Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1958, Blaðsíða 2

Æskan - 01.10.1958, Blaðsíða 2
ÆSKAN Styrktarmenn Æskunnar. Guðmundur B. Árnason, Bjarmastíg 1t, Akureyri, liefur um langan tíma liaft aðal- útsölu blaðsins á hendi fyrir Akureyri og nágrenni. Sá hann um dreifingu og útburð til 600 kaupenda, og sjá allir hvílíkt feikna- starf það er fyrir eldri mann. Ekki gelur liann gengizt fyrir peningunum, sem hann fær fyrir starf sitt, því launin eru smá, sem útsölumennirnir fá fyrir störf sín, heldur er ]>að tryggðin við blaðið og vináttan við börnin, sem valda því að honum finnst hann ekki geta sleppt hendi sinni af blað- inu. Guðmundur er nú kominn talsvert á níræðisaldur, og þess vegna hefur hann afhent stóran hóp af kaupendum sínum Ásrúnu Pálsdóttur, Garði 1 Glerárþorpi, sem um eitt skeið annaðist útsölu „Æsk- unnar“ í Fnjóskadalnum, en fluttist fyrir nokkrum árum i Glerárþorpið, og liefur tekið upp aftur sitt fyrra starf fyrir Æsk- una, og annast nú dreifingu blaðsins i Glerárþorpi og Oddeyrinni. Báðum þessum tryggu vinum Æskunnar þökkum við langt og heillaríkt starf. Sigríður Illugadóttir, Gríslióli, Helgafellssveit, er 11 ára að aldn. Myndin er tekin af lienni, er hún var 8 ára. Sigriður litla hefur nýlega tekið við útsölu lilaðsins af föður sínum, Illuga Hallssyni, og skýrir hún nánara frá þessu í bréfi til Æskunnar á þessa leið: „Faðir minn hefur annast útsölu blaðsins í 10 ár, en nú taldi hann rétt að ég tæki við. Afi minn, Hallur Kristjánsson á Gríslióli, hafði útsölu blaðs- ins á hendi þar, frá því fyrst að blaðið kom út, þar til hann andaðist 1944. Þá tók amma mín, Sigríður Illugadóttir, við blaðinu og sá um það í 4 ár. Æskan mun ætið skipa heiðursess á okkar heimili, enda eigum við hana frá upphafi, og fyrstu árgangana innbundna í gott band.“ Þannig farast henni orð, þessari litlu stúlku. Þökkum henni skemmtilegt bréf og fólki hennar, mann fram af manni, tryggð ]>ess við blaðið frá fyrstu tíð. Magnús Hallbjörnsson, Syðri Skógum, Borgarfirði. Hann skrifar lil Æskunnar nýlega á þessa leið: „Sendi þér nú, kæri vinur, andvirði fyrir 12 eintök af Æskunni, og er það í fertugasta og fimmta sinn, er ég sendi borgun fyrir blaðið. Gerð- ist útsölumaður 1912. Fæddur er ég a'ö Skíðsholtum í Hraunhreppi 6. ágúst 1890. í Syðri-Skóguin hef ég dvalið 65 ár, og mun hvergi betur við mig kunna en hér, við Fagraskógarfjall, við fagurt úlsýni og fjallaskraut." Þannig farast þessum aldna Æskumanni orð. Hann heldur tryggð við sveitina sína, bæinn sinn og Æsliuna sína og unir liag sinum vel. Hann er einn af þessum trú- föstu vinum blaðsins, og samstarfið við liann í þessi 45 ár hefur verið hið ánægju- legasta. Æskan vonar að njóta vináttu hans og stuðnings enn um mörg ár. J. Ö. Oddsson (afgreiðslumaður). Veiztu það? Svör: 1. í San Francisco 26. júní 1945 af 51 þjóð. — 2. Nú munu vera í samtökunuin 82 þjóðir. — 3. Að vinna að alþjóða friöi og öryggi, að stuðla að vinsamlegri sam- húð hinna ýmsu þjóða, vinna að alþjóða- samvinnu með friðsamlegri lausn fjárhags- legra, þjóðfélagslegra, menningarlegra og mannúðarlegra vandamála, að stuðla að virðingu fyrir mannréttindum og grund- vallarfrelsis réttindum til allra, án tillits til þjóðflokks, kyns, tungu og trúarbragða. — 4. 29. ágúst 1946 mótatkvæðalaust. — 5. 9. nóvember 1946. — 6. Formaður sendi- nefndarinnar var Thor Thors, sendiherra fslands i Washington, aðrir nefndarmenn voru: Finnur Jónsson, Bjarni Benedikts- son og Ólafur Jóhannesson. — 7. Norð- maðurinn Tryggve Lie. — 8. Dag Hammar- skjöld. mt\u muuui vuuwvuvvuuuu vvv \ \ \ vv vv vvvwvwwvw wvvvvv vWv' pilta og stúlkur á þeim aldri, sem tilfærður er i svigum við nöfnin. Stúlkur: Svana Friðbjörg Halldórsdóttir (9—11), Melum, Svarfaðardal; Maria Tóm- asdóttir (13—15), Ásbyrgi, Þingeyri, Dýra- firði; Guðlaug Helga Hálfdanardóttir (10— 11), Seljalandi, V.-Eyjafjöllum, Rangár- vallasýslu; Áslríður Káradóttir (13—15)> Hólmavík, Strandas., María Jónasdóttir (13 —15), Hólmavík, Strandas.; Ellen S. Svav- arsdóttir (12—14), Bakka, Þórshöfn; Jósef- ína Guðmundsdóttir (14—16), Nesveg 0, Grafarnesi; Ingigerður Benediktsdóttir (13 —15), Ásgarði, pr. Egilsstaðir; Lilja Krist- jánsdóttir (15—16), Miðsilju, Blönduhlið, Skagafirði; Anna Pála Þorsteinsdóttir (l' —12), Suðurbraut 19, Hofsósi; Vigdís A- Pálsdóttir (13—14), Gunnlaugsgötu 3, Borg- arnesi; Svava Guðmundsdóttir (11—12)> Hallbjarnareyri, Grundarfirði, Snæf. Drengir: Ólafur K. Guðmundsson (11— 13), Nesveg 9, Grafarnesi; Kristinn V. Jó- hannesson (15—16), Sunnubraut, Höfða- kaupstað, Austur-Húnavatnssýslu. Noregur kallar. Ég undirrituð óska eftir bréfaviðskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—15 ára. Ellinor Jacobscn, Oldervik, om Troms0> Norge. Ég undirrituð óska eftir bréfaviðskiptuin við pilta á aldrinum 14—15 ára. Kari R. Skjelde, Utsira, Norge. Danmörk kallar. Þrettán ára gamall danskur drengur ósk- ar eftir hréfaskiptum við islenzkan dreng á sama aldri. Auk dönsku kann liann svo- lítið í ensku. Heimilisfang er: Hr. Niels Mathiesen, Engbovej 50 A. Rpdovre, pr. Vanlpse, Danmark. Sh.výtlu.e. Móðirin liafði sagt Pétri litla úr ritning- unni um Adam og Evu, að hún væri sköpuð af hans rifbeini. Næsta morgun vildi Pétur ekki klæða sig og sagði skjælandi: „Æ, mamma mín, inér er svo skelfing illt undir síðunni. Ég lield að ég ætli að eignast konu.“ Jón litli: „Má ég taka eina köku, pabbi minn? Faðirinn (lesandi í hók): „Spurðu hana mömmu þína að ]>ví. Jón litli: „Getur ])ú ekki ráðið því, pabbi minn, eða ræður þú engu liér á heimilinu? 122 ÆSKAN er óskablað íslenzkrar æsku í dag!

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.