Heima er bezt - 01.02.1993, Blaðsíða 31
en þegar ég sá hann síðast, en kannski var það bara
af því að ég var drukkinn þegar ég sá hann og
hefur þá kannski missýnst, en nú er ég allsgáður og
hræddur.
Eva kemur inn nokkru síðar, og með henni eru
tveir bátsfélagar. Hún lítur leiftursnöggt til mín, en
lætur sem hún þekki mig ekki, ég sé þó að það er
kvíðasvipur í andliti hennar.
Músíkin hefst og þau setjast öll fjögur saman
við borð langt frá mér. Eva velur sætin. Hún óskar
auðsjáanlega eftir því að vera sem lengst í burtu frá
mér. Kannski er það okkur báðum fyrir bestu að
láta sem við þekkjumst ekkert. En mér finnst það
ekki auðvelt. Ég get ekki annað en horft á Evu, hve
mikið sem ég reyni að gera það ekki. Ég þykist vita
að Skuggi hljóti að taka eftir því, en það varð að
hafa það. Ég er hér frjáls maður.
Dansinn hefst. Ég sit þarna einn eins og illa
gerður hlutur og hreyfi mig ekki. Ég dansa ekki.
Ekki einu sinni þó að tvær snotrar stúlkur biðji mig
um dans. Þær eru að vísu ofurlítið undir áhrifum
áfengis, en einhvern tímann hefði ég ekki slegið
hendinni á móti góðum félagsskap fagurra stúlkna.
En ég er það utangátta að ég er hættur að skilja
sjálfan mig.
Tíminn líður, og ég sit þarna hljóður rétt eins og
jarðfastur steinn, með hendur í skauti og hreyfi mig
ekki. Ég stari bara og stari fram á gólfið þar sem
þau dansa, Skuggi og Eva. Dansgólfið er þétt-
skipað af fólki. Það er fjör í dansinum og Skuggi
og Eva dansa alltaf saman. í hvert sinn sem hann
þrýstir henni að sér og reynir að nálgast hana, lít ég
undan. Ég kreisti þess í stað borðplötuna. Þetta er
að verða mér óbærileg kvöl að vera hér. Ég verð að
hreyfa mig eitthvað. Ég sé að Skuggi er orðinn
drukkinn og hann er farinn að gerast áleitinn við
Evu, og jafnan lítur hann um leið til mín og glottir
lymskulega. Hann þekkir mig auðsjáanlega, en
hann getur ekki vitað um okkur Evu, eða hefur hún
kannski sagt honum frá því. Er það ef til vill sjálfs-
blekking. Hún virðist vera hér hrædd og nauðug.
Sér það kannski enginn nema ég. Hvers vegna sit
ég hérna einn og yfirgefinn? Hér er alls staðar
dansfélaga að fá. Rétt hjá mér sat Gréta og dansaði
lítið eins og ég, en fylgdist af þeim mun meiri
áhuga með dansfólkinu á gólfinu. Nei, ég verð
annaðhvort að hverfa burt eða varpa mér í sollinn
og reyna að njóta líðandi stundar, svo að ég geng
til Grétu og býð henni upp í dans. Hún rís hægt á
fætur og hvíslar í eyra mér: „Heldurðu að það sé
rétt að við dönsum saman?“
„Viltu ekki dansa við mig?“ spyr ég.
„Kjáni, þú þarft varla að spyrja þess, en er það
rétt af okkur að dansa saman?“
„Einn dans ætti engu að breyta.“
„Nei, ef til vill ekki,“ segir Gréta og kemur í
faðm minn. „Ég er búin að sjá fjallafáluna þína hér
í kvöld. Aumingja þú. Ég er viss um að hún er ekki
ánægð hér. Hún er hrædd. I hvert sinn sem Skuggi
reynir að þrýsta henni að sér, bregður fyrir ótta í
tilliti hennar og svip. Svo mikið þekki ég það,
Adam,“ segir Gréta.
„Hvað á ég að gera, Gréta?“
/
„Þú hvorki mátt né getur gert neitt. Eg held að
hún óttist þig meira en Skugga.“
„Er ég þá svona mikill...?“
„Rólegur vinur, ég er þess fullviss að hún er
hrædd.“
„Gréta,“ hvísla ég að henni. „Eva veit hvar ég
var í nótt.“
Gréta hrekkur við og spyr óðamála: „Hvernig
veistu það?“
„Vertu róleg, vinan. Eva segir engum frá því.
Hún er engin kjaftaskjóða. Hún kom til mín í dag
og bað mig um að koma ekki hér í kvöld.“ Gréta
dansar hljóð langa stund og stundum finn ég fyrir
þrá hennar. Loks spyr hún lágt: „Hvers vegna
gerðir þú ekki eins og hún bað þig um?“
„Ég gat það ekki. En hún bað mig um annað.
Hún bað mig um að vera ódrukkinn ef ég kæmi hér
í kvöld.“
„Hún hefur ekki búist við að það þýddi að fara
fram á að þú kæmir ekki hér í kvöld. Er það þess
vegna sem þú ert ódrukkinn.“
„Já, og ég er ákveðinn í að vera þannig í nótt.
Hennar vegna.“
„Ef til vill er það þinn sigur, hver veit,“ segir
Gréta. „En mér finnst loftið hér lævi blandið. Ég
óttast að allt geti gerst. Mér hefur sýnst ég lesa úr
svip Skugga þegar hann lítur til þín hatur og grimmd.
Heimaerbezt 67