Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1997, Page 16

Heima er bezt - 01.01.1997, Page 16
Sumargleði og sund Ég held að það hafi verið býsna sérstætt að alast upp hér í Reykja- hlíð mest vegna þess hve mikil samvinna og samstaða var með öll- um þeim Qölskyldum | HVERABAHKAR _ ««»•>«* Námsmeyjar í Húsmæðra- skólanum á Hverabökkum. Skólabúningur á Hverabökkum, saumaður úr hveitipok- um á tímum vöruskorts. Stúlkan á myndinni er hringjari skólans, Guðrún Guðmundsdóttir frá Eyjólfsstöðum í Berufirði. sem hér bjuggu. Hér var mikið af ungu fólki og verið í leikjum í öllum frístundum. Svo eitthvað sé talið þá má nefna fótbolta, húsbolta, handbolta og slagbolta. Á sumar- daginn fyrsta varð að finna einhverja auða þúfu þó snjór væri til þess að geta farið út í boltaleik. Þátttakendur voru þá ekki einungis unga fólkið heldur komu hinir fullorðnu einnig með. Ef veður leyfði með nokkru móti þá var alveg sjálfsagt að komast út þennan dag og viðurkenna ekki annað en komið væri sumar. Öll starfsemi fólks hér í Reykjahlíð var í miklum mæli Prammi Jóns Einarssonar. sameiginleg og má þar t. d. nefna að ganga varp. Það gat verið mjög gaman en þó stundum ekki alltof gaman. Ekki var voðalega gaman að fara inn í helli og mæta fljúgandi húsöndum sem drit- uðu á mann. Stundum voru í einum helli tugir eggja í einni bendu því margar endur höfðu farið þar inn. Við börnin vorum svo látin sækja þau því að við vorum nógu lítil til komast í holuna. Afrakstrinum var svo skipt upp á milli allra Ijölskyldnanna. Túnunum var öllum skipt og eins engjum nema einu, Syðrihöfðanum, en þar heyjuðu allir sameiginlega þegar annar heyskapur var búinn. Mér finnst að þá hafi alltaf verið þessi yndislegu september- veður eins og búin eru að vera nú í haust, hiti og lognslétt vatnið þar sem allt landslag stóð á höfði. Heyskaparfólk- inu var færður heitur matur og að sjálfsögðu var þama mikið kapp og mikil gleði þar sem svo margir voru að vinna saman. I Stórugjá var farið hér um bil á hveiju kvöldi, að minnsta kosti ef veður var gott en ég skil það ekki núna hvernig 20 - 30 manns komust þar fyrir án þess að nein óhöpp yrðu. Ég lærði að synda þar í gjánni en sundtökin mín þóttu ekkert óskaplega góð. Þegar ég kom í Laugaskóla spurði Þorgeir Sveinbjamarson, íþróttakenn- ari þar, hvar ég hefði lært, hvort það hefði verið í Mý- vatni. Engin eiginleg sundkennsla var þarna heldur sögðu þeir eldri sem kunnu hinum yngri til, pabbi bjó til kút úr bílslöngu svo að ég gæti verið með og síðan lærðist þetta smátt og smátt.. Gengið úr rúmum vegna gesta Svo vikið sé að gestamóttöku þá stendur einhversstaðar í gömlum máldaga að það sé kvöð á Reykjahlíð að feija yfir Jökulsá. Einnig var kvöð að taka á móti pósti og gest- um og var raunveruleg kvöð áður en eiginlegur gistihús- rekstur hófst. Það voru svo mikil umsvif að Sigurður Ein- arsson, er var sá bóndinn sem sá um þetta, og Jónasína minn, og Guðný Halldórsdóttir kona hans hæð ofan á gamla Reynihlíðarhúsið en Helga Valborg systir mín og maður hennar, Arnþór Björnsson, byggðu húsið Austur- hlíð. Amþór stýrði Hótel Reynihlíð í 30-40 ár en þau hjón eru nú flutt til Akureyrar. Ármann er nú orðinn einn íbúi í upphaflega húsinu í Reynihlíð. Hann á eina dóttur sem búsett er í Svíþjóð og uppkomnir synir hennar hafa dvalið hjá honum síðustu sumur og unnið við hótelið. 12 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.