Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1997, Síða 35

Heima er bezt - 01.01.1997, Síða 35
úr og kjötið fergt í rýju- poka áður en sultan var súrsuð. í S-Þingeyjarsýslu var sviðasulta almennt kölluð sviðaostur. Önnur nöfn um hana voru sviða- baggi, og sviðapressa, fóta- ostur og hausaostur eftir því hvort um var að ræða sviðafætur eða hausa, en fætur voru einnig notaðir í sultu. Kindafætur voru annars venjulega sviðnar, skafnar og súrsaðar. Allir, sem eitthvað hafa lagt sig eftir matarmenn- ingu vita að heili þykir víða lostæti á heimsmæli- kvarða. Kálfsheili er t.d. ein- hver þekktasti forrétturinn í Frakklandi, því höfuðvígi matargerðarlistarinnar. Kinda- heili var töluvert etinn hér áður fyrr. í heimild frá því um miðja 19. öld segir af heilakök- um, þ.e. heili var hnoðaður saman við mjöl og soðinn í sviðasoðinu: Þóttu þessar kökur „sælgæti“ í sveitum Suðurlands segir í lýsingu frá miðri 19. öld. Um 1960 svaraði eldra fólk spurn- ingum ffá þjóðháttadeild Þjóðminja- safns um matreiðslu á heila og kom þá í ljós að heilastappa og heilakökur úr kindaheila voru kunnir réttir með- al fólks sem fætt var um og fyrir aldamót. Heilastappa tíðkaðist eink- um í Skaftafellssýslum, Snæfellsnesi og á Mið-Norðurlandi. Venjulega var heili tekinn úr soðnum haus, saltaður og stappaður saman við sviðaflot. í Skaftafellssýslum var gulrófum eða kartöflum stundum bætt í stöppuna. Þegar búnar voru til heilakökur var hrár heilinn hins vegar hnoðaður upp í rúgmjöl, einstöku sinnum hveiti eða bankabygg. Kringlóttar kökur, svipaðar soðkökum voru mótaðar, með gati í miðjunni, eða pikkaðar með gildum prjóni, og soðnar með sviðunum. Heilakökur voru algengar á Suður- og Vesturlandi og gömul matreiðsla að sögn manna. Þá voru flatkökur úr heila og rúgi „Lammskallar “ á Gotlandi. Mynd af póstkorti. Víða er hœgt að fá póstkort með myndum af hefðbundnum mat- réttum. Sviðasulta og kœfa. bakaðar á glóð í Borgarfirði á seinni hluta 19. aldar. Ekki vildu allir heila og var þá stundum sagt að ekki mætti borða heimskuna úr hausnum. Við þá speki er ég alin upp á AustQörð- um. Svið sviðin á Gilsfjarðar- múla árið 1947. Ljósm. Sigrún Gunnarsdóttir. Ýmis konar þjóðtrú tengdist sviðaáti. Eyru mátti eta, en ekki mörk. Sumir höfðu þá trú, að sá sem æti mörk yrði sauða- þjófur. Margt af þessu tengdist óléttu, eins og fleiri matarkreddur. Þung- aðar konur máttu t.d. ekki eta gómfyllu úr sviðum, þá varð barnið þeirra hol- góma. Ekki máttu þær eta broddsviðið nerna segja um leið: „Það verður ekki loðið það sem ég geng með.“ Annars máttu þær búast við að á barninu yrði loðinn blettur. Flestir kannast við átrúnað á málbeini, oftast á þann veg að ef eklci væri farið rétt með málbeinið, gætu ómálga börn, orðið mállaus. Hins vegar var mjög misjafnt hvernig átti að forðast þessa hættu. Sumir sögðu að ekki mætti brjóta málbeinið, sá sem það gerði gat jafn- vel misst málið, aðrir töldu að alls ekki mætti vanrækja að brjóta það, helst í þrennt. Enn aðrir sögðu að því skyldi stinga í moldarvegg. Fyrir nokkrum áratugum var rifinn gamall torfveggur á Máná á Tjörnesi og kom þá í ljós safn af málbeinum, sem hafði verið stungið í vegginn á löngum tíma og vitnar um þennan átrúnað. í kvótaplöguðum landbúnaði nú- tímans er nýtni ekki það sem mönn- um er efst í huga. Þetta er gagnstætt því sem gerist í sjávarútveginum þar sem „fáliðaðir fiskistofnar“ kalla á kvóta og jafnframt nýtni. I sveitun- um er það hins vegar offjölgun kinda og kúa miðað við neytendur sem er tilefni kvótans og slíkt ástand lýsir sér í margs konar bruðli. Konur, sem vilja búa til hefðbundna rétti, kvarta Hrútspungar Heima er bezt 31

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.