Heima er bezt - 01.01.1997, Síða 8
Agætu lesendur.
Um allnokkurt skeið í íslandssögunni, iðkuðu menn það að
„höggva mann og annan.“ Fjölbreytilegustu atvik gátu orðið
til þess að menn fóru með ófriði á hendur hverjum öðrum og
oft voru þetta meira en bara einhverjar saklausar skærur, svo
sem kunnugt er, menn börðust upp á líf og dauða.
Langt er nú orðið um liðið síðan íslendingar, eða íslenskir
héraðshöfðingjar, aflögðu þann sið að drepa hvem annan,
höggva eða brenna, þætti þeim á heiður sinn eða yfírráð
gengið.
Lengi fram eftir öldum töldu ráðamenn þó réttlætinu einna
helst framfylgt með því að taka sökudólgana af lífi, oft fyrir
sakir, sem léttvægar myndu teljast í
dag.
Þótt virðingin fyrir lífi einstak-
lingsins, hafi virst vera heldur lítil
við upphaf byggðar á íslandi og
nokkuð fram eftir fyrstu öldum
hennar, þá er óhætt að segja að hún
hafi verið meiri en tíðkaðist meðal
annarra og „eldri“ þjóða heimsins.
Og ef litið er til nútímans, þá verða
íslendingar að teljast hálfgerðir
englar í samanburði við það sem
sumar aðrar þjóðir iðka í dag.
Það virðist vera sama hversu mörgum stórstyijöldum
mannkynið hefur staðið frammi fyrir, hversu oft það hefur
strengt þess heit að nú skuli að því unnið að slíkt skuli ekki
endurtaka sig, alltaf verða tilefni til átaka og stórkostlegra
manndrápa.
Og tilefnin eru margbreytileg. Stundum verða styrjaldir
vegna hreins mikilmennskubijálæðis ráðandi aðila eða hættu
á, að þeirra mati, að missa tök á mikilvægum áhrifasvæðum,
ekki hvað síst á dögum kalda stríðsins. Þá berjast menn um
ítök í mikilvægum og þverrandi auðlindum jarðarinnar og
þar hefur olían að sjálfsögðu leikið eitt stærsta hlutverkið
fram undir það síðasta. Margir telja t.d. að Flóastríðið marg-
fræga, árið 1991, hafi ekki fyrst og fremst snúist um það að
frelsa Kúveit úr höndum íraka, eins og yfirlýstur tilgangur
herfararinnar var, heldur hafi þar mestu ráðið þeir gífúrlegu
hagsmunir sem fólust í olíulindum landsins. Það er í þessu
eins og svo mörgu öðru í lífinu, menn taka sjaldnast að sér
hlutverk bjargvættarins af hugsjóninni einni saman.
Stundum læðist einnig að manni sá grunur, þegar fylgst er
með síðari tíma umfjöllun um þetta stríð, að þar hafi ákveðn-
um hagsmunaaðilum, hreinlega þótt þetta kærkomið tækifæri
til þess að sannreyna við raunverulegar aðstæður, nýjustu og
fullomnustu hertól og drápstæki sín, hversu kaldranalega
sem það kann nú annars að hljóma.
Fátt er það í heiminum, sem eytt er meira fjármagni í en
þróun og ffamleiðsla á tækjum og tólum til hernaðar. Þó ekki
sé ýkja langt síðan að einu hrikalegasta stríði síðari tíma, Ví-
etnamstríðinu, lauk, á miðjum áttunda áratugnum, þá hefur
hertækninni fleygt svo fram, að niargt það, sem þá þótti full-
omnast, er talið gamaldags og næstum ónothæft í dag.
Endalok Víetnamstríðsins voru Bandaríkjamönnum erfiður
biti að kyngja, þaó var þeim mikill álitshnekkir, segja má að
þeir hafi tapað því og öll sú blóðsúthelling og hörmungar er
þar urðu, hafi til lítils verið. Nema eins ef til vill. Reynslu
sína þar hafa þeir notað til hins ítrasta í þróun hemaðartækja
sinna. Líklega eru þeir með einn hátæknilegasta herafla
heimsins í dag. Og hver veit nema þeim hafi verið orðið
nokkuð í mun um að sýna heiminum getu sína í þeim efnum,
fá nokkurs konar uppreisn æm, ef hægt er að tala um slikt í
þessum efnum. Tölvutæknin í stríðsrekstri nútímans er orðin
slík að hennaður einn, sem þátt tók í Flóastríðinu, sagði sem
svo, að á stundum hefði þetta verið svipað því að vera í
tölvuleik á sjónvarpsskjá.
Flestar herþotur em orðnar útbúnar laserstýrðum flug-
skeytum og flugmaður í árásarferð
sér skotmark sitt á litlum tölvuskjá
í flugvél sinni. Þar birtist það,
hvort sem það er skriðdreki, hús
eða bíll, líkt og teiknað fyrirbæri í
tölvuleikjum nútímans. Munurinn
er aðeins sá, að í hinu raunvem-
lega stríði er það, sem birtist á
tölvuskjá árásaraðilans, annað og
meira en dauðir hlutir, í þeim er
lifandi fólk.
Þjálfun herflugmanna í dag, fer
að talsverðu leyti þannig fram að
þeir em settir inn í svo kallaða flugherma, sem em nákvæm-
ar eftirlíkingar af flugklefum herþotanna. Flughermunum er
stýrt af öflugum tölvukerfum, sem bregðast við öllum at-
höfnum flugmannsins á sama hátt og herþota í raunvemlegu
flugi myndi gera. Munurinn er auðvitað sá, að flughennirinn
er á jörðu niðri og lífshættan því engin þó flugmaðurinn geri
afdrifarík mistök. Allt umhverfið og miðunarkerfið birtist á
tölvuskjá og má því segja að þetta sé hreinn og klár tölvu-
leikur af stærri gráðunni. Og það sögðu sumir flugmennimir.
sem rætt var við eftir stríðið, um það hvemig þeim hefði ver-
ið innanbrjósts þegar þeir létu hátæknileg og óskeikul
sprengiflugskeytin dynja á óvinahermönnunum, að það hefði
að sjálfsögðu verið á ýmsa vegu, en sumir hefðu ekki getað
varist þeirri tilfinningu að þeir væru einfaldlega í fyrrgreind-
um tölvuleik, og það, sem fyrir varð, væm einungis ímyndir
á skjá. Svo mjög er tæknin farin að vinna fyrir og hafa áhrif á
siðferði hermanna dagsins í dag.
í síðari heimsstyrjöldinni sýndu flugherir fyrst fyrir alvöm,
mátt sinn og megin. í því stríði gengu árásarferðirnar út á
það að varpa sem mestu magni af sprengjum og valda sem
víðtækastri eyðileggingu. Svipað var uppi á teningnum í Ví-
etnamstríðinu, þó flugvélamar væm auðvitað orðnar full-
komnari og sprengjumar ægilegri. Nú er hemaðartæknin og
miðun flugskeytanna komin á það stig, að varla nokkurt
flugskeyti, sem skotið er af stað, missir marks. Það þýðir að
hægt er að minnka sprengjuregnið gríðarlega og skjóta af
mikilli nákvæmni á fyrirfram ákveðin skotmörk.
í síðari heimsstyrjöldinni spiluðu skriðdrekar geysilega
stórt hlutverk og vom eitt aðal hemaðartæki þeirrar stytjald-
ar. Nú er svo komið að margir hemaðarsérffæðingar telja að
þeirra tími sé að verða liðinn. Og sú styrjöld, sem einna helst
Framhald á hls. 18
4 Heima er bezt