Heima er bezt - 01.01.1997, Síða 14
A fermingardaginn 1940. Talið frá vinstri: Þuríður
Gísladóttir, fermingarbarnið Hólmfríður, Helga Sigur-
björnsdóttir, Presthvammi. Helga Valborg Pétursdóttir
stendur framan við.
yngri og eldri deild. Námið þar nýttist mér ekki sem
skyldi því ég var svo viss um takmarkaða námsgetu mína
að ég þorði ekki að fara í eldri deild. Því var ég að miklu
leyti að endurtaka það sem ég hafði lært í unglingaskólan-
um. Næsta vetur var ég svo eftir áramót utanskóla í 2.
bekk Menntaskólans á Akureyri, tók um vorið próf upp í
3. bekk og gagnfræðapróf vorið eftir. Þá var það enn sama
sagan, mér fannst ég ekki vera nógu vitur til að geta hald-
ið áfram. Því hefi ég lengi séð eftir, ég er búin að komast
að því að ég er ekki eins tomæm og ég áleit á þessum
ámm. Annað kom einnig til. Ég var nú orðin ákveðin í því
að verða vefnaðarkennari og til þess að komast í það nám
úti í Svíþjóð þurfti ég að hafa verið í húsmæðraskóla. En
þá var svo mikil aðsókn að húsmæðraskólunum að það
var löng biðröð eftir skólanum á Laugum og annarsstaðar
þar sem ég reyndi. Ég var farin að halda að ég kæmist
ekkert í skóla þennan vetur en þá kom Árný Filippusdótt-
ir, forstöðukona skólans í Hveragerði, sem var vinkona
pabba og mömmu. Hún sagði: „Ég tek bara stelpuna og
þetta verður allt í lagi.“ En morguninn eftir var hringt frá
Laugum að ég gæti fengið pláss. Ég lét það ekki hafa nein
áhrif og fór í Hveragerði. Ég held að það hafi verið ör-
lagavaldur hvernig mitt líf hefur orðið að ég fór einmitt
þangað. Veðurfarinu þar gleymi ég ekki því að þegar ég
var búin að vera þar í mánuð þá hafði rignt hvern einasta
dag. Þá bjargaði sundlaugin, hún var alveg stórkostleg að
vera í og líka skólinn, en hann var dálítið sérstakur. Árný
var alveg einstök kona, framhjá því verður ekki gengið, og
hún hafði mikinn metnað fyrir hönd kvenna, vildi að þær
stæðu sig og gætu staðið sig. Ein af kröfunum í skólanum
var að allir tækju þátt í því sem þá hét hvorki félagsmál né
ræðumennska. Allir urðu að æfa sig í framsögn og að geta
samið ávarp og ræðu. Próf urðu allir að taka í þessu,
drógu um efni einhverjum dögum áður en prófið var og
sömdu um það ræðu er átti að vera svo sem þrjár mínútur
í flutningi. Ég fékk gleðina og það var mjög gott efni að
semja um. Síðan bauð Árný öllum skáldunum, sem þá
voru í Hveragerði, og fyrirmönnum staðarins svo að við
vorum allar að sálast úr hræðslu að flytja þetta. Þannig
fór að ég flutti þama þrjár ræður. Ein stúlkan veiktist rétt
fyrir athöfnina en önnur var farin en skildi eftir ræðu er
þótti svo góð að Árný sagði það yrði að flytja hana. Ég lét
alltaf þvæla mér í allt en þetta var gaman eftir á. Þetta var
veturinn 1946 - 47, þann sem Heklugosið varð 29. mars.
Þá var alveg komið að skólalokum og við vorum að undir-
búa árshátíð og þar á dagskránni var mikið leikrit. í því
leikriti lék ein stúlka sem átti heima í Haukadal í Lands-
sveit, rétt uppi við Heklu. Morguninn sem gosið hófst
vildi hún fara heim en fékk bara blátt nei. Við höldum
áfram með árshátíðina og þú leikur þetta og hún gerði
það. Þegar kom að árshátíðinni og við vomm á balli þá
komu hrikalegir jarðskjálftar. Við þá mynduðust hverir og
allt hvað eina, rafmagn fór af og allt varð vitlaust. En dag-
inn eftir fórum við allar austur að skoða ummerki gossins.
Árný var ættuð frá Hellum í Landssveit og við gistum þar
í hellum sem notaðir höfðu verið sem fjárhús og hlöður.
Fórum svo upp að fjallinu og vorum alveg við hraunið svo
að þetta varð ferð sem ekki gleymist. Þaðan fórum við
austur í Fljótshlíð og komum í Múlakot þar sem var ca. 30
cm öskulag á túninu og í garðinum hjá Guðbjörgu. Ég
man alltaf að hún sagði: „Það er nú erfitt að trúa því að
þetta verði nokkumtíma grænt aftur.“ Samt var fólkið
strax byrjað að reyna að hreinsa þetta þegar við komum.
Ég er búin að koma þarna síðan og það er heldur önnur
sýn. En þetta var sorglegt að sjá og situr í minni manns.
Hjónaband og hætt við lœrdóm
Eftir húsmæðraskólann átti nú að fara í vefnaðarskóla til
Svíþjóðar. Ég sótti um hann og önnur íslensk stúlka og við
fengum báðar sama svarið, við gætum fengið skólann
næsta ár en ekki núna. En hvorug okkar fór næsta ár, það
var eitthvað annað komið til. Ég var búin að ná í mann og
þá varð ekkert farið að læra meira. Það hvarflaði ekki að
10 Heima er bezt