Heima er bezt - 01.02.1993, Side 26
Bahia Blanca hafði dagað upp í Brasilíu árið
áður við upphaf styrjaldarinnar. Nú skyldi reynt að
laumast heim eftir krókaleiðum, í skjóli
vetrarmyrkurs eftir að á norðlægar slóðir væri
komið, norðan Islands yfir til Noregs og þaðan
innanskerja suður til Þýskalands. Tókst þá ekki
betur til en svo að skipið braut í ísnum en íslenskur
togari bjargaði skipbrotsmönnunum, um sextíu
talsins, og flutti til Reykjavíkur. Voru þeir vistaðir
á Hótel Heklu og víst víðar, og gerðust brátt
uppivöðslusamir, svo að íslensk yfirvöld töldu sig
knúin til að hafa hemil á ferðum þeirra, einkum á
kvöldin og næturnar. Um þetta leyti hafði þýski
sendiherrann orðið uppvís að því að hafa og nota
til dulmálssendinga radíotæki í bústað sínum við
Túngötu, auðvitað í leyfisleysi og banni. Síðar vit-
naðist að lögreglustjórinn í Reykjavík, sem þá var
Agnar Kofoed-Hansen, hefði verið kominn á frem-
sta hlunn með að taka hús á sendiherranum og
stöðva með valdi þetta ósvífna athæfi. Til þess kom
ekki, enda varð breski herinn fyrri til. Enginn fann
hann þó senditækin. Þau fundust ekki fyrr en að
stríði loknu og þá í rusli í kompu uppi í rjáfri, að
mig minnir.
Nú var allt þetta fólk herfangar og átti fyrir hön-
dum dauflega vist í óvinalandi. Við, forvitnir áhorf-
endur, vissum ekki hvað fyrir okkur lá, en óljós
geigur fyllti hugina. Að fótum mínum barst
kvolaður blaðsnepill. Var þar komið eitt eintak þess
dreifibréfs sem í aftureldingu hafði svifið til jarðar
og firra átti lýðinn ótímabærum ótta:
„Okkur pykir leidinlegt ad gera petta onaedi.“
Svo mikill hafði asinn verið að ekki hafði gefist
tóm til að afla ritvélar sem á mátti rita íslenskt mál
óbrenglað.
Eftir umstang og geðshræringar hemámsdagsins
komst furðufljótt jafnvægi á hugi alls þorra manna.
Herliðið dreifðist til nálægra byggðalaga og her-
mannatjöld spruttu upp um borg og bý eins og
gorkúlur á hesthúshaug. Þó leið ekki á löngu að
„nissen huts,“ hermannabraggamir frægu, kæmu í
þeirra stað. Áttu þeir eftir að standa flestum til
skammar og skapraunar áratugum saman eftir að
hermenn voru úr þeim fluttir, bæði í Reykjavík og
víðs vegar annars staðar um landið.
„Bretavinnan“ vinsæla upphófst og með henni
meiri eftirspurn eftir vinnuafli en framboðinu
svaraði, enda jukust kaupkröfur verkafólks fram úr
því sem atvinnurekendur töldu sig geta borið. Þótti
nú ríkisstjórninni svo illa horfa um hag atvinnu-
veganna vegna ótímabærrar heimtufrekju erfiðis-
lýðs, að reisa yrði við skorður og setti þak á launa-
greiðslur. Þessu svöruðu verkamenn með skæruh-
ernaðinum svonefnda og allt rann þetta út í
sandinn. Voru þessir atburðir af ýmsum taldir
marka upphaf verðbólgunnar sem blómgast hefur
og blásið sundur allt fram á þennan dag.
Upphófst nú gullöld og gleðitíð meðal lét-
túðarkvenna og æðimargra sem ekki höfðu verið
taldar fylla þann flokk. Danshús hermannanna
löðuðu og það var „draumur að vera með dáta.“
Mikil röskun varð á högum og háttum fjölda
manns, stríðsgróðahugarfar festi rætur, margt gekk
úr skorðum og yfirvöld þurftu ósjaldan að birta
auglýsingar um hitt og þetta „vegna ástands þess
sem nú ríkir,“ eins og það var orðað. Af því leiddi
að „ástand“ varð kenninafn hersetunnar og allt
annars konar ástand hvarf í skuggann. Stúlkur lentu
í „ástandinu“ og urðu „ástandsmeyjar," menn voru
í vinnu hjá „ástandinu,“ margir sem aldrei höfðu
haft til hnífs og skeiðar höfðu nú nóg fyrir sig að
leggja og sagt var að sumir þeir sem komust í
„ástandsvinnu“ hefðu í henni lært að taka kaup án
þess að vinna, gott ef ekki samtímis á fleiri stað en
einum.
Margir þeirra bresku hermanna sem til Islands
voru sendir höfðu áður gegnt herþjónustu á megin-
landi Evrópu, tekið þar þátt í bardögum og lent í hinu
sögulega, mannskæða undanhaldi bandamannaherja
fyrir sókn Þjóðverja gegnum Holland, Belgíu og
Frakkland, sem lauk með flutningi leifa breka
hersins yfir Ermarsund. Þrátt fyrir ungan aldur
flestra þessara manna voru þeir þó hertir í orrustum
og mannvígum og höfðu séð félaga sína fellda í
hrönnum allt í kringum sig. Á þessum döpru
dögum fóru Þjóðverjar eins og sinueldur suður allt
Frakkland og höfðu safnað saman á Ermar-
sundsströndum skipakosti sem flutt hefði getað
óvígan her yfir til Englands.
Það var því her í sárum og illa búinn vopnum,
62 Heima er bezt