Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1997, Side 33

Heima er bezt - 01.01.1997, Side 33
brætt út á fisk og haft út á brauð, sviðaflot, sláturflot, kj ötflot og sér- staklega þótti flot af hangikjöti ljúf- fengt. Sem það og er og getur vel nýst í nútíma matargerð til að skerpa á réttum sem venjulegt er að hafa í flesk eða skinku t.d. baunum. Þekktasta sagan um áðurnefnda fitufíkn í eldri tíð er einmitt um flot- skjöld. Hún er um Fúsa sem lá úti á krossgötum á jólanótt en þeir sem undir slíkum kringumstæðum neit- uðu öllum gylliboðum álfa, eignuð- ust auðæfi þeirra þegar dagur rann. Fúsi stóðst gull og gersemar álfanna vel en þegar honum var boðið að bíta af flotskildi sagði hann „sjaldan hef ég flotinu neitað,“ beit í skjöldinn og varð vitlaus upp frá því Þetta tilsvar lifir enn góðu lífi í tungutaki þjóðar- innar. r Islensk pylsugerð í Kormáks sögu bregður fyrir eftir- farandi mynd af eldamennsku: Það var eitt sinn er Kormákur kom í Tungu; sá hann Steingerði í soð- húsi. Narfi stóð við ketil, og er lokið var að sjóða, vó Narfi upp mörbjúga og brá fyrir nasir Kormáki og kvað þetta: Hversu þykja ketils þér, Kormákur, ormar? Hann segir: Góður þykir soðinn mör syni Ögmundar. Ketils ormar eru ágætis líking við pylsur í görnum, en þarna er verið að lýsa deilum í soðhúsi þar sem verið er að sjóða pylsur. Pylsa, er danskt tökuorð og sést hér fyrst í ritum á 17. öld. Pylsur má nota sem samheiti yfir ýmsar tegundir ketilorma - eða pottorma eftir að pottar urðu algeng- ir. Mörbjúgu eru nefnd á nokkrum stöðum í fornritum. Þau hafa líklega verið svipuð þeim bjúgunum sem Pylsuhorn menn frétta síðan af þegar matargerð fer að sjást í heimildum á annan hátt en sem baksviðsskreyting í deilum manna í milli. Nefnilega brytjað eða steytt kjötmeti, venjulega úr innmat, elt saman við mör og troðið í garnir. íslensk bjúgu hafa alltaf verið vel mörvuð en líklega hefur fleira verið í fornum mörbjúgum en eintómur mör í þeim skilningi sem við leggum í orðið, þ.e. fita. Orðið „morboge,, um litlar kjötpylsur, sem líklega er sama orðið, þekktist m.a. á Sunnmæri í Noregi og „morpölser“ er víða þar í landi notað um pylsur sem í er blanda af hökkuðum innmat og mör. Upphaflega merkingin í orðinu mör mun vera að mala smátt eða „merja“. Á norsku er það til í margs konar samsetningum varðandi pylsugerð, t.d. þýðir sögnin „mora“ að fela upp í pylsur. Og „mórmat" er til bæði í færeysku og norsku um innmat. Mör í orðinu mörbjúga hefur því líklega merkt innmat og mör úr sláturdýrum sem menn hökkuðu eða „mörðu.“ Lýsingar á mörbjúgum í fornum sögum benda ekki til þess sem við köllum nú blóðmör, eins og einhverj- ir hafa látið sér detta í hug. í draumi sem Sturlu Sighvatsson dreymdi fyr- ir mannvígum rétti hann upp og sleit í sundur mörbjúga til að gefa mönn- um að bragða á. Þetta bendir ein- dregið til að um sé að ræða gamir sláturdýra sem eins og menn þekkja verða gjarnan íbjúgar þegar í þær er troðið og af því er bjúganafnið dreg- ið. í 18. aldar heimild er sagt frá því að pylsur sem kallist bjúgu á íslandi séu gerðar í mjóstu görnunum og þurfi að hengja þær upp á báðum endum því að þær valdi ekki eigin þunga. Menn nýttu snemma garnir slátur- dýra sem umbúðir utan um saxað eða marið kjötmeti, sérstaklega á svæðum þar sem skortur var á korni og afurðir búljár voru undir- stöðunæring. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á sneisum í fornleifafund- um benda til þess að töluverð pylsu- gerð hafi verið í Skandinavíu á mið- öldum. Sneisar eru trépinnar til að loka fyrir ýmis konar innmatarpylsur í keppum eða görnum þegar þeir eru orðnir „sneisafullir.“ Sneisarhald var á mörbjúganu í áðurnefndum draumi Sturlu Sighvatssonar. Hér hefur ekki komið mikið af sneisum úr jörðu, og má e.t.v. kenna það slæmum varð- veisluskilyrðum. íslenskar pylsur hétu líklega oftast bjúgu eins og þær heita enn þann dag í dag. Að auki voru til íspenjar, sperðlar, endikólfar, langar, grjúpán og spangipylsur (spægipylsur). Svo voru nokkur staðbundin nöfn svo sem Sveinbjarnarstrýtur eða norður- vísar. í skrá um eignir Hólastóls 1550 er getið um 28 mörsiður, 6 nautsiður, 200 bjúgu, 40 sperðla, 17 endikólfa og 60 íspenjar. Og í Búa- lögum er þráfaldlega getið um sperðla. Ef til vill hefur merking orð- anna sperðill, endikólfur og bjúga verið rækilega aðgreind áður fyrr en um síðustu aldamót er nokkuð um að menn séu famir að blanda henni saman. Þegar heimildir þjóðhátta- deildar eru athugaðar, þar sem tölu- vert á annað hundrað manns víða frá landinu lýsa pylsugerð í byrjun ald- arinnar má þó greina ákveðnar línur. Þá var algengast að pylsur væru gerðar nokkurn veginn á eftirfarandi hátt: Innmatur úr kindum eða stór- gripum var saxaður eða hakkaður og Heima er bezt 29

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.