Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1997, Síða 20

Heima er bezt - 01.01.1997, Síða 20
„Hann lenti nú í smá ævintýri í gær- kvöldi, hann Nafni. Hann fór út að ganga og fá sér ferskt loft, veðrið var svo gott.“ Hér gerði hann hlé á ffásögninni og sötraði kaffið. „Nú, og hvað svo?“ spurði ég. „Ja, hann fór náttúrlega út í kápunni Ársælsnaut,“ svaraði Magnús. Nafni hafði sofið í svefnpoka á um- búðakössum á ganginum ffaman við verkstæðisdymar. Hann kom nú inn á verkstæðið og var mikið niðri fyrir: „Það em nú meiri helv... fíflin, þessi Reykvíkingar. Það er eins og þeir hafi aldrei séð fólk. Maður getur ekki farið út á götu fyrir þessu andsk... pakki. Þetta er ekkert annað en bölvaður skríll!“ Nú fékk hann kaffið og ffásögnin varð ekki lengri. En seinna sagði Magnús mér framhaldið. „Þetta er náttúrlega ekki gott,“ sagði Magnús og fékk sér í nefið. „Ég sá hann þegar hann fór út. Það var orðið dimmt og hann var eins og skógar- bjöm, í loðkápunni. Ég skil ekkert í manninum að gera þetta.“ „Nú, og hvað svo?“ spurði ég. „Nú, þú getur náttúrlega ímyndað þér það. Miðbærinn fullur af fólki. Svo fór ég að heyra einhver lifandis læti, alla leið hingað inn í kjallara, og fór út að athuga hvað gengi eiginlega á. ... Nú lögreglan bjargaði honum. Ég veit eiginlega ekki hvemig þeir komust að honum gegnum allan þenn- an grúa, sem utan um hann var. Aðal- strætið alveg fullt, alla leið hingað upp að dyrum. Það var mikið að hann var ekki drepinn. Þeir skiluðu honum svo hingað. Hann var óbrotinn, en eitthvað var hann nú dasaður.“ - En þú sjálfur? Hvað tókst þú þér fyrir hendur þegar lokið var vistinni hjá þessum merkismanni? - Frá Magnúsi fór ég í setuliðsvinn- una og gerðist hjálparkokkur hjá vinnuflokki sem var að reisa bragga uppi við Hafravatn. Þetta var hundrað manna flokkur og allir utan af landi. Þeir sváfu þama í bröggum og þurftu auðvitað að láta elda ofan í sig. Vinnu- tíminn var fimmtán stundir á dag, sunnudaga sem aðra daga. Öll vinna var greidd samkvæmt matsveinataxta. Við þurftum að smyija á milli fjögur- og fimmhundmð brauðsneiðar á dag, skræla um hálfan poka af kartöflum, einn pakki af saltfisi fór í hverja mál- tíð, og annað var eftir þessu. Mennim- ir unnu erfiðisvinnu úti í kulda, minnst tíu stundir á dag og vildu auðvitað hafa mat sinn og engar refjar. Einu sinni fór amerískur flutninga- bíll út af og farmurinn út í skurð. Ein- hver ósköp af súkkulaði og allt ónýtt. Með þessu súkkulaði kyntum við ofn- inn í svefnskálanum okkar í mörg kvöld. Einu sinni bar svo við að upp að eldhúsdyrunum okkar renndi amerísk- ur tmkkur, fullur af hermönnum. Þeir snöruðu sér inn í eldhús og bentu á eldavélamar með miklu pati. „Gvendur," sagði yfirkokkurinn við mig, „spurðu þá hvað þeir séu að þvælast hingað inn í eldhús.“ (Ég var auðvitað orðinn slarkfær í ensku eftir veruna í Kennaraskólan- um.) „Þeir segjast vera komnir til þess að sækja eldavélamar og það eigi að taka allan eld úr þeim strax, svo hægt sé að flytja þær,“ svaraði ég. Kokkurinn stóð orðlaus stundar- kom, en svo fékk hann heldur betur málið: „Sækja eldavélamar? Taka úr þeim eldinn? Hvurn sjálfan dj... hef ég að gera við eld, ef ég hef ekki neina vél? Segðu þeim að fara til andsk... og taka eldinn með sér. Það verður nóg brúk fyrir hann þar, þegar þeir verða komn- ir þangað!“ Svo stóð hann andartak kyrr og hugsaði. Síðan þaut hann út eins og byssubrenndur, komst með einhveij- um ráðum niður í Reykjavík og kom aftur með fullan bíl af tilbúnum mat. „Losiði bílinn, strákar, þetta verður allt í lagi, við fáum bráðum vélar aft- ur.“ Þegar eldamennskunni lauk, fékk ég vinnu sem smiður við stóra spítala- byggingu í Mosfellssveitinni. Majór- inn, sem var yfir öllum ffamkvæmd- um, rak fljótlega augun í fyrrverandi kokk, þar sem hann var með fulla kistu af smíðatólum, farinn úr hvíta eldhúsjakkanum, kominn í bláan nankinsgalla og smíðaði nú eins og hann hefði aldrei gert annað um dag- ana, allra síst unnið kokksstörf. Majórinn sneri sér að verkstjóranum og sagði við hann nokkur orð í stytt- ingi. Síðustu orðin voru þessi: „You make carpenters of all the men.“ (Þú gerir alla mennina að smið- um.) Majórinn gaf mér lengi illt auga og ég vissi að hann langaði innilega til að reka mig. En svo fór að við urðum mestu mát- ar. Það kom nefnilega í minn hlut að smíða handa honum skrifborð. Ég geirnegldi allar skúffur og vandaði verk mitt eins og ég gat. Hann kom flesta daga og leit á smíðina. Smátt og smátt hrundi utan af honum þessi harða skel, sem hann íklæddist sem herforingi. Innan undir henni var hinn almenni borgari: Hr. múrari N.N., U.S.A. Góður karl, fámáll, gæddur þægilegri kímnigáfu, bar mikla per- sónu, með afbrigðunr samviskusamur maður hvað það starf snerti, er hann hafði þarna með höndum: Að líta eftir byggingum, sem fagmaður í hand- verki. En skrifborðið fékk hann, og ætli ég sé ekki eini íslendingurinn sem hefur smíðan skrifborð fyrir amerísk- an hershöfðingja? - Þú hefúr þá verið einn hinna svo kölluðu gervismiða, sem urðu talsvert fræg stétt hér á landi á sínum tíma? - Já, þessi stétt varð til á stríðsárun- um og gervismiðimir voru vitanlega þeir menn, sem töldu sig smiði og unnu að smíðum, þótt þeir hefðu ekki réttindi sem slíkir og jafnvel litla kunnáttu í þokkabót. í Reykjavík vom ráðningarskrifstofúr, sem réðu menn í vinnu hjá hemum. Að sjálfsögðu vildu menn heldur fá vinnu sem smiðir en verkamenn, því að þá fengu þeir miklu hærra kaup, og það orð lá á, að sumir hefðu jafnvel brugðið á það ráð að kaupa sér smíðaáhöld og hafa þau með sér þegar þeir leituðu eftir vinnu. Nú hvíldi sá vandi á ráðningarstof- unum að reyna með einhveiju móti að 16 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.