Heima er bezt - 01.02.1993, Síða 30
Rögnvaldur Erlingsson frá Víðivöllum:
Orlaganótt á öræfum
9. hluti
/
er með þeim fyrstu sem koma á skemmt-
Xp~sunina. Tveir stórir lögregluþjónar standa
við dymar. Ég þekki þá báða. Annar þeirra
var með mér í íþróttum, hann var kastari. Þeir
brosa báðir til mín þegar þeir sjá rnig og segja: „Þú
ætlar bara að reyna að velja úr konu svona snemma.
Urvalið er nú lítið ennþá.“
„Búist þið við óspektum?“ segir ég og glotti.
„Við vonum ekki. Annars er aldrei að vita hvað
getur komið fyrir. Það liggur ókunnugur bátur við
bryggjuna og mér er sagt að það fari illt orð af
bátsverjum. Svo hleypir þú kannski öllu í bál og
brand,“ segir gamli íþróttafélagi minn, „eins og í
Skjólbrekku.“ Þá kom þér það nú betur, kunningi,
að Knútur vinur þinn var viðstaddur." En lögreglu-
þjóninn hafði verið farþegi í sama bíl og ég og því
horft hlutlaust á. Hann hafði ekki komið mér til
hjálpar þótt við værum gamlir félagar.
„Mér skilst að það sé sami maður í bátnum og sá
sem þú barðist við fyrir norðan“ bætir hann við og
klappar á öxlina á mér.
„Þú hjálpar mér nú líklega ef ég lendi í vand-
ræðum. Varla lætur þú Skugga misþyrma mér,“
segi ég glaðlega og geng inn í húsið.
Það eru fáir komnir, og ég þekki engan. Þetta er
nýlegt samkomuhús, raunar byggt sem kvikmynda-
hús með upphækkuðum sætum í öðrum endanum.
Ég fæ mér borð þar sem lítið ber á mér, og kaupi
mér öl að drekka. Nú fer fólkið að koma, en enginn
er sestur niður hjá mér. Mér finnst eins og fólkið
forðist mig, en það er kannski aðeins ímyndun mín.
Ég þekki þó nokkra sem komnir eru, en enginn
virðist þó vilja ræða við mig. Ég sé að Gréta kemur
inn og með henni er tilvonandi mágkona hennar.
Gréta lítur leiftursnöggt til mín, brosir, en sest svo
við borð langt frá. Ég fagna því. Af einhverjum
óskýranlegum ástæðum vil ég síður að Gréta sitji
við borðið hjá mér. Ef Skuggi og Eva koma, veit
ég að mér mun finnast það verra að hafa Grétu hjá
mér.
Strákamir í hljómsveitinni eru að koma sér fyrir
og stilla gítarana. Það fór meiri tími í það en fyrir
mig að spenna á mig harmoníkuna á böllunum
heima þegar ég var að reyna að halda uppi fjöri í
dansi, en oft hafði það tekist furðanlega vel. En á
þeim árum höfðu menn látið sér nægja ófullkomna
músík og skemmtu sér ótrúlega vel. Kannski jafn-
vel betur en nú.
Ég hrekk svolítið við þegar ég sé Skugga birtast
í dyrunum. Mér sýnist hann vera hærri og þreknari
66 Heima er bezt