Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1936, Page 3

Æskan - 01.05.1936, Page 3
ÆSKAN 51 Útileikir Við leikum úti létt og kát um l.jósa sumardaga. Við hoppum, syngjum, hlæjum dátt, og húrrum, köllum, tröllum hátt. Við erum frjáls sem fugl á grein og fénaður í haga. M. J. Sagan um glerbrotið Eftir Ólaf Jóli. Sigurðsson II. Eg hrökk upp af þessum hugsunum við fótatak Lilju. Hún kom hlaupandi neðan götuna, og það var auðséð á tilhurðum hennar, að hún bjó yfir einhverju mikilvægu. — Lilja var tíu ára gömul, hálfu öðru ári eldri en eg, stór og hnellin. Hún hafði mikið, ljóst hár, sæ- blá augu, og var dálítið freknótt kringum nefið. Þegar hún þurfti að segja eitthvað mikið, hælti henni við að stama. »Lilja«, sagði eg, »sjáðn fífilinn, sem er að springa út hérna. Heldurðu að hann verði ekki fallegur eftir nokkra daga?« Ilún leit snögglega á blómið; síðan mælti hún um leið og lnin þrýsti hendinni niður í svuntuvasann: »Eg veit líka nokkuð skrítið«. »Hvað er það?« spurði eg. »Ja, það segi eg þér ekki«, svaraði hún dálítið kersknislega og dró annað augað í pung. »Jú, gerðu það«. »Ne-hei«. — Hún hreyfði hendina í vasanum, liallaði undir flatt, starði á mig full af striðni og sagði svo: »Yeistu, livað eg er með í vasanum?« »Nei«. »Gettu«. »Nei, það get eg ekki«, sagði eg og fór nú að verða forvitinn. »Jú, gettu hara eitthvað«. »Ivúskel?« sagði eg. »Nei«. »Kuðungur?« »Nei«. »Bhvskel?« »Nei«. »Hörpudiskur?« »Nei«. »Steinn?« »Nei«. »Yala?« »Nei«. »Leggur?« »Nei«. »Gler?« »Ja-liá«, samsinnti hún þá loksins og sýndi mér dásamlegt glerhrot, svo fallegt, að eg hafði aldrei

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.