Heima er bezt - 01.01.1997, Page 18
Valgeir Sigurðsson:
Stúderingar
í bók lífsins
Síðla sumars 1977 rak
skemmtilegan viðmœlancla á
fjörur mínar. Sá hét Guð-
mundur Einarsson, kennari að
mennt og hafði þá kennt í
Heyrnleysingjaskólanum í full
þrjátíu ár. En þó að maðurinn
vœri umflest nœsta girnilegur
til fróðleiks, þá varþó einn
hlutur ífari hans, sem heillaði
mig lang mest. Það var sú
leiftrandi gamansemi, samfara
djúpri alvöru, sem hann
reyndist búa yfir, þegar við
fórum að tala saman. Og ekki
hafði hann hátt eða sló um
sig. Ekki nú aldeilis. Menn,
sem þjást af monti afreiddi
hann svona:
„... efþaó hefur komist loft í
þá... “ (- Já, efþeir höfðu orð-
ið fyrirþví óhappi að gleypci
ofan í sig vind!)
Og þegar hann hafði lýst fer-
legu brœðikasti hjá stórorðum
manni, bœtti hann við:
„ Svo stóö hcinn andartak kyrr
og hugsaði. “
(- Kannski heldur um seinan
að fara þá að hugsa!)
Svona viðmælandi var Guðmund-
ur heitinn Einarsson. Ég lærði
því fljótt að taka vel cftir radd-
blæ hans og svipbrigðum, því að þau
sögðu oft miklu meira en orðin, sem
hann mælti, hægt og hljóðlátlega. Því
miður er nú ekki lengur neinn kostur á
slíku, þar sem Guðmundur hefúr fyrir
löngu yfirgefið það svið tilverunnar
sem við byggjum, en ráðleggja vildi
ég þeim, sem kunna að lesa þennan
gamla þátt, að huga vandlega að orð-
um viðmælanda míns. Því að vissu-
lega reyndi ég að láta setningamar
endurspegla þann hugblæ, sem sveif
yfir vötnunum í samræðu okkar.
Að svo mæltu skulum við gefa Guð-
mundi kennara orðið:
- Ef þú vilt heyra eitthvað um upp-
haf mitt, þá fæddist ég á Eíamri í Naut-
eyrarhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu,
28. maí árið 1917. Faðir minn, Einar
Friðriksson, var fæddur 19. september
1885, í Drangavík í Ameshreppi í
Strandasýslu. Móðir mín og hann gift-
ust ekki, en kona föður míns var
Lárusína Fjeldsted, og hann var seinni
maður hennar. Þau bjuggu m.a. í
Reykjavík og hjá þeim var ég fyrstu
árin mín þar, á meðan ég var í Kenn-
araskólanum.
Móðir mín, Flalldóra Ámadóttir,
fæddist 19. september 1883, á Melum
í Víkursveit í Strandasýslu. Giftist
ekki, en var vinnukona á ýmsum bæj-
um við Djúp. Flún var ákaflega dug-
leg, og svo þrifin, að á orði var haft.
- Þú hefur þá ekki alist upp með
báðum foreldrum þínum, þar sem þau
bjuggu ekki saman?
- Nei. Fósturforeldrar mínir frá fæð-
ingu og fram til átta ára aldurs voru
Guðmundur Kristjánsson, húsmaður á
Hamri á Langadalsströnd, fyrmrn
bóndi þar, og amma mín, Ingibjörg
Óladóttir, ráðskona hans. Guðmundur
Kristjánsson dó árið 1926. Upp ffá því
telst ég fósturbam Hávarðar, sonar
Guðmundar Kristjánssonar og konu
Hávarðar, Sigríðar Guðmundsdóttur.
Amma mín var áffam á Hamri, eftir
lát Guðmundar, og þar dó hún.
Þau Hávarður bóndi á Hamri og
kona hans, eignuðust ekki böm, en þó
var heimili þeirra ekki bamlaust. Þau
munu hafa alið upp tólf böm, sem
flest vom þeim óskyld og óvanda-
bundin, en áttu enga að. Þetta segir
meira um innræti þeirra og alla gerð
en löng ræða, enda veit ég ekki betur
en að allir hafi lokið upp einum munni
um það, að á Hamri hafi jafnan staðið
opnar dyr þeim er minna máttu sín,
hvort sem það vom böm, gamalmenni
eða aðrir, sem á einhvem hátt stóðu
höllum fæti í lífinu. Og reglusemi og
snyrtimennsku þeirra Hamarshjóna
var við bmgðið.
- Þú hefur auðvitað notið þeirrar
bamafræðslu, sem tíðkaðist á uppvaxt-
arárum þínum?
- Bamanámið var samtals tólf mán-
uðir. Auðvitað farskóli og við lærðum
mikið, þótt námstíminn þætti sjálfsagt
ekki langur nú á dögum. Þetta var in-
dæll tími.
14 Heima er bezt