Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1958, Blaðsíða 5

Æskan - 01.10.1958, Blaðsíða 5
ÆSKAN Reykjavik, 25. sept. 1958. Kœra Æska! Ég vil' með þessum línum votta Flugfélagi íslands fi.f. og ritstjóra Æskunnar, minar beztu þakkir fyrir þau glœsilegu verðlaun, er mér veitt- ust. Þann 28. ágúst flaug ég i bliðskaparveðri til Akureyrar með flugvélinni Gunnfaxa. Þetta var i fyrsta sinn, sem ég steig upp i flugvél, en það hafði verið minn óskadraumur, að fá að svífa um loftin blá, með þessum glœsilegu far- artœkjum. Og nú hafði min eeðsta ósk reetzt. — Ferðin var mjög skemmtileg, þótt þoka veeri mestalla leiðina. Á Akureyri var indeelt veður, létt skýjað og sólskin. Það veður hélzt allan timann meðan ég dvaldi þar i bee. Dvölin þar nyrðra var mjög áneegjuleg. Ég bjó hjá yndislegu fólki, sem sýndi mér beeinn og fór meðal ann- ars með mig i bil inn með Eyjafirði og sá ég þar merkisstaði, svo sem Grund og Möðruvelli. Einnig kom ég i Vaglaskóg. Daginn, sem ég fór þangað, var 16 stiga hiti og yndislegt veður. Það var dásamlegt að sitja þarna i skóginum og anda að sér ilmi trjánna. Akureyri er fallegur og þrifalegur beer. Þar kom ég meðal annars í lystigarðinn, sem Akur- eyringar mega vera stoltir af. Fegurri skrúðgarð hef ég aldrei séð. Kirkjan þar er mjög fögur og sérstaklega t. d. af þvi að hafa tvo turna. Hún stendur á heeð og eru um 100 steinsteyptar tröppur upp að henni. Á leiðinni heim var guðdómlegt veður og naut ég útsýnisins i fyllsta meeli. Þegar flugvél- in bjó sig undir lendingu, þá hugsaði ég, að nú veeri þetta dásamlega œvintýri á enda, en ég vona, að ég fái teekifeeri til að svifa aftur um loftin blá, eins og fuglarnir, og þá ef til vill sem starfandi flugfreyja. Að endingu vil ég svo þakka forráðamönnum Flugfélagsins og ritstjóra barnablaðsins Æskunn- ar fyrir að hafa veitt mér teekifeeri til að fara i þessa skemmtilegu ferð. Með keerri kveðju, RagnheiSur.Kristín Karlsdóttir. þcim kunnugur, og bað hann um að fá að fara með þeim. ar hann undir áhrifum áfengis. Var nú lagt af stað, en er þeir voru komnir nokkuð áleiðis, hafði sá, er ölvaður Var’ orð á því, að heldur hægt væri ekið og tók hann þá yð stýrinu með þeim afleiðingum, að hann ók út af veg- *num °g slasaðist hann hættulega, sá sem ferðinni réð eið bana, en þann, sem bifreiðina átti, sakaði ekki. Þetta er aðeins eitt af hinum möreru ömurleeu slysum, sem af áfenginu hljótast. Góötemplarareglan er fyrsti alþjóðafélagsskapur, sem siendingar hafa átt hlut að eftir siðaskiptin. Fyrsta stúk- an Var stofnuð á Akureyri 10. jan. 1884. Það gerði norsk- Ur skósmiður að nafni Ole Lied. Hafði hann umboð frá n°rska stórtemplaranum til að stofna stúku hér á landi. yeim árum síðar var stofnuð fyrsta íslenzka unglinga- stl|kan, Æskan, í Reykjavík. Breiddist nú Reglan ört nt’ °g voru stúkur stofnaðar í öllum helztu kaupstöðum ng kauptúnum landsins. Var áreiðanlega ekki vanþörf á, 1 1 að ofdrykkja var mjög algeng meðal karlmanna. rið 1886 var Stórstúka íslands stofnuð og stóðu 14 stukur að stofnun hennar. Meðal stofnenda Stórstúkunn- voru margir merkir menn, sem unnu mikið að efl- lngu hennar og öðrum bindindismálum. 70Góðtemplarareglan hefur nú starfað hér á landi í rúm ár °g látið mikið til sín taka í margs konar menningar- málum. Unglingareglan mun hafa átt erfitt uppdráttar í fyrstu, bæði vegna þess að almenningur kunni ekki að meta starf hennar eða skildi það ekki. Og stjórnendurnir vissu ekki, hvernig bezt væri að haga starfinu. Þá unnu gæzlu- mennirnir allt sjálfir, en nú er sú skoðun ríkjandi, að þeir eigi aðeins að vera leiðbeinendur, en láta börnin og unglingana starfa sjálfa. Markmið unglingareglunnar er í aðalatriðum að forða unglingum frá hvers konar óreglu, svo sem vínnautn, tóbaksnautn og fjárhættuspili, inn- ræta þeim virðingu fyrir siðgæði og góðri framkomu og kenna þeim að forðast ljótt orðbragð og alla ósiði yfir- leitt. Einnig að vekja hjá þeim áhuga fyrir góðum mál- efnum og kenna þeim að starfa að þeim eftir því, sem ástæður leyfa. Önnur félagsstörf eru í því fólgin að syngja, lesa upp og gera ýmislegt til skemmtunar, efalaust til að laða unglingana að stúkunni. Margir leiðtoganna vinna að þessu með ágætum árangri og er starf þeirra með öllu ómetanlegt. Unglingareglan er ágætur skóli fyrir ung- menni og hefur bjargað mörgum frá því að lenda í klóm eiturlyfjanautnarinnar og gert þá að góðum og nýt- um þjóðfélagsþegnum. Skuldbinding ungtemplara er: Ég lofa að drekka engan áfengan drykk. Ég lofa að neyta ekki tóbaks. Ég loía að spila ekki peningaspil, tefla né veðja um peninga eða fjármuni. — Óskandi er, að í fram- tiðinni eigi margir eftir að vinna þetta heit og halda það vel. Hólmavík, 23. apríl 1958. Hjalti Þór Þorkelsson, 14 ára. Gerizt kaupendur strax í dagl Sendið borgun með pöntun. Árg. kostar aðeins 55 kr. ^25

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.