Heima er bezt - 01.02.1993, Síða 25
Gissur Ó. Erlingsson:
HARMSAGA FRA
HERNÁM S ÁRUKI
Ui^^rtir að þýski herinn hafði flætt yfir
X^ÁDanmörku og Noreg með furðulegum
hraða eftir innrásina 9. apríl 1940 gat ekki
hjá því farið að mörgum manninum í fásinninu hér
norður í Dumbshafi þætti nærri sér höggvið og
kenndi geigs um það, að þó að landið væri Ægi girt
og yst á Ránarslóðum, þá væri því ekki nú sú vöm
/
að einangruninni og dýpt Islands ála sem löngum
hafði áður þótt. Fannst nú mörgum sem lítt mundi
stoða yfirlýsingin frá 1918 um „ævarandi hlut-
leysi,“ og hending kynni að ráða hvor stríðsaðila
yrði fyrri til að kveðja hér dyra og setjast í bú með
okkur án þess að hirða um að beiðast gistingar
fyrst.
Raunar sýndu Bretar okkur þá kurteisi að biðja
um leyfi til hersetu hér og bar það upp á sama
daginn sem Þjóðverjar gengu óboðnir inn í
Danmörku. Auðvitað var Bretum synjað greiðans
með skírskotun til fyrmefndrar hlutleysisyfirlýsing-
ar.
Engu að síður tel ég að þrátt fyrir þykkju og þun-
gan hug í garð hinna óboðnu gesta hafi mörgum
létt er í ljós kom að það voru breskar flugvélar en
ekki þýskar, sem rufu næturkyrrðina aðfaranótt
hins 10. maí 1940 og að það voru bresk herskip en
ekki þýsk sem ösluðu inn Faxaflóa þennan vor-
bjarta morgun.
Um fótaferðartíma var margt hermanna komið á
land á uppfyllingunni fyrir framan Hafnarhúsið.
Við Landsímahúsið var breskur vörður með al-
væpni, útihurð brotin og óbreyttum borgumm bægt
þar frá dyrum. Var þar í miðbænum ys og þys af
umstangi stríðskappanna er vom önnum kafnir að
koma sér fyrir, stilla upp byssum og hertaka her-
naðarlega mikilvæga staði, svo sem síma og útvarp
og aðsetursstaði „óvinveittra afla.“
Niður við höfn var allt á tjá og tundri. Við
Sprengisand lá stríðsdreki og ældi upp úr sér
ógrynnum hermanna, gráum fyrir járnum. Einnig
komu þar upp kassar sem ætla mátti að geymdu
vistir og hergögn. Yfir öllu stóðu verðir og gættu
þess að landslýðurinn hnýstist ekki í það sem leynt
átti að fara. Unglingur úr hópi innfæddra mundaði
ljósmyndavél og smellti af. Að honum vék sér, æði
snúðugt, borðalagður stríðsmaður, hrifsaði vélina
og reif úr henni filmuna. Þó að hinn áhugasami
myndasmiður hafi ef til vill ekki skilið orðin, var
merking athafnarinnar ótvíræð. Islensk fiskiskip
höfðu verið tekin traustataki og stóðu þau nú í liðs-
flutningum úr skipum á ytri höfninni sem töldust of
stór til að leggja sjálf að bryggju. A horni gamla
hafnarbakkans norpaði þyrping hnípinna manna
undir hvössu og árvökru augnaráði víga-legra dáta
með brugðnar byssur. Var hér komin áhöfn af
þýsku skipi, Bahia Blanca, ekki borubrött nú eins
og þegar hún spígsporaði með derringi um stræti
höfuðborgarinnar. í þessum hópi var einnig þýski
ræðismaðurinn, dr. W. Gerlach og starfslið hans,
svo og slangur af Þjóðverjum sem hér höfðu dvalið
og Bretar haft njósnir af.
Heima er bezt 61