Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1997, Side 41

Heima er bezt - 01.01.1997, Side 41
- Ég þakka þér fyrir frásögnina, svarar Glóey Mjöll. - Þetta voru sorgleg örlög. - Já, víst er um það. Ég kvíði því fyrir hönd Sigurbjarts, þurfi hann að hverfa héðan frá Ármótum, hér á hann allt sitt. En þetta er alfarið á valdi séra Grímkels. - Heldur þú að nýi presturinn þurfi ekki vinnumann, eins og þið, forver- ar hans? spyr Glóey Mjöll. - Ég hef aldrei heyrt séra Grímkel minnast á þá hluti og vil einskis spyrja um hans einkamál. Þær ganga saman út úr kirkjunni og leiðast heim á prestssetrið. Þar bíða ný verkefni. Og dagurinn líður að kvöldi. * * * Litla kirkjan að Ármótum stendur uppljómuð í skammdegishúminu og vísar veginn til helgra tíða. Senn er kominn messutími. Sóknarbörnin framan úr dalnum streyma til kirkju sinnar. Að undan- fornu hefur fækkað nokkuð í Ár- mótasöfnuði, þar sem bæir í dalnum hafa lagst í eyði. En íjölskyldurnar, sem sitja þær jarðir, sem enn eru í byggð, teljast mannmargar á nútíma vísu, og tvíbýli er á þremur bæjum af íjórum. Og mikil kirkjusókn á stór- hátíðum er gömul hefð í dalnum. * * * Glóey Mjöll situr við hlið frú Mar- ellu á innsta bekk framan við predik- unarstólinn. Þar hefur gamla prests- frúin átt sitt fasta sæti frá því hún kom íýrst að Ármótum. En brátt læt- ur hún það laust og hverfur á braut. Skær hljómur kirkjuklukknanna kveður nú við og berst út yfir dalinn. Hátíðin er gengin í garð. Dalbúar eru flest allir mættir til messu og enginn bekkur kirkjunnar mannlaus, þótt þeir öftustu séu ekki fullsetnir. Séra Grímkell kemur nú hljóðlega inn í helgidóminn og gengur hógvær í fasi upp að altarinu. Hann lítur með gleði í augum yfir fjölmennið, sem bíður þess að hlýða í fyrsta skipti á tímamóta boðskap hans. Og guðs- þjónustan er hafin. „Nú árið er liðið í aldanna skaut,,, hljómar frá litlum sönghópi, sem hefur raðað sér upp við kirkjuorgelið, en því verið valinn staður út við glugga hægra megin við altarið. Allir messuþegar taka undir söng- inn: „Nú gengin er sér hver þess gleði og þraut.,, „En minning þess víst skal þó vaka.„ Á meðan Glóey Mjöll syngur þetta fyrsta vers, hljómþýðum rómi, taka endurminningar ársins, sem nú er senn horfið í aldanna skaut, að streyma fram í huga hennar. Það hef- ur verið eitt viðburðaríkasta ár í lífi hennar og valdið stærstum straum- hvörfum. Á vori þess lauk hún burtfararprófi frá Kennaraskóla íslands. Að hausti yfirgaf hún foreldrahúsin í fyrsta skipti, fluttist á alókunnugan stað, víðsfjarri átthögum sínum og hóf þar kennslustörf. Á þeim framandi stað hefur hún kynnst, bæði innan veggja skólastof- unnar og utan, áður óþekktum hlið- um mannlífsins. Neyð barns, sem hefur verið vanrækt í uppeldinu og hrópar í þögninni á hjálp. Örlögum gamallar konu, sem um langa ævi, allt frá barnæsku, hafði fórnað kröft- um sínum í þágu annarra og átti þá ósk heitasta, þrotin að kröftum, að mega eyða síðustu ævidögunum á velsettu heimili einkasonar síns. En í stað þess að fá þá frómu ósk upp- fyllta, vistuð gegn eigin vilja inn á stofnun og þar lauk lífsferli hennar eftir skamma dvöl. Þeirri raunasögu mun hún seint gleyma. Hún hefur einnig kynnst heimils- háttum og fjölskyldulífi, sem að mörgu leyti er andstætt þeim lífsgild- um, sem réðu í foreldrahúsum henn- ar og mótuðu hana. En af öllu þessu hefur hún dregið nokkurn lærdóm, sem kann að nýtast henni um óræða framtíð. Og nú kveður hún þetta eftirminni- lega ár í helgidómi þessa forna kirkjustaðar, en hér á bæ hefur hún fundið dýpri friðsæld og ró en á nokkrum öðrum stað, sem hún hefur gist. Prestssetrið að Ármótum, í látleysi sínu, verður ávallt í vitund hennar sannkallaður unaðsreitur og dvölin hér dýrmæt perla í minningasjóði þessa vetrar, er hún að vori hverfur til síns heima. „Ó, gef þú oss drottinn enn gleði- legt ár og góðar blessaðar tíðir... Og eilífan unað um síðir.,, Sálmurinn er á enda, síðustu tón- arnir deyja út. Séra Grímkell les ritn- ingarversin, sem hann hefur valið til íhugunar á þessu gamlárskvöldi: „Þótt eg talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika, yrði eg hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Og þótt eg hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekkingu, og þótt eg hefði svo tak- markalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri eg ekki neitt.,, Glóey Mjöll hefur oft hlýtt á þessi orð úr fyrra Korintubréfi og einnig lesið þau sjálf, en boðskapur þeirra hefur aldrei áður náð til hennar á jafn áhrifaríkan hátt og nú, af vörum þessa unga prests. Hann hlýtur sjálf- ur að eiga þann kærleika í hjarta, sem hann boðar öðrum og breyta samkvæmt honum, hugsar hún. Henni finnst annað ekki rökrétt. Séra Grímkell er stiginn í stólinn. Orð frá eigin brjósti streyma af vör- um hans. Glóey Mjöll verður þess ekki áskynja að hann líti nokkru sinni á skrifað blað fyrir framan sig, né önnur gögn, máli sínu til fullting- is. Augu hans leita kirkjugestanna og hvíla á þeim til skiptis á meðan hann flytur boðskap sinn. Hún hlustar opnum huga á hvert orð unga prests- ins og hjarta hennar meðtekur þau. Séra Grímkell segir meðal annars: „Við tímamót sem þessi er okkur öllum hollt og nauðsynlegt að staldra við og líta yfir farinn veg. Skoða stöðu okkar, hvar við stöndum. Ekki aðeins í stundlegum efnum, sem við þurfum þó að sjálfsögðu að hafa á Heima er bezt 37

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.