Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1997, Side 34

Heima er bezt - 01.01.1997, Side 34
Pylsa úr hálsæðum sem höf. var borin á Ströndumfyrir ári. blandaður með söxuðum mör. Blandan sem kölluð var sax, grjúpánssax eða bjúgnasax, var falin upp í gamir eða langa og ein- stöku sinnum vélinda eða botnlanga. í stórum drátt- um voru pylsur af þessu tagi kallaðar bjúgu á Vest- urlandi og um vestanvert Suðurland, sperðlar fyrir norðan og bjúgu eða grjúpán fyrir austan. Heit- ið grjúpán um pylsur var einkum notað sunnan til á Austurlandi og um austan- vert Suðurland. Yfirleitt virðist hafa ver- ið lélegri matur í grjúpáni en í öðrum pylsum, og flestir heimildarmenn á Austur- og Suðausturlandi telja grjúpán greina sig frá öðrum pylsum að því leyti að í þeim hafi að mestu verið lungu. Sá munur kemur fram á sperðlum og bjúgum, að bjúgu voru nær alltaf innmatarpylsur, en meira og minna af kjöti í sperðlum. Þá mun fremur hafi verið hakkað í bjúgu en brytjað grófara í sperðla. Það þekktist í öllum landshlutum, nema helst eystra, að troða kinda- eða nautavélinda út með feitu kjöti eða innmat. Þetta hét vélindissperðill eða bara vélinda. Vélindu eru víða borðuð enn, t.d. á Vestfjörðum. Endakólfar voru pylsur í botn- langa, þar sem þeir voru á annað borð greindir frá öðrum pylsum. Ispenjur voru yfirleitt úr nautaristl- um. Heilum ristlum var snúið með mörnum á, þannig að hann vissi inn. Oft var bætt í mör eða kjötstrengsl- um. Spangipylsur hétu harðreyktar inn- matarpylsur sem notaðar voru hráar sem álegg - mest fyrir austan, en þar var jafnframt eitthvað um að menn harðreyktu hangikjöt og borðuðu hrátt. í gamalli barnagælu segir frá dreng sem er að leika sér að reyktum pyls- um og fleiru matarkyns í eldhúsinu á meðan fólkið sefur. Sambærilegt yrkisefni í nútímanum væri, ef barn kæmist í ísskápinn. Líklega þurfa menn að vera komnir vel af barns- aldri til að þekkja þau matarréttanöfn sem hér er á minnst: Trítillinn lítill hleypur hann eftir gólfinu svo lítill þegar hann sér að fólkið hrýtur endikólfinn ofan brýtur glettist við gollur glímir við íspen þreifar á þæri og þáfinnur grjúpán veit hann af vinstrum vænum í róti Láttu ganga valina allt fram á dalina brattar eru heiðarnar berja sér rjúpurnar og bíum þér Valdimar Svið Dýrahausar, t.d. af svínum og kálf- um þykja góðmeti víða um lönd. Kindahausar eru sjaldséðari á evr- ópskum borðum, þó að þeim bregði vissulega fyrir. I Arabalöndum eru þeir hins vegar algengir og þar þykja kindaaugu alveg sérstakt sælgæti. Slíkt kunna líka margir íslendingar að meta, enda hafa sviðnir kinda- hausar verið etnir hér allt frá fyrstu tíð. í fornsögunum er t.d. minnst á höfuðsviður og talað um að menn svíði lamba- og sauðahöfuð við sviðuelda. í fyrstu íslensku mat- reiðslubókinni frá 1800 eru leiðbeiningar um verkun á kindahausum, en þær sam- ræmast illa því sem vitað er um sviðaverkun hér, eins og fleira í þeirri bók. Sviðin eru þar m.a. flegin, velt upp úr brauðmylsnu og steikt á rist. Slík matreiðsla á hausum tíðkaðist t.d. í Svíþjóð og í Noregi eru kindahausar flegnir og reyktir eða saltað- ir. Þó er enn sviðið sums staðar í V-Noregi. Hér voru hausar yfirleitt bornir allra seinast af blóðvelli í slát- urtíð því að annað gat vakið grun um sauðaþjófnað. Saltað var í strjúpann og beðið með að svíða þá á meðan nauðsynlegri sláturverkum var sinnt. Sumum, einkum Vestfirðingum, fannst, og finnst, reyndar gott að láta hausa bíða þó nokkuð áður en þeir eru sviðnir og soðnir, enda verða þeir þá mun bragðmeiri. Allraheil- agramessa, var kölluð sviðamessa þar vestra og reyndar víðar. Á þeim degi, sem ber upp á 1. nóv., var al- siða að borða mikið af sviðum sem þá voru orðin hæfilega bragðgóð eft- ir að hafa staðið síðan í sláturtíð. Vestfirðingur orðar þetta svo: Á sviðamessu var: „...skammtað karl- manni heill sauðarhaus klofinn og „gangurinn“ með, það eru fæturnir 4, en kvenmanni svið af veturgömlu eða dilkasvið." Um þennan sið sést getið í lok 18. aldar, þannig að hann er gamall hér og hann er einnig þekktur í Færeyj- um. En sums staðar var sviðaveislan á fyrsta vetrardag, sem er nokkrum dögum fyrr. Svið voru stundum pækilsöltuð, t.d. var það mikið gert á Suðaustur- landi, og í Eyjafirði var svolítið um að þau væru reykt. En langalgeng- asta geymsluaðferðin var að sjóða svið og súrsa, ýmist með beinum eða beinlaus í sviðasultu. Væri sultað, voru sviðin soðin lengi, beinin tekin 30 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.