Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 5

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 5
ÆSIÍAN 77 »Þar sem háir hólar« Myndin á forsíðu Æskunnar, að þessu sinni, er af Hrauni í Öxnadal. Þar fæddist ástsælasta skáldið, sem ísland hefir alið, Jónas Hallgrimsson, l(i. dag nóvembermánaðar árið 1807. Hér verður ekki farið lit í að rekja æfiatriði hans, enda munn fleslir lesendur Æskunnar þekkja þau í aðalatriðum. Eg liefi því miður aldrei komið að Ilrauni í Öxnadal, en Hannes Hafstein hefir lýsl þessum stað þannig í æfiágripi því, er hann reit um Jónas, og er framan við ljóðabók hans: »Landslagi er svo háltað, að fjallið, sem bærinn stendur undir, hefir klofnað í sundur og hrunið fram, og myndað stóran hraunhjalla, en vestur- brúnin stendur eftir eins og hvöss egg með snar- bröttum dröngum. Hólar liafa myndast yfir þver- an dalinn, en uppi í fjallldofningunum er dálítið valn, og er mjög fagurt þar uppi, og silungsveiði í ánni, þótt undarlegt sé, enda hefir alþýða myndað sögn um, að gangur væri úr vatninu fram i sjó.« Hannes hefir einnig orkl fallegt kvæði um stað- inn og kannist ])ið sjálfsagt mörg við það. Tvö fyrstu erindi þess eru þannig: oÞar, sem liáir liólar hálfan dalinn fylla,« lék í Ijósi sólar, lærði hörpu að stilla hann, seni kveða kunni kvæðin tjúfu, þýðu, skáld i muna og munni, mögur sveitabliðu. Rétl við liáa hóla hraunastalli undir, þar, sem fögur fjóla fegrár sléttar grundir, i)lasir bær í hvammi bjargarskrið mn liáður. þar, til fjalla frannni, fæddist Jónas áður. Fyrstu hendingarnar í þessu kvæði Hannesar eru teknar úr kvæðishroli eftir Jónas sjálfan. Er það vafalaust upphaf á kvæði um dalinn, er hann l'ædd- ist og ólst upp í. Og sjálfsagt hefir Jónas einnig haft dalinn sinn í huga, er hann orkti »Dalvísur,« sem þið kunnið líklega öll og syngið. En það kvæði er eilt af þessum yndislegu náttúrulýsingum Jónasar, er lifa á vörum hvers manns. Og Jónas unni ís- lenskri náttúru bæði sem skáld og náttúrufræð- ingur. Mörg hans bestu kvæði eru lofsöngvar lil liennar. Kvæðið »Ferðalok« eitt hið fegursta af kvæðum lians, getur einnig um dalinn og hraun- drangann, og sjálfsagt á náttúrulýsingin í »Grasa- ferðin« einnig við þessar stöðvar. Sýnir þetta alll Ijóslega, hve sterkum böndum Jónas hefir verið lengdur sínum fögru æskustöðvum. Eg ætla ekki að fara að telja upp fyrir ykkur Sagan um glerbrotið Eftir Ólaf Jóli. Sigurðsson Niömi. »Ó, blessaður láttu ekki svona! Eða heldurðu kannske að eg hafi ekki séð til þín, þegar þú tókst glerið hennar Lilju úr dótinu undir kálgarðsveggn- um í Móakoti? Og úr því þú ert kallaður þjófur, þá finnst mér að þú ætlir ekki að þykjast of góður til að hjálpa mér við þetta. Þú verður, skal eg segja þér, að skríða inn um rifu á skúrnum, sem er of mjó fyrir mig, og rétta dunkana út um hana«. Ilann andaði djúpt að sér, leit varkár í kring- um sig og bætli siðan við: »Þetta er ekkert, mað- ur! Ilvað heldurðu svo sem að karlgrefillinn geri við alla þessa dlinka?« Lengi vel maldaði eg í móinn. Því að innst inni vissi eg, að þetta var ekki rétt. En þó fór svo um síðir, að hann gal lalið mig á sitt mál. Hinn æfintýralegi draumur, að sigla á pramm- anum úti á tirði bældi niður háværa rödd sam- viskunnar. »Við skulum gera þetta strax«, sagði hann, »því nú er Gvendur að vitja um grásleppunetin sín. — Við skulum labba niður i fjöru og læðast þaðan að skúrnum. Svo tökum við dunkana og felum þá einhversstaðar í grjótinu, þangað til okkur gefst tækifæri að ilytja þá heim«. Ilann skálmaði tafarlaust niðureftir og eg fylgd- isl með honum hálfsmeikur og hikandi. Fyrst þrömmuðum við fram og aftur í flæðar- málinu og Njáll kastaði smásteinum út i sjóinn, neitl af kvæðum Jónasar. Þau mundu verða svo mörg, er eg vildi telja. Eg vona lika, að þið hafið lesið þau og kunnið sum þeirra. — En ef þið skylduð nú ekki þekkja nema fáein — þá skuluð þið uni fram allt lesa þau og læra. Þau eru hollur lestur, göfgandi og menntandi. Enginn maður á seinni öldum mun hafa verið jafn snjall og hann í meðferð íslenskrar tungu, og enginn gert meira lil þess að fegra og auðga »ást- kæra ylhýra málið« heldur en liann. Ef ykkur, sem eg efasl ekki um, langar til að læra og vanda móðurmálið sem best, þá eru ljóð Jónasar ein hinna lærustu og ljúfustu linda, sem hægt er að ausa úr, til þess að bæta málsmekk sinn og opna augun fyrir göfgi og yndisleik íslenskrar tungu. M. Jónsdóttir

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.