Æskan - 01.05.1936, Síða 8
56
ÆSKAN
»Það var eg, sem kallaði«, sagði dúfan og flaug
upp í tréð. »Fylgdu mér«.
Eg nuggaði augun og hélt, að mig væri að
dreyma. Svo fór eg að aðgæta nestispokann minn
gamla. Sá eg þá, að dúfnnefið var horfið, sem eg
hafði látið niður í pokann, þegar eg lagði af stað
að heiman. Það hafði breyst í dúfu. Eg sat lengi
og horfði á dúfuna uppi í trénu; eg sá, hvernig
hún hrevfði nefið, og eg heyrði, að hún kallaði:
»Komdu með mér, komdu með mér!«
Og loks stóð eg upp og hjóst til að fylgja henni.
Dúfan llaug nú frá einu tré lil annars.
Eftir dálitla stund komum við að rjóðri í skóg-
inum. Þar settist dúfan og fór að hjakka með
nefinu niður í moldina.
»Hamingjan góða«, liugsaði eg mcð mér. »Ekki
skil eg, að dúfa grafi sundur jörðina með nefinu
einu«. En varla hafði eg hugsað þessa hugsun til
enda, þegar eg sá, að steinar og mold rótuðust
upp, nákvæmlega eins og þegar maður pælir með
reku.
Að skammri stundu liðinni hrópaði dúfan:
»Líttu á, hér kemur gullið. Taktu það og flýttu
þér aftur til mannanna«. Því næst flaug dúfan á
braút.
Eg gekk nú að holunni, sem dúfan liafði grafið,
og þegar eg kom þar að, varð eg ekki lítið liissa,
er eg sá, að þar lá hver gullköggullinn við hliðina
á öðrum. Eg tók eins mikið gull og eg gat borið,
huldi síðan holuna með laufi og grasi, og hlóð
vörðu, þar skammt frá. Það gat verið, að eg þyi'fti
að fara þangað aftur til þess að sækja meira gull.
Eg fór svo til mannanna í stórhorginni, og bai
nú svo mikið gull, að við sjálft lá að eg kiknaði
undir byrðinni.
Þegar fólkið sá gullið, gleymdi það samstundis,
að eg hafði fyrir skömmu verið fátækur og vinnu-
laus ferðamaður. Það leit upp til mín og virti mig
sem væri eg tiginborinn höfðingi. Það hneigði sig
og heygði fyrir mér. Og ekki leið á löngu, þar til
eg var kjörinn horgarstjóri og síðar landsstjóri, og
fólkið tignaði mig eins og Guð.
Síðan liðu mörg ár. Þjóðin var ánægð með allt,
sem eg sagði og gerði, jafnvel það, sem var ef til
vill ekki sem allra réttast. Gullið mitt hafði heillað
það gersamlega. En þrátt fyrir öll auðæfin og
völdin, langaði mig oft heim í gamla kotið, til
hræðra minna, og eg ásetti mér að leggja af stað.
En þá varð eg skyndilega sjúkur. Eg leitaði
hestu lækna, sem völ var á í landinu, og hauð
þeim ærið fé, ef þeir gætu gefið mér heilsuna
aftur.
Óskahrafninn
Æfintýri
Einu sinni var drengur, sem hét Kári. Hann var
alltaf að óska sér einhvers, sem hann átti ekki.
Stundum langaði hann mest af öllu til að eiga
góðan reiðhest, stundum sleða, stundum bát og
stundum bara fallegan liníf. En pabbi hans var
dáinn og mamma hans var hláfátæk, og þess vegna
rættist engin óskin hans.
Samt var hann alltaf að óska. Og einu sinni gaf
gamall maður, sem hann þekkti, honum gott ráð.
»Ef þú vilt að óskirnar þínar rætist«, sagði hann,
»þá skaltu fara út i haga og finna þar hrafn og sá
salti á stélið á honum. Ef þú getur það, rætast
allar óskir þínar. En þú verður að flýta þér að
óska, meðan saltið tollir á stélinu, annars er allt
ónýtl«.
Eftir þelta hafði Kári alltaf salt í buxnavasanum.
Hann var á ferli úti um allt, frá því snemma á
morgnana og þangað til seint á kvöldin, og anð-
vitað sá hann marga hrafna, en komst aldrei nógu
nærri neinum. Loks var það einn morgun snemma,
að hann rakst á einn, sem var miklu gæfari en
hinir. Hann komst svo nærri honum, að hann gat
næstum því tekið á honum, en óðar og hann rétti
fram lúkuna með saltinu llaug krummi upp, settist
á næstu nibbu og hlakkaði í honum, eins og hann
væri að skellihlæja.
Þannig lét krummi liann elta sig allan liðlangan
daginn, og þegar komið var kvöld, var Kári orðinn
svo þreyttur, að hann fleygði sér niður undir stór-
um steini og og lokaði augunum, til þess að sjá
ekki ólukku hrafninn, sem gerði bara gahb að
honum.
En hann gat ekki annað en heyrt, að krummi
hoppaði í kringum hann, og loks heyrði hann
alveg greinilega, að einhver kallaði á hann:
»Kári, Kári!«
Hann leit upp, og sá að þetta var enginn annar
en krummi, og hann hélt áfram að kalla: »Kári,
Kári«.
»Hvað er þetta«, sagði Ivári. »Iíanntu að tala?«
»Já, víst kann eg það, því að eg er kóngssonur
í álögum«, sagði krummi. Og meira að segja skal
eg sjá um, að þú fáir allar óskir þínar uppfylltar,
ef þú vilt gera nokkuð fyrir mig í staðiiin. Ef þú
vilt gefa mér reglulega fínan og fallegan hníf, til
þess að skafa og hrýna á mér gogginn, þá skal eg
lofa þér að láta eins mikið af salti á stélið á mér
og þú bara vilt«.
Framh.