Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1993, Qupperneq 27

Heima er bezt - 01.02.1993, Qupperneq 27
Myndfrá tímum hernámsins. vonsvikinn og niðurlægður, sem smám saman bættist hinu fyrsta landgönguliði fram eftir sumri 1940. Væri grannt skoðað mátti greina örin eftir ófarimar undir kyrrlátu yfirbragði margra setuliðs- manna. Var enda ekki ótítt að þeim væri núið um nasir hversu vesælir þeir væru og stæðu langt að baki hinum sigursælu Þjóðverjum. Búnaður hermannanna reyndist að mörgu leyti óheppilegur við íslenskt veðurfar. Sér til hlífðar í kuldum höfðu þeir þykka, víða og nærri ökklasíða frakka sem í bleytuhríð urðu svo þungir og óþjálir að erfitt varð um allar hreyfingar. Voru kapparnir næsta luralegir ásýndum í þessari múnderingu, með blikkhjálma líkasta djúpdisum á hvolfi á kollinum, ekki ólíkir klunnalegri snjókerlingu. Sumir töldu að klæðnaður þessi hefði átt drýgstan þátt í slysi því er margir breskir hermenn urðu úti við æfingar á Eskifjarðarheiði, en fáeinir þeirra komust nær dauða en lífi til mannabyggða. Hermennirnir ásældust mjög samneyti við heimafólk og varð drjúgum ágengt. Urðu margir þeirra heimagangar og heimilisvinir íslenskra fjöl- skyldna, enda voru þeir oft veitulir vel, fluttu inn á heimilin bjór og tóbak, en liðsforingar einnig sterka drykki auk ýmiss vamings, sem fólki þótti fengur að úr „kantínum“ hersins. Urðu þeir mörgum aufúsu- gestir á þessum tímum áfengisskömmtunar, alræmds bjórleysis og rándýrs einkasölutóbaks. Trúað gæti ég að á þessum árum hafi ekki verið minna reykt af „Wild Woodbine“ hermannanna en „Commander“ og „Camel“ tóbaksverslunar rík- isins. Þá var heldur ekki ónýtt, gæti maður komið sér í mjúkinn hjá einhverjum þeirra hærra settu, að njóta gestrisni hans í „offíseraklúbbi“ þar sem dýrar veigar flutu eins og vatn og kostuðu lítið meira. Urðu margir furðufljótir að nema tungutak hinna erlendu gesta þó að lítið hefði farið fyrir málakunnáttu áður. Fleyg varð sú saga er tveir menntamenn, reykvískir, spjölluðu saman um ástandið og annar spurði: „A hvers konar máli ætli þessar stelpugæsir tali við dátana?“ Hinn svaraði: „Ætli þær tali ekki við þá „rúmensku.““ Fyrstu kynni mín af herstjóm Breta eru mér minn- isstæð og allt annað en skemmtileg. Einn daginn þegar ég kom heim að loknum vinnutíma, hitti ég fyrir flokk vopnaðara hermanna sem hafði komið sér fyrir innandyra. Heimilisfólkið var þar í herkví, enginn hafði fengið að fara út né nota síma, því að Heima er bezt 63

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.