Heima er bezt - 01.02.1993, Side 18
ANDRÉS ÁRNI PÁLSSON:
SÖNG MIGINN í
SUMARDAGINN
Jón Gísli Högnason skráði
III. hluti
í 777 erlingardalur er umlukinn fjöllum
^^f/nallt að 300 metrum að hæð, nema til
^7 C-X suðvesturs þar sem Kerlingardalsá
rennur vestan Keldukamba eftir aurum til sjávar,
milli Höfðabrekkuháls og Fagradalsfjalls,
Fagradalsheiðar og vestan hennar er Víkurheiðin.
Brynjusteinn hér utan Kerlingardalsár gegnir
því hlutverki að vera landamerki milli Fagradals og
Kerlingardals en um leið eins konar hommark milli
Höfðabrekku og Kerlingardals. Það miðast við
vörðuna en ekki aurinn. Landamerki hinna
síðamefndu jarða fylgja hábrún sunnan við dalinn.
Og ömefni Kerlingardals innan þeirra marka, dal-
brúna, eru þessi sunnan dalsins: Aurnaból,
Sverslugil, Skjappir, brekkumar sunn-an við túnið.
Langhilla, Langagil, Stekkjartún, Sveinsgróf,
Presthóll, Presthólsgil, Tíðagil, Klettabrekka, Klyf,
Klyfgata, Skjappagil, hér sunnan við túnið. Austan
dalsins: Smærnatungur, upp af brúninni eru
Tjaldabúðir. Þá Gilið, Melkinn og aurgata, þar sem
vegurinn liggur inn til heiðar-innar. Dagteigshraun,
Alviðrugil, Dagteigur er beint upp af bænum.
Skollasker þar sem brúnin er hæst, Austur-Alviðra
og Vestur-Alviðra, Einars-haugur, Hólar, Hólalág.
Er þá hringferð lokið umhverfis dalinn. Syðst í
túni: Suðumes, Syðstutraðir, Miðtraðir, Traðakjaft-
ur, gömul heimreið, er sagnir fylgja. Norðurnes,
Stekkjartún, Hvilft, Neðrihvilft, Efrihvilft. Fyrir
ofan Stígaskarð er Fremri- og Innristígur og er þá
komið upp fyrir brúnir þeirra fjalla sem umlykja
Kerlingardal.
Milli Kerlingardalsár og Múlakvíslar liggja
heima- og afréttarlönd Kerlingardals og
Höfðabrekku. Heimalöndum skipt allt inn til
Afréttisár, sem rennur á milli heima- og afréttar-
landa, til tveggja átta, austurs og vestur, sem mun
sjaldgæft hér á landi. Vatnaskil eru nær miðju árinn-
ar.
Um þessi fjöll fór ég ungur að kjaga, því ég var
ekki nema tveggja ára þegar ég var látinn fara með
matarfærslumanni austur í Kaplagarða, en svo
heitir austan í Höfðabrekkuhálsi. Björgvin
Vigfússon sýslumaður var þá að láta gera þar upp
vagnfæra braut, áður höfðu þar verið troðnings-
götur. Þetta var fyrsta verk Björgvins á Höfða-
brekku, að láta gera þama braut frá Múlakvísl, upp
þessa Kaplagarða og heim að bæ. Við þessa vega-
gerð unnu Kerlingadalsbændur og fleiri. Þessi
vegur kom að miklum notum, eins og við flutning
á rekaviði, og var ekki verri en svo að hestvögnum
var beitt þar upp, eftir mörgum beygjum, sem enn
sér fyrir. Gömlu ferðamannagötumar voru austan
Háfells og beint strik þaðan að Hafursey. Þar var
allra leið þegar ég var ungur.
54 Heima er bezt