Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1958, Blaðsíða 14

Æskan - 01.10.1958, Blaðsíða 14
ÆSKAN Þegar þau komu að húsinu, hjálpaði Dolly honum inn og þvoði sár hans. Svo bar liún smyrsl á það og batt að iokum vandleí!8 um það. — Hip kíkti forvitinn upp fyrir brúnina ú rennilásnum. Hann hafði mikinn áhuga á Leó. Þegar búið var að binda ufl> sár Leós, var honum hjálpað til þess að setjast í ruggustól. — Dolly lioppaði um og bjó til mat og bar á borð. Hún lagði á borð fyrir þrjá og þegar hún hafði lokið því, hoppaði hún til dyra og kallaði: „Hop, komdu að borða.“ Lítill kengúrudrengur kom inn um dyrnar. Dolly kynnti hann fyrir Leó. Svo bauð hún þeim að gera svo vel og hjálpaði Leó að borðinu. — Hip var kyrr niðri i vasanum á mömmu sinni meðan þau borðuðu. Dolly stakk smá matarbitum niður i munn- inn á Iionum, og þegar hann var orðinn saddur, sofnaði hann. — Leó féll mjög vel við Dolly og börn hennar og það var ánægð' ur Leó, sem sofnaði þetta kvöld. Hann hugsaði þó aðeins um Magnús fyrst. Næsta dag var fóturinn á Leó ennþá mjög aumur, svo að hann gat tæplega gengið. En hann sat bara i ruggustólnum og las fyr- ir Hop eða sagði honum sögur. — Seinna um daginn fór Dolly út í heimsókn og Leó og Hop urðu að vera einir hcima. „Eig- um við að koma í boltaleik?" spurði Hop, þegar Leó var orðinn þreyttur á að segja sögur. — Leó átti ekki alltaf auðvelt með að grípa boltann og einu sinni hallaði hann sér svo langt aftur í ruggustólnum, að hann féll aftur yfir sig. Tjrp (O ~T7~ A Kemirr út einu sinni í mánuði, og auk þess fá skuldlausir jfjiLl kaupendur litprentað jólablað. — Árgangurinn kr. 35.00. mmmmmmmm^^mm^^ Gjalddagi er 1. april. Afgreiðsla: Kirkjutorgi 4. Sími 14235. Utanáskrift: Æskan, pósthólf 14. — Ritstjóri: Grímur Engilberts, sími 12042, pósthólf 601. Afgreiðslumaður: Jóhann ögm. Oddsson, simi 13339. — Útgefandi: Stórstúka íslands. — Prentsmiðjan Oddi h.f. Nirfillinn segir við ltonu sina, sem var að selja upp af sjóveiki: „Það var skaði, Stina, að þú skyldir ekki verða sjóveik áður en þú borðaðir. Þarna fór nú þessi krónan til einskis." A 134 Minnist þess, að barna- og unglingablaðið ÆSKAN er og ve rður alltaf ykkar blað.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.