ára. Samtals eru bamabörnin 14 og mér finnst við vera einstaklega rík. ÁHUGIÁ UMHVERFIS VERND Ég er líklega fædd með græna putta, eins og það er kallað. Alveg frá bamæsku hef ég verið að búa mér til blómagarða og rækta tré hvar sem ég hef búið. Sumarbústaðalandið okkar við Elliðavatn var hektari lands með smámóum, melum og moldar- flögum, ekki svo mikið sem ein hrísla fannst. Þama byrjuðum við að gróðursetja fyrir 30 árum og nú er þama skógur við vatnið og svo skýlt að í norðan- næðingum er eins og annar heimur sé fyrir utan. Þar höfum við átt marga sæludaga. Landið er alltaf opið og öllum frjálst að skoða. LÍF OG LAND Formennskan í Félagi áhugamanna um umhver- fismál, Líf og land hefur tekið mikinn tíma og mikla vinnu. Meðal annars höfum við gefið út kort, en fólk keypti þau og sendi alþingismönnum í þúsunda tali. Á kortin var prentuð áskorun til þeir- ra um aðgerðir sem dygðu gegn gróðureyðingunni. Ég hef skrifað margar greinar og viðtöl í blöð og tímarit um málið og kynnt það í ýmsum félögum, meðal annars Lions- og Kiwanis-klúbbum. Við áttum hugmynd að tillögu um friðun landnáms Ingólfs Amarsonar fyrir lausagöngu búfjár og hún kom til fyrstu umræðu fyrir jól. Hugmyndin er að á þessu þéttbýlissvæði þar sem 2/3 hlutar lands- manna búa en er þó ekki nema 1/20 hluti af land- inu, væri hægt að græða upp eða láta sjálfgróa með friðun. Við það fengist útivistar-svæði til yndis öllum landsmönnum og til fyrir-myndar um hvemig landið gæti litið út. Líf og land er líka að gróðursetja tré og runna við Krýsuvíkur-skóla þar sem unglingar eru í endurhæfingu vegna eiturlyf- janeyslu. UMHVERFISVERND SEM LÍFSSTEFNA Umhverfisvernd snertir veruleika okkar á meðan við búum hér á jörðinni í stuttan tíma, því að við höfum landið að láni á meðan. Okkar mannlega reisn krefst þess að við skilum því til barnanna okkar í betra en ekki verra ástandi en þegar við tókum við því og stuðlum þannig að betri framtíð þeim til handa í fallegu og þroskavænlegu umhverfi. Þá höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg. RÆKTUNARBÚSKAPUR NAUÐSYNLEGUR Við þurfum að taka upp ræktunarbúskap, eins og svo margar aðrar þjóðir í heiminum. Þær hafa sinn búsmala í girðingum þar sem hver tekur ábyrgð á að hann valdi ekki skaða á gróðri eða skapi hættu á þjóðvegum. Nú munu einhverjir segja að það sé ekki allt að kenna búsmala hvemig Heimaerbezt 51

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.