Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1997, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.01.1997, Qupperneq 17
skipting komst á rnilli heimilanna hér í Reykjahlíð gagn- vart því sem var út á við. Aðalheimilið var náttúrlega heimili Einars og Guðrúnar og sá það upphaflega um gestamóttökuna. Afi og amma, Jón Einarsson og Hólm- fríður, sáu um símann, landssímastöðin var hjá þeim allan tímann. Illugi Einarsson og Kristjana Hallgrímsdóttir, kona hans, þau sáu um póstinn en á systurina, Guðrúnu og eiginmann hennar, Þorstein Jónsson, var ekkert af þessu tagi lagt. Gestamóttakan var á stundum svo mikil að allt húsið var lagt undir en hún kom í hlut Sigurðar Einarsson- ar þar sem gömlu hjónin, Einar og Guðrún voru í heimili hans. Það varð fyrir minn tíma en þegar ég fór að muna eftir mér voru þau hætt að hafa gestastúlkur, dætur þeirra voru þá farnar að sjá um móttöku gestanna. Frá búskapnum. A fyrstu dráttarvél búsins sitja, talið frá vinstri: Héðinn Sverrisson, Sverrir Tryggvason og Jón Armann Pétursson. Hólmfríður Jónsdóttir, kona hans, þau höfðu gestastúlku á sumrin. Mamma kom einmitt í Reykjahlíð sem gestastúlka til þeirra. Gestagang- urinn var svo mikill að það var ekki hægt að sinna því alveg í hjáverkum. En það var talið al- veg sjálfsagt að ganga úr rúmum ef einhverjir komu sem þurftu gistingu. Iðulega var ekki hægt að finna okkur krakkana því að við lágum í ein- hverri hlöðunni og fórum gjarnan sitt á hvað því að stundum voru sagðar draugasögur og á ýmsu gekk á þessu næturrölti okkar. Ekkert þurfti að hafa með sér í hlöðumar, við hreiðruðum um okkur í heyinu og sváfum þar. Þetta er nokkuð sem er dálítið gaman að minnast en væri ekki gerlegt núna þegar ekki má koma nálægt heyjunum. Fyrsta starf okkar barnanna sem við fengum einhverja aura fyrir var að fylgja gestum í Stóru- gjá. Ef gestir komu á þessum árum var sjálfsagt að fylgja þeim í Stórugjá, ferja þá út í Slútnes og helst fara með þá upp á Háuhlíð og sýna þeim yfir sveitina, ef þeir höfðu þá orku til að ganga þar upp. Ég man eftir konu sem ég var nærri búin að sprengja á göngu þar upp, það spmttu af henni tölumar. Hvortveggja var að hún var fremur vel í holdum og blússan þröng. Við skemmtum okkur mikið við þetta en karlinn hennar sagði að þetta væri bara vana- legt og hún hefði alltaf varatölur með sér. Verkaskipting Báturinn „ Gamli Hlíðarlangur “ á leið með heyskaparfólk út í eyjar á Mývatni. Myndin tekin um 1920. Það er ekki fyrr en pabbi stofnar nýbýlið Reynihlíð og byggir sér ibúðarhús að gert er ráð fyrir húsnæði beinlínis til að hýsa gesti. Hinsvegar vom pabbi og mamma farin að taka á móti gestum meðan þau bjuggu enn í „gamla bænumannað var ekki hægt þegar gestkoman var mest. Þótt Reynihlíð kæmi til héldu þau áfram að taka á móti gestum, Sigurður og fjölskylda hans. Kannske má segja að orðið hafi einhver samkeppni milli íjölskyldnanna í þessu efni því báðar ráðast í hótelbyggingar á árunum næst fyrir 1950. Sigurður og börn hans byggja Hótel Reykjahlíð en Qölskylda mín Hótel Reynihlíð. Ég man fyrir víst að hið síðamefnda var fullbyggt og komið í notkun 1950 því að erfisdrykkja við útför Jóns, afa míns, fór þar fram og einmitt sama dag fengum við, íjölskyldan, vitneskju um að Gísli bróðir minn ætti skammt eftir ólifað en hótelbyggingin var fyrst og fremst að hugmynd og frumkvæði hans. Ég hefi hugsað um það núna að nokkuð merkileg verka- Framhald í næsta blaði Heima er bezt 13

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.