Æskan - 01.05.1936, Page 4
52
ÆSKAN
séð neitt þvílíkt áður. Þegar sólin skein á það
spegluðust i því allir regnbogans litir. Það var
engu líkara en það væri samansett af örsmáum
glitrandi kristöllum.
»Hvar fannstu þetta gler?« hrópaði eghiminlifandi.
»Eg fann það ekki. Hann Einar gamli í Móakoti
gaf mér það. Hann rakst á það, þegar hann var
að stinga upp kálgarðinn sinn«, svaraði hún.
»Það var svei mér gaman að fá þetta i búið sitt«,
sagði eg ærið mannalegur og ætlaði að taka glerið
úr lófa hennar og athuga það hetur, en þá stakk
hún því í vasann, varð eitlhvað svo undarleg á
svipinn og mælti með þrjóskuhreim í röddinni:
»Eg læt þetta gler ekki í dótið«.
»Ha? Læturðu það ekki i dótið«, át eg eftir
henni; »hvers vegna ekki?«
»Af því eg ælla að eiga það sjálf. Það er svo
fallegt«.
Þetta þótti mér í meira lagi skrítið, og heimtaði
að glerið gengi i húslóðina eins og allir hlutir, er
við höfðum eignast hingað til.
»Heldurðu kannske, að mig hafi ekki langað lil
að eiga hörpudiskinn einn, og þó gaf eg hann
eftir lika«.
»Já, það er nú sama«, sagði lnin og sat við sinn
keip. »Eg ælla að eiga það sjálf«.
»En viltu þá ekki selja mér það?« stakk eg upp á.
»Ne-hei«.
Eg skal láta þig fá vasahnífinn minn fyrir það«.
»Hvað hefi eg að gera við vasahníf? Eg er ekki
strákur«.
»0g þennan snærisspotta skaltu fá.«
»Eg get fengið nóg snæri hjá pabha, ef eg vil«
»0g kannske munnhörpuna líka«, hætti eg við,
en fékk þó sling í hjartað við þá tilhugsun að sjá
af hlessuðu ldjóðfærinu mínu, sem var mér kær-
ara en flest annað.
En hún neitaði engu að síður, og sagðist ekki
vilja sjá munnhörpu, sem aðrir væru búnir að hlása.
»En ef þú færð hörpudiskinn?« sló eg fram í
örvænlingu.
»Þú átt ekkert með að hjóða hörpudiskinn«,
svaraði hún með þjósli og hnykkti við höfðinu.
»Við eigum hann hæði«.
Þá fór að síga í mig fyrir alvöru, og eg slöngv-
aði því framan í hana, að fyrst hún vildi ekki láta
glerið í húið, ja, þá tæki eg líka hörpudiskinn aftur.
»0g þá fer eg með allt það dót, sem eg heíi
komið með«, svaraði hún í sama tón, og lét engan
bilbug á sér finna.
»Mér er alveg sama«, hrópaði eg fokvondur og
hyrjaði þegar að skipta húinu sundur. — En
það gekk nú ekki stórslysalaust eins og við var að
húast undir svona löguðum kringumstæðum.
Meðal annars var þarna helmingur af rósóttri
grautarskál, sem við þóttumst bæði eiga, og lent-
um þegar í hörkurifrildi út af henni, sem endaði
með því, að skálin brotnaði í höndum okkar.
»Þú braust skálina mína«, orgaði eg og fór að
snökta.
»Nú verður þú líka að láta mig fá glerið í staðinn,
annars klaga eg þig fyrir pahha og mömmu«.
»Svei attan«, funaði hún af hinni mestu fyrirlitn-
ingu. »Þú ætlar að verða klöguskitur! Eg átti skál-
ina, og það varst þú, sem braust hana!«
»Þú skrökvar því, þú skrökvar því!« fnæsti eg
bálvondur, rauk á hana eins og grimmur rakki
og ætlaði að lirifsa glerið úr svuntuvasanum.
En það fór nú á annan veg, því að eg var lítill,
pervisalegur og kraftasmár, en Lilja hæði sterlc og
hústin eins og áður er sagt.
Nokkur augnahlik veltumst við hvort um annað
þarnaí tóftinni innan um alla húslóðina, og flugumst
á upp á líf og dauða. Við öskruðum og grenjuð-
um, og reyndum að bíta, klóra og herja hvort
annað eins rækilega og við mögulega gátum. En
allt í einu skar Lilja sig í kinnina á einu glerhrot-
inu, svo það loghlæddi.
Hún reil' sig af mér, hentist á fætur og hljóp
hágrátandi niður götuna og heim til sín. Þar með
var þessum leik lokið.
Eg dustaði moldina af fötum mínum og þurrk-
aði framan úr mér. Eg var töluvert hruflaður á
enninu, en þó ekki neitt til skaða.
Og það var langt frá því, að eg sæi eftir að hafa
breytl svona við frænku mína og vinu. Þvert á
móti. — Vonskan út í Lilju var jafnvel enn meiri
en áður, og eg strengdi þess heit, að eg skyldi ná
glerinu, hvað sem það kostaði, þessu dásamlega,
hálfgagnsæja gleri með regnbogalitunum. Allt ann-
að, hæði á himni og jörðu var mér einkisnýtt
þessa stundina, hara glerið, glerið, glerið!
Eg lahhaði niður götuna og hugsaði upp livert
vélahragðið á fætur öðru til að sölsa undir mig
þennan dýrlega grip. Og það illa náði æ meira og
meira valdi yfir áformum mínum.
En samt var það nú svona, að innst inni var
eitthvert eyðilegl tóm í sál minni. Eg hafði óaf-
vilandi glatað einhverju miklu og dýrmætu, ein-
hverju, sem eg helði síst mátt missa.
Eg sá ekki lengur fegurð vormorgunsins, því að
sólin var hætt að skína inn í sál mína; þar var
aðeins myrkur illra hugsana.
Hinar glöðu raddir fuglanna töfruðu mig ekki