Heima er bezt - 01.02.1993, Page 21
Eftir hálftíma eða svo var bankað á dyr. Þá er
kominn pólskur maður og kona með honum, sem
spurði hvort það væri nokkur leið að þau fengju
að gista um nóttina. Þegar maðurinn gekk inn gól-
fið kom akkúrat sama hljóð og við höfðum heyrt
áður um kvöldið. En maðurinn var á járnuðum
klossum. Hljóðið var þó nokkuð lægra en það
sem við heyrðum á þakinu, en þá hefur maðurinn
verið staddur upp á Heiði. Hann hefur viljað
halda okkur vakandi og þessu getur enginn neitað.
Ég tel að stundum hafi ég orðið var við
hugsanaflutning. Eitt sinn ætlaði ég að fara inn og
tala í síma við einhvern en þá hringdi sá hinn
sami til mín þegar ég var á leiðinni að símanum.
Hann varð þá á undan mér. Ég get nefnt dæmi um
þetta. Þá ætlaði ég að tala við mann úti í
Reynishverfi, Gísla Skaftason á Lækjarbakka, en
kallaður Gísli á Læk. Ég ætlaði að tala við hann
um kindur og afréttarferðir. Þá varð Gísli fljótari í
símann og talaði við mig.
Síðast í vor, 1982, var ég hér uppi á túni,
kominn „sjálfvirkur“ sími, bærinn á sérlínu, línan
í jörð og ekkert við staurana að gera. Þá segi ég
við sonarsyni mína, Karl og Andrés og Pálma son
min:
„Ég held ég fari inn og tali við hann Sissa,“ sem
var kallaður svo, en heitir Sigþór Sigurðsson, og
hefur með símann að gera. Ég ætlaði að hringja á
hann og vita um hvort hann vildi ekki láta mig
hafa staurana, svo þeir yrðu fjarlægðir úr túninu.
Mér var alltaf illa við þessa staura, ekki síst þegar
ég var að slá með sláttuvél. En svo varð einhvem
veginn ekki af því að ég færi í símann. En hvað
gerist morguninn eftir? Heyrði að það er kominn
maður og er í hrókaræðum við Guðrúnu Amadótt-
ur, tengdadóttur mína, og var þá kominn sami
maðurinn og ég hafði ætlað að tala við daginn
áður. Hann var ekki í neinum símaerindum en í
prívatdrossíu. Nú hugsaði ég ekki svo stíft til hans
út af staurunum að mér fannst en hann gat hafa
orðið þess var. Þessu er ekki hægt að neita.
Niðurlag í næsta blaði
Marta S. Jónasdóttir:
AÐ RIFA VANGA
kki er víst að allt yngra fólk í dag
hvernig farið er að því að rífa
þorskhaussvanga. Þess vegna ætla ég
að setja hér á blað stutta lýsingu á því.Fyrst
er losað um kjaftbeinið með hníf og það rifið
af. Svo er losað um krummabeinið og það
einnig rifið af. Og vitanlega er jafnóðum
etinn kýr- og krummafiskur. Þá er næst að
rífa roðið af og skafa það og eta. Þá er að
ráðast á koddafiskinn og bógfiskinn. Síðan
að fletta af kerlingarsvuntunni og sleikja
hana og ef hún stendur upprétt spáir hún
þurrki en ef hún lyppast niður, spáir hún
vætu. Þá er bara eftir að ráðast á kinnfiskinn
og skera lygabarðið af, því ekki mátti eta
það.
Heimaerbezt 57