Heima er bezt - 01.01.1997, Síða 25
isins inn í snauð kotin og allajafna
var þeim fagnað eftir föngum. Það
þótti aldrei gæfiimerki að úthýsa
flakkara, sem að garði bar.
Enginn íslenskra flakkara hefur
orðið jafn frægur Sölva Helgasyni.
Hann var Skagfirðingur að uppruna,
fæddur að Fjalli í Sléttuhlíð 1820.
Þegar hann var fermdur 17 ára gam-
all, gaf mínisterialbókin honum þann
vitnisburð að hann „hefði skynugar
gáfur, sæmilega kunnandi og lesandi
ei óskikkanlegur.,, Manntalsregistur
Fellsprestakalls bætir þó við þeirri
einkunn við nafn hans að hann sé
„nokkuð baldinn.,,
Þegar hann er 24 ára gamall, kemst
Sölvi undir manna hendur í fyrsta
skipti. Hann er tekinn fastur vestur í
Snæfellssýslu fyrir að hafa falsað
nafn sýslumanns eins á reisupassa
sinn. Hann er dæmdur fyrir þetta til
hýðingar í héraði, en hann skýtur
máli sínu til landsyfirréttar, síðan til
hæstaréttar í Kaupmannahöfn, en allt
kemur fyrir ekki: Sölvi Helgason er
dæmdur til að hýðast 27 vandar-
höggum fyrir fals, flakk og lausa-
mennsku. Hann tekur út refsinguna
snemma á árinu 1846, er síðan send-
ur norður til Skagafjarðar og dvelur
þar undir lögreglutilsjón í 8 mánuði
hjá Birni Þórðarsyni, hreppstjóra á
Ysta-Hóli. Björn hreppstjóri gefur
honum svohljóðandi vottorð að
skilnaði, 27. des. 1846:
„Sölvi Helgason, sem hjá mér hef-
ur verið um 8 mánaða tíma, hefur
verið mér þægur og það sem hann
hefur með mér unnið hefur verið
sæmilega vel gjört og manntak í hon-
um, þá á hefur legið. Hann hefur ver-
ið fáskiptinn á heimili mínu.„
Eftir dvölina á Ytra-Hóli er Sölvi
aftur frjáls maður, tíminn útrunninn,
er hafa skyldi eftirlit með honum.
Hann virðist þá þegar hafa snúið sér
til sýslumannsins í Skagafirði,
Fárusar Thorarensen, því að 16. jan-
úar 1847, gefur „konungslegrar há-
tignar sýslumaður í Skagaljarðar-
sýslu,,, Sölva Helgasyni vottorð um
að hann ætli til Þingeyjarsýslu, ásamt
þessum tilmælum:
„Mín þénustuleg ósk er til eins og
sérhvers, sem ofannefndan Sölva
Helgason kynnu að hitta, að þeir láti
hann á þessari ferð óhindraðan.,,
Undir þennan passa setti sýslu-
maður nafn sitt og innsigli. Og nú
hóf Sölvi Helgason aftur flakk sitt,
búinn bréfum hreppstjóra og sýslu-
manns.
Fárus Thorarensen sýslumaður
hefur sjálfsagt verið dauðfeginn að
losna við Sölva úr sýslunni og koma
honum á Þingeyinga. En hann mátti
brátt sanna að hann hafði aðeins
keypt sér stundargrið. Síðari hluta
árs berst sýslumanni bréf, dags. 12.
september 1848, frá prestinum á
Kvíabekk í Eyjaljarðarsýslu, Daníel
Jónssyni. Var það erindi bréfsins að
skýra sýslumanni frá því, að Sölvi
Helgason hefði verið á Kvíabekk
nokkra daga, og hefði prestur þá lán-
að Sölva buxur, sem hann hafi ekki
skilað aftur og ekki hafi prestur séð
þær síðan. Þennan buxnaþjófnað set-
ur nú prestur í samband við það að
um sama leyti hafi sér horfið 3 bæk-
ur, Árnapostilla í skinnbandi og gyllt
í sniðum, Kennslubók í yfirsetu-
kvennafræðum á dönsku og nokkrar
skrifaðar ræður, sem Daníel Jónsson
hafi ritað eftir kennurum sínum í
Bessastaðaskóla.
Svo virðist sem yfirvald Skaga-
Ijarðar hafi ætlað að humma þessa
kæru fram af sér. Séra Daníel á
Kvíabekk var alkunnur fyrir smá-
smygli sína og þótti að ýmsu kynd-
ugur í háttum. En hann var ekki af
baki dottinn, því að 28. janúar 1849,
skrifar hann sýslumanni aftur bréf og
færir nú sterkari líkur að hnupli
Sölva:
Það hefði borið við í Fagraskógi
fyrir nokkrum dögum, að belgur
nokkur, tilheyrandi Sölva Helgasyni,
hefði verið opnaður í votta viðurvist
og fundist þar skrifuð ræða hljóðandi
upp á allraheilagramessu, og taldi
klerkur ræðuna sína eign. Lagði séra
Daníel nú fast að sýslumanni að
rannsaka málið og kvaðst álíta „jafn-
ókristilegt sem ólögmætt að láta um-
renning sem Sölva þennan, ganga
um sveitir og auk þess liggja upp á
mönnum, gjöra þeim óskunda og
tjón með alþekktri, margháttaðri
óráðvendni sinni.,,
Nú gat Lárus Thorarensen ekki lát-
ið málið kyrrt liggja lengur, skrifaði
sýslumanni Eyfirðinga, Eggert
Briem, og bað hann að hefja rann-
sókn í bóka- og buxnahvarfinu, þar
sem það hafi orðið í sýslu hans.
Það er í byrjun árs 1849 að Lárus
Thorarensen afhendir málið Eggert
Briem, sýslumanni Eyfirðinga, en
hann byrjar ekki að þinga í málinu
fyrr en í ágúst sama ár. Þetta var
raunar ekki nema eðlilegt, það bólaði
hvergi á sökudólgnum Sölva Helga-
syni. Hann naut síns flakkaraeðlis
áhyggjulaus og hafði ekki hugmynd
um að geistleg og veraldleg yfirvöld
í tveimur sýslum höfðu hafið miklar
bréfaskriftir um hann og eignir hans,
vel eða illa fengnar. En þótt Sölvi
fýndist ekki sjálfur, höfðu menn uppi
á nokkrum pjönkum hans. Sölvi
geymdi víðar „belg„ en í Fagraskógi.
Hann átti annan á Koti í Svarfaðardal
hjá Jóni bónda Guðmundssyni, hafði
beðið hann fyrir hann á næstliðnum
þorra, þegar hann var á ferð vestur,
en ekki látið sjá sig síðan. Briem
sýslumaður hélt nú aukaþing á Völl-
um í Svarfaðardal 2. ágúst 1849, og
var Jóni bónda stefnt þangað með
belginn. Belgurinn var innsiglaður
en nú var innsiglið rofið og innihald-
ið skoðað. Þegar jarðneskar eignir
flakkarans voru tíndar til kom í ljós
að í belgnum voru: ein leðurskæði,
ein selskinnsskæði, 7 smáflöskur, 7
sokkapör, tvennir vettllingar, einn lé-
reftsskyrtugarmur, 2 vaðmálsskyrtur,
nærbuxnaræflar, steinar og smárusl,
rauðröndóttur léreftspoki og skjóða.
Allur var fatnaðurinn óhreinn og
dómarinn bað Jón í Koti að hirða
þetta sem skjótast og halda til haga.
En ræður prestsins og bækur fundust
ekki í belg Sölva Helgasonar.
En svo leið árið 1849 og lá málið
Heima er bezt 21