Heima er bezt - 01.02.1993, Síða 24
Þegar ríkir náköld nótt,
nötra björk og hlynur,
þá er gott að geta sótt
gleði til þín, vinur.
Söm er alltafSollu gerð,
sína götu brunar,
komin er áfullaferð
fyrr en nokkurn grunar.
Allir kosti Esju dá,
- enginn henni líkur, -
dýrðarfögur, draumablá
drottning Reykjavíkur.
í síðasta þætti birtum við vísur eftir Óskar
Þórðarson frá Haga, sem lesendur Heima er bezt
kannast vel við af skrifum hans í blaðið. Við eigum
fleiri vísur eftir Óskar í fórum okkar og þar á
meðal þessar:
Staka:
Bjartsýnin, sem beturfer
bendir á veg að rata.
Meðan samstillt átak er
eygist von um bata.
Vísa trésmiðsins:
Drjúg og sterk er höndin hög
hcefni að verki lagði drög.
s
A birki og lerki beitti sög
bera merkin gluggi ogfög.
Von:
Jafnan þegar erfitt er
œ er von að linni.
Hvað sem þér að höndum ber
hafðu það í minni.
Afurð vísinda:
Mjög erframtíð mannkyns svört
mœðir jafnt á konum.
Sæðisfrumum fækkar ört
fylgir deyfð hjá ,,honum.”
Látum við þetta nægja að sinni og færum þeim,
er okkur senda vísur, bestu þakkir:
Að hér senda öðlingar
yndis kveðskap snjallan,
kærir þessir kviðlingar
kæta hugann allan.
Áskorun:
Gaman væri að taka upp lið í vísnaþættinum sem
við gætum t.d. kallað „áskorun,“ þar sem einstakir
vísnahöfundar þáttarins gætu skorað á aðra þátttak-
endur hans til andsvara. Langar mig því að hefja
þann hugsanlega lið þáttarins á áskorun til okkar
ágæta Óskars Þórðarsonar í tilefni af síðustu vísu
hans í þessum þætti, þá er hann nefnir „Afurð
vísinda:“
Ertu þarna Óskar kær
ótta’ að lýsa’ í muna?
Myndi ekki yngismær
auka framleiðsluna ?
Og skora ég nú á Óskar að svara þessari
spurningu í vísuformi. Þykist ég reyndar vita að
honum muni nú tæplega verða skotaskuld úr því
verkefni.
Birtum við þá ekki fleiri vísur að sinni.
Heimilisfang okkar er:
Heima er bezt,
Pósthólf 8427,
128 Reykjavík.
60 Heima er bezt