Heima er bezt - 01.02.1993, Blaðsíða 16
komið er, heldur líka eldgosum og ótíð. Eldgos og
ótíð hafa verið á öldum áður, áður en landið var
numið en gróðurinn náði alltaf jafnvægi aftur eins
og sést á því að landið var algróið við komu land-
námsmanna og víða voru stórir skógar. Veður og
vindar ná ekki að skemma þar sem landið er vel-
gróið. Það er þegar beit og oft ofbeit veikir
gróðurinn, sem sárin myndast og uppblástur hefst.
Fyrst hverfa plöntur, og síðan fýkur moldin burt og
eftir verður grjóturð sem þekur þetta land að
stórum hluta. Dimmuborgir eru að hverfa í sand,
stöðugt fýkur í Odáðahraun og Mývatnssveitin
ásamt mörgu öðru gróðurlendi er í hættu vegna
sandfoks. Það hljóta allir góðir menn að sjá að við
verðum að hætta lausabeit búfjár, sem sagt byrja á
byrjuninni, og taka síðan höndum saman í bróðerni
og breyta þessu landi aftur í landkostaland. Það
sem ég segi hérna hef ég eftir okkar vitrustu og
bestu ættjarðarvinum. Ég gæti vitnað í fyrsta sand-
græðslustjórann okkar, Gunnlaug Kristmundsson,
sem sveið í hjartað að sjá eyðilegginguna, Ingva
Þorsteinsson, Sigurð Þórarinsson jarðfræðing,
Svein Runólfsson og föður hans Runólf Sveinsson
sem sagði í útvarpserindi 1947: „Sauðfjárrækt
okkar þyrfti að breytast og vera rekin sem ræktun-
arbúskapur en ekki sem rányrkja og hálfgerður
hirðingjabúskapur og sauðfé þyrfti að hafa í girðin-
gu og að mestu leyti á ræktuðu Iandi.” 50 ár, hálf
öld, er liðin síðan þessi orð voru sögð af þáverandi
landgræðslustjóra en fáir hlustuðu og ekkert verið
aðgert, heldur fé fjölgað svo að á árunum fyrir
1980 var fénaður á beit nærri 2 milljónir og þá var
á flestum stöðum ofbeit og ekki að spyrja að
afleiðingunum. Ég veit að allt gott fólk í landinu
vill vinna með landgræðslufólki að því að gera
þetta land fagurt og frítt eins og það var, allt sem
þarf er viljinn.
SKULDADAGAR
Spumingin er hvaða framtíð bíður ungs fólks á
þessari jörð á næstu öld. Tekst okkur að bjarga
okkur út úr þeim skelfilegu ógöngum sem við
höfum ganað út í af skammsýni og græðgi eða mun
jörðin hrista okkur af sér eins og hverja aðra óværu
sem búin er að særa hana næstum því til ólífis? Við
hér á íslandi höldum að við séum til fyrirmyndar,
öðrum til eftirbreytni. Þvílík blindni. Staðreyndin
er sú að við höfum farið svo illa með landið okkar
að fræðimenn segja að það þurfi að fara alla leið til
Norður-Afríku til samjafnaðar. Við vitum öll að
lífið var erfitt á öldum áður og að skóga þurfti að
höggva og rífa í eldivið og næstum allir urðu að
lifa af gróðri landsins alveg upp til efstu heiða og
afdala því landið var svo þéttsetið á meðan hér var
einungis bændasamfélag. Það hlaut eitthvað undan
að láta með svo viðkvæmt gróðurlendi, enda ekki
nema 1/3 eftir af gróðuþekju landsins. Er ekki
komin tími til að stöðva eyðilegginguna þó það
kosti átak, enginn býr á örfoka landi.
Landgræðslan rembist við að sá og bera á fyrir
milljarða, en hefur hvergi undan, sárin stækka
stöðugt. Frá því að ég fór að kynna mér þessi mál,
hef ég satt að segja orðið skelfingu lostin yfir
ástandinu. Á hverju ári sem líður missum við
þúsundir hektara af gróðri og gróðurmold. Getur
það verið að við viljum ekki öll sem búum í þessu
landi snúa bökum saman og taka á vandanum, en
ekki fljóta sofandi að feigðarósi.
ANDLEG MÁLEFNI
Annað áhugamál sem hefur alltaf blundað með
mér er að reyna að kanna okkar andlega veruleika.
Til hvers erum við hér, hvaðan komum við og
hvert við förum. Eftir því sem ég hef hugsað meira
um þessi mál og lesið mér til finnst mér kenningar
dulspekinnar þær sennilegustu og eina svarið við
óréttlætinu sem viðgengst í heiminum. Við komum
frá Guði og erum á leiðinni til hans aftur, en það er
löng leið og mörgum erfið því við erum alltaf að
gera mistök. Flest stafa þau af eigingimi því við
höfum ekki ennþá skilið að við erum öll eitt og
örlög hvers okkar snerta alla heildina, af því að við
erum öll börn sama föðurins. Þessa lexíu þurfum
við að læra í ótal jarðvistum, eins og skóla-
bekkjum, og losnum ekki út úr hringrásinni fyrr en
við erum búin að ljúka lokaprófinu. Allt er þetta
undir okkur sjálfum komið, við sköpum þau skil-
yrði sem við búum við hverju sinni, eftir því hvað
við eigum að læra í lífinu og hvaða reynslu við
komum með frá fyrri æviskeiðum. Okkur til aðs-
52 Heimaerbezt