Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1997, Side 12

Heima er bezt - 01.01.1997, Side 12
ekki sérlega aðlaðandi nafn. Ekki eru allir hrifnir þegar eggin eru soðin inni í húsum en þau virðast aftur vera að komast í tísku. Hér voru geitur á öllum búum og mjólkin notuð til smjör- og ostagerðar. Eitt af mínum bamaverkum var að smala geitunum, en þær voru oft seinar heim þegar líða tók á sumarið og minnka í þeim mjólkin. I fyrstu var þetta ekki mjög skemmtilegt en þegar ég stálpaðist voru það mínar bestu stundir að leita í friðsælli heiðinni og kalla á geiturnar: „kiða, kiða, kið.“ í þessa fyrri daga var aldrei neinu hent, hér var alltaf saumað upp á ný úr flíkum. Eg hitti nýlega konu sem sagði: „Ég hefi aldrei getað haft eins gaman af því að sauma úr nýjum efnum eins og manni fannst að gera flík úr einhverju gömlu, sem helst virtist ónýtt og varð svo allt í einu eins og nýtt, það var allt önnnur tilfinning.“ Að sjálfsögðu var ullin þvegin hér heima, tekið ofan af henni, hún spunnin og prjónað. Móðir mín fékk fljótlega prjóna- vél og prjónaði, faðir minn prjónaði líka og hann stoppaði í sokkana af okkur krökkunum. Ég hefi stundum á orði að fólk trúir því varla þegar ég er að segja að þetta hafi átt sér stað. Ekki veit ég hvort hann var svona sérstakur eða hvort þetta tíðkaðist annars staðar. Kirkjan hér var alltaf hluti af staðnum og sjálfsagt þótti að gefa öllum messu- kaffi og þannig voru messudagarnir eins konar hátíðis- dagar. Engjaheyskapur hér í Reykjahlíð var sérstakur að því leyti að við fórum ekki á engjar nema á báti. Hann var vestur á Landi en svo nefnist austurhluti Neslandatanga sem Reykjahlíð á, einnig Geitey sem fræg er i þjóðsögum. Við fórum þetta alltaf á bátum og rerum. Jón, afi minn, var alltaf sér og við vorum alltaf sér og fórum þá á pramma, sem okkur fannst stundum leka heldur mikið og höfðum jafnvel orð á því hvort ekki væri eins gott að setja í hann vírbotn. Hinar fjölskyldurnar fóru allar saman á gamla Hlíðarlang eins og sést hér á mynd. Áður en lauk kom nýr bátur sem skírður var Dettifoss. Skólaganga í 9 mánuði Ég fékk að vera einn mánuð í skóla þegar ég var 9 ára og það fannst mér alveg stórkostlegt. Þá var farskóli hér í sveitinni og kennari Páll Kristjánsson frá Hofsstöðum. Kennt var á fleiri stöðum í sveitinni, einn mánuð í einu. Þann tíma sem kennt var hér í Reykjahlíð var ég í skólan- um. Því næst var mánuður suður í sveit og á eftir einn mánuð í Vogum, næsta bæ hér sunnan við, en ekki var ég látin ganga þangað, ekki fyrr en ég var 10 ára. Alls var ég 9 mánuði í barnaskóla, tvo mánuði á vetri á skólaskyldu- aldri, 10-14 ára, og svo þennan eina mánuð er ég var 9 ára, það var svona umfram. Páll kenndi mér aðeins þennan eina vetur en svo kom Björn Bergmann og var hér kennari í þrjú ár. Hann var al- veg stórkostlegur kennari og hann gerði líka svo mikið fyrir bömin. Hann smíðaði skauta handa fjölda af bömum Afi og amma, Jón Frímann Einarsson og Hólmfríður Jó- hannesdóttir. því honum fannst svo leiðinlegt að allir ættu ekki skauta. Langflestir ferðuðust hér á vetrum á skautum þótt mis- góðir væru. Ég á ennþá skauta sem hann smíðaði handa mér og varðveiti þá að sjálfsögðu. Síðasta vorið sem hann var hérna fór hann í vikuferð með skólabörnin í kringum vatnið þegar farið var að vora. Ekki fengu þó allir að vera með því að sum börnin þurftu að fara heim og vinna því að kominn var sauðburður. Þessi hringferð um vatnið er einhver yndislegasti tími sem ég hefi lifað. Við fórum gangandi milli bæja, komum heim á þá og okkur var alltaf gefið að borða og drekka og gistum við að kvöldi þar sem við komum. Ekki man ég hvort þetta tók alveg viku en auðvitað voru dagleiðirnar ekki langar. En við lærðum að þekkja blómin og sveitina og ég held að þetta hafi verið sérstakt á þessum tíma. Einnig fór hann með okkur upp á Belgjarfjall meðan við vorum í skólanum hjá honum, einn dagur tekinn í útivist. Þá hnussaði í sumum að vera að þeytast þetta með krakkana, nær væri að kenna þeim á bókina því að ekki væri tíminn svo langur í skólanum. Síðasta árið mitt í barnaskóla var Þuríður Sigurðardóttir frá Reykjahlíð kennari hér. Það var líka heilmikið ævintýri að njóta kennslu hennar sem kom nýútskrifuð úr Kennara- skólanum. Hún kenndi handavinnu, sem alls ekki hafði þekkst og það voru einungis stelpurnar sem nutu þess. 8 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.