Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 15

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 15
ÆSKAN 87 drbttningarinnar illu, og einn góðan veðurdag sagði hann við föður sinn: »Nú ætla eg að fara að leysa þrautirnar og ná í drottningardóttur. Eg legg af slað á morgun.cc »Þú ferð ekki fet«, sagði faðir hans. »Þú leysir ekki þrautirnar fremur en aðrir, og eg sleppi þér ekki út í opinn dauðann«. Þá lagðist kóngsson í rúmið af liarmi og hug- sýki og lá í sjö ár. Loks mælti faðir hans: »Það er vist ekki um annað að gera en láta þig fara. Þér er ekki við bjargandi«. Kóngsson varð alheill og fór leiðar sinnar. Þegar hann var á ferð í skógi einum, sá hann stóran, kollóttan hól. Hann fór þangað og ætlaði að ganga upp á hólinn til að lilast um. En þegar liann nálgaðisl hólinn, hrá honum í hrún. »Þetla er skrítinn hóll«, hugsaði hann með sér. »Eg sé ekki betur en að hann hreyfist«. Hann kom nú nær, og sá að þarna lá maður, og var nokkuð digur. Það var maginn á honum, senr var tilsýndar eins og gríðarstór hóll. »Hér er eg«, sagði Yambi. Villu fá mig fyrir vinnumann?« »Hvað ætli eg að gera við þig? Þú ert svo ógur- lega digur, að þú getur ekkert gert til gagns«. »Uss, þú ættir bara að sjá, þegar eg blæs mig út. Þá cr eg þúsund sinnum digrari. En taktu mig með þér, þú munt seinna þurfa á mér að halda«. Kóngsson héll nú áfram ferð sinni, en Yambi vellist á eftir og jörðin tilraði, þegar hann sleig niður. Nú sáu þeir mann, sem lá endilangur við veg- inn og lagði eyrað við jörðina. »Ekki hefir þú rnikið að gera«, sagði kóngssonur. »Þey, þey, eg er að hlusta«, sagði maðurinn. »Á livað ertu að lilusta? Eg lieyri ekkert«. »Eg heyri allt, sem gerist á jörðinni, heimsend- anna á milli. Eg heyri grasið gróa á jörðinni og fiskana synda í hafinu. Á eg að vera vinnumaður hjá þér?« »Eg er nú búinn að taka einn, þennan digra þarna. Kannske eg geti haft gagn af þér líka, komdu!« Iíóngsson reið nú enn um stund, en þá kom hann þar að, sem tveir ferlega stórir fætur lágu á jörðunni. Hann reið nú í spretti upp með leggj- unurn og kom hrátt að hnjánum. Iiann hélt nú áfram upp að mjöðmum og eftir góða stund kom hann að höfðinu. »Þú erl meiri oflengjan«, sagði kóngsson. »Aldrei hef eg séð annan eins«. »Þú ættir að sjú mig, þegar eg teygi mig, þá er eg þúsund sinnum lengri«, sagði Langleggur. »Yiltu vera vinnumaður hjá mér?«sagði kóngsson. »Já, því ekki það«, sagði Langleggur. Svo héldu þeir áfram. Þeir komu þar, sem maður sat á þúfu. Hann hafði bundið fyrir bæði augu. »Er eitlhvað að þér?« spurði kóngsson. »Er þér illl í augunum?« »Nei, en allt sem eg lít á, hrynur í sundur«, svaraði maðurinn. »Þess vegna hef eg hundið fyrir augu«. »Tarna er ljótt að heyra,« sagði kóngsson, »bless- aður taktu ekki bindið lrá augunum. En viltu koma og vera vinnumaður minn?« »Já, ef þú getur eitthvert gagn haft af mér. En þú verður að láta einhvern leiða mig«. »Sjálfsagt«, svaraði hann. Velheyrandi getur leitt þig. Langleggur nær ekki niður til þín, og Yambi nær ekki iit yfir bumbuna á sér. — Nii skulum við halda áfram«. Þeir komu nú út úr skóginum. Skammt þaðan sáu þeir höllina, þar sem kóngs- dóttirin fagra átti heima. En áður en þeir komust að höllinni, rákust þeir á einn manninn enn. Iiann slóð og teygði franr álkuna, eins og hann væri að horfa á eitthvað langt í burtu. »Á livað ertu að horfa?» spurði kóngsson. »Hefur einhver strokið?« »0g eg er að horfa svona á allt og ekkert«, sagði maðurinn. »Eg hef svo hvassa sjón, að eg sé gegn- um liolt og hæðir og heimsenda á milli, þess vegna ber margt fyrir augu«. »Þú getur orðið mér að góðu liði«, sagði kóngs- sonur. »Blessaður komdu og vertu vinnumaður hjá mér«. Nú komu þeir til hallarinnar. Kóngsson drap á dyr. Drottning kom sjálf til dyra og virti kóngsson fyrir sér glottandi. »Eg þykist sjá, að þú sért á biðilsbuxum«, mælti hún. »En þrjár þrautir skaltu vinna, áður en þú getur eignast dóttur mina. Sú cr fyrsta þraulin, að þii skalt sækja hringinn minn. Eg týndi honum í Rauðahafið«. »Það skal eg reyna«, sagði kóngsson og hneigði sig djúpt. Síðan hvarf hann lil pilta sinna, sem biðu utan við hallarhlið, og sagði þeim erindislokin. »Hvað eigum við nú að gera,« mælti hann svo. »Eg skal gú að, hvar hringurinn er«, sagði Yel- sjáandi og teygði fram álkuna. »Jú, þarna er hann. Ilann liggur undir stórum steink. »Eg vildi að eg gæti séð hann,« sagði Langlegg- ur. »Eg skyldi ekki vera lengi að sækja hann.«

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.