Heima er bezt - 01.01.1997, Page 29
aðstoðarkokkurinn verður fyrir
matseldinni í hans stað. En þar sem
að hann vantar nú aðstoðarmann í
kokkaríið, var ég beðinn að hlaupa í
skarðið, því ég sé jú flestu kunnugur á
skipinu. Ég gaf ádrátt um að verða við
þessari bón en þó með því skilyrði að
ég rnætti hafa vin minn með mér. Var
því vel tekið, þó með því fororði að
vinurinn greiddi eitt þúsund krónur í
fæðiskostnað og aðstoðaði okkur í
kokkaríinu eins og hann gæti. Því
spyr ég þig nú hvort þú sért til í að slá
til og koma með, því auðvitað ert þú
vinurinn, sem ég bað fyrir.,,
Svo mörg voru þau orð. Við þrjú,
þ.e. konan mín, Magnús og ég, tók-
um nú til við að ræða þetta einstæða
boð, og hvort sem við ræddum það
lengur eða skemur, man ég nú ekki,
en niðurstaðan varð sú að konan mín
segir:
„Þú skalt taka þessu góða boði.„
Síðan var tekið til við undirbúning
ferðarinnar. Þar sem ég, eins og fyrr
segir, vissi ekkert um matargerð og
auðheyrt var á Magnúsi að hann var
kvíðinn fyrir sínum þætti í þessari
tilvonandi ferð, því eins og hann
sagði, þá er eitt að elda ofan í tvær
manneskjur í heimahúsi en annað í
heila skipshöfn á hafi úti. Þess vegna
fór nú konan mín að taka saman
ýmis heilræði, sem Magnúsi kæmu
vel að hafa efst í huga er í slaginn
væri komið. Og þetta endaði svo allt
á því að hún dró fram tvær heljar-
stórar matreiðslubækur, sem hún bað
Magnús að hafa með sér, svona rétt
til öryggis, og þó að hann teldi sig nú
ekki þurfa þeirra við, þar sem hann
yrði aðeins hjálparkokkur, þá tók
hann við bókunum. Það voru einmitt
þessar góðu bækur og ráðleggingar
konu minnar, sem björguðu okkur frá
miklu hremmingum í þessari ferð.
Það er svo milli klukkan 14 og 15
á jóladag 1964, sem leystar eru festar
á b/v Narfa og hann líður hægt og
hljóðlega frá bryggju.
Rétt fyrir brottför hafði uppgötvast
að einn áhafnarmeðlimur hafði ekki
skilað sér til skips og þar sem að sá
háttur var á hafður á togurum þessa
tíma, þegar slíkt kom fyrir, var skipið
látið fara út úr höfninni og því síðan
haldið utan hennar á meðan þess var
beðið að lóðsbátur kæmi með hinn
týnda sauð til skips. Þetta var gert til
þess að forða því að einhver annar
áhafnarmeðlimur notaði ekki tæki-
færið og léti sig hverfa frá borði á
meðan beðið væri.
Það að einn rnann vantaði í fulla
tölu áhafnarinnar hefði nú ekki átt að
skipta okkur Magnús neinu máli, en
það gerði það nú samt og það veru-
lega, því hinn týndi var enginn annar
en sjálfur yfirkokkurinn, eða „höfuð
eiturbrasarinn,,, eins og kokkar til
sjós eru gjarnan nefndir.
En nú bar nýrra við því sett var á
fulla ferð óðara er út úr innri höfn-
inni kom og haldið sem leið lá til
Grimsby, án nokkurrar tafar.
Þessi atburður hafði þau óheilla-
vænlegu áhrif á aðstæður okkar
Magnúsar, að við stóðum nú bjargar-
lausir frammi fyrir heilli skipshöfn,
sem heimta myndi mat sinn og engar
rcfjar. Og ekki bætti það stöðu okkar
að framundan voru meðal annars,
jóladagskvöld, annar jóladagur,
gamlárskvöld og nýársdagur, og þó
að ég muni það ekki fyrir víst, þá
finnst mér sem það hljóti að hafa
verið stóru-, réttara væri kannski í
þessu tilfelli að segja stærstubranda-
jól, því svo margir fundust okkur
blessaðir hátíðis- og frídagarnir vera.
Auðvitað er það venja til sjós, rétt
eins og í landi, að gera svo vel við
mannskapinn í mat og drykk og unnt
er, á öllum stórhátíðum.
Þegar við vinirnir gengum um borð
í b/v Narfa, vorum við í góðu skapi,
svona rétt eins og kátu karlarnir á
kútter Haraldi í gamla daga, en nú
vorum við bæði örvinglaðir og ráð-
villtir, litlir karlar.
Ekki bætti það geð guma að skips-
höfnin lét óspart í ljós vanþóknun
sína á þessum tilvonandi „eiturbrös-
urum,„ enda hafa þeir trúlega aldrei
á sinni sjómannsævi séð uppburðar-
rninni kokka.
Það má líka vel láta sér detta það í
hug að koma okkar þarna, án raun-
verulegs kokks, hafi verið, í þeirra
augum, fyrirfram skipulögð með
okkar samþykki.
Þótt merkilegt megi teljast þá gekk
allt þokkalega fyrir sig á jóladags-
kvöldið. Að sjálfsögðu höfðum við
týnt til allt það lystilegasta, sem við
höfðum fundið í skipsbúinu og gát-
um flokkað undir hátíðarmat. Avexti
og egg bárum við fram í ríkum mæli,
enda vissum við að slíkt var yfirleitt
fremur smátt skammtað um borð í ís-
lenskum skipum, jafnt á helgum
dögum sem hvunndags. Við vorum
líka vel birgir af kaffi fyrir þá, sem
leggja kynnu leið sína í eldhúsið,
enda mun það hafa verið hið eina
sem við Magnús vorum báðir þokka-
lega færir um að laga, svo vel færi.
En auðvitað kom allt þetta ágætis
kaffi að engum notum, nema þá að
fiskar hafsins hafi kunnað að meta
slíkt góðgæti er því var skolað fyrir
borð. Að máltíð lokinni fór það
nefnilega svo að öllum skipverjum lá
svo mikið á til sinna starfa að þeir
einblíndu til hafs á stjórnborða, svo
að þeirra viðkvæmu augu sæju ekki
brasarana í eldhúsinu, en það hefðu
þau gert, hefðu þeir gjóað augum
sínum á bakborða, er þeir fóru fram-
hjá eldhúsinu.
Þessi framkoma skipverjanna olli
okkur auðvitað sárum vonbrigðum
en hún hafði reyndar líka sína björtu
og góðu hliðar, m.a. þær að í þetta
sinn vorum við eldfljótir að ganga
frá í eldhúsi og borðsal, þar sem eng-
inn tafði þar fyrir oklcur, og síðan að
koma okkur í klefa okkar á vit mat-
reiðslubókanna, sem þar biðu okkar.
Þar sem Magnús var nú aðalkokk-
ur og því miklu háttsettari en ég, sem
var aðeins hjálparkokkur, þá kom
stóra rauða bókin hennar Helgu Sig-
urðardóttur í hlut Magnúsar, en
gamla, rauða bókin hennar Jónínu
Sigurðardóttur í minn hlut.
Tókum við nú að leita í mat-
reiðslubókunum sem ákafast að ein-
hverju, sem kallast mætti efni í há-
tíðarmat og sem við gætum kornið
frá okkur með þokkalegu móti. Við
lásum hvor sinn kaflann og tókum
Heima er bezt 25