Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1958, Blaðsíða 6

Æskan - 01.10.1958, Blaðsíða 6
ÆSKAN ^ ♦ Ævintýri og sögur, frá ýmsum löndum. Kattakón^ur. Enskt ævintýri. Það var einu sinni ungur maður og ung kona, sem bjuggu í litlu og snotru húsi með grænum gluggahlerum og rauðum vafn- ingsjurtum uppi undir þakbrún. Maðurinn átti tvo hunda, en konan ÍSLENDINGA SÖGUR VI. At^eirrinn heima. „Þorgrímr austmaðr gekk upp á skálann.---Gunnarr sér, at rauðan kyrtil berr við glugginum, ok leggr út með atgeirinum á hann miðjan. Þorgrimi skruppu fœtrnir ok varð lauss skjöldrinn, ok hrat- aði hann ofan af þekjunni. — — Gizurr leit við honum ok mcelti: Hvárt er Gunnarr heima? — Vitið þér þat, en hitt vissa ek, að atgeirr hans var heima, segir austmaðrinn. Féll hann þá niðr dauðr." i Njáls saga. einn fugl í gylltu búri. En annars var allt heldur fátæklegt hjá þeim. Þau höfðu gamla konu, sem vann grófustu verkin. En unga frúin var dugleg og vann allt annað. Ungi mað- urinn elskaði hana eins og hún væri ríkasta og fallegasta prinsessan í ver- öldinni. Svo var það einn dag, að unga frú- in var ein heima og var að sjóða mjólkurgraut, að hún keyrði kött mjálma úti. Það var ekki kvartandi mjálm, frekar var það skipandi. Og henni fannst það segja: Hleyptu mér inn; hér er svo kalt. „Það er undarlegt," hugsaði konan. „Það er eins og kötturinn tali.“ Um leið og hún opnaði dyrnar, sagði hún: „Gerðu svo vel og komdu inn og vermdu þig, kisugrey." En það lá við að hún sæi eftir gest- risni sinni, þegar hún sá köttinn, því að hann var alls ekki lítill. Hann var sannarlega risaköttur, kolsvartur með græn augu og mjög loðið skott. Hann strauk sér þó vinalega upp við hana. Og hún sá, að hann hafði verið illa bitinn í hálsinn. „Sá, sem hefur gefið þér þetta merki, hefur ekki borið góðan hug til þín,“ sagði hún. „Komdu hingað, svo ég geti þvegið þetta ljóta sár.“ Það var eins og kisi skildi orð henn- ar. Hann sagði þó aðeins mja-á. Erc henni virtist hann samþykkja það, sem hún sagði. Það urr, sem á eftir kom, var ekki meint til hennar, held- ur til hins ósýnilega óvinar. Þegar frúin hafði þvegið sár hans, borið á það græðandi smyrsli og gef- ið honum volga mjólk að drekka, ætlaði hún að hleypa honum út. En það vildi hann ekki. Hann gekk inn í ofnkrókinn, þar sem stóll húsbónd- ans stóð, stökk upp í hann, hringaði sig þar saman og tók að mala værð- arlega. Og þar sem unga konan vildi ekki reka hann út með valdi, lét hún hann vera. En hún bar fuglabúrið i næsta herbergi, Javí að liún vildi ekki treysta lymsku kattarins. KötturinO leit hatursfullum augum á eftir henni og í mali hans þóttist hún skilja orðin: „Jú, jú! Nú hef ég ekki tíma til hugsa um svona skrípalæti." Litlu seinna kom maðurinn heiin- Þegar hann hafði farið úr frakkan- um og tekið sér sæti við dúkað borð- ið, sagði hann: „Þú getur ekki hugsað þér hvað kom fyrir mig í dag. Það er þa^ merkilegasta, sem nokkurn tíma hef' ur hent mig.“ Konan færði sig forvitin nær hon- um og hann liélt áfram: „Þegar ég var kominn nokkuð inn í skóginn á heimleið, skall allt í einn á kolsvört þoka, sem orsakaði það, a$ ég villtist út af réttri leið. Lengi gekk ég í hring, þar til ég sá ljós, sem ég stefndi á, í þeirri von, að ég finndi einhvern, sem gæti vísað mér á rétta leið. Þegar ég nálgaðist ljós- ið, hvarf það. En ég stóð þá hjá stóru, holu eikartré. Ég klifraði upp í tréð, í von um, að ég sæi ljósið betur það- an. Og ég sá það, en þá var það fyrir neðan mig. Djúpt niðri í holu trénU skein ljósið mjög skært, og þegar ég leit þangað niður, var sem ég sæi inn í kirkju og þar var jarðarför. Nokkr- ir báru líkkistu og aðrir voru með bindi, eins og þeir væru særðir. Og þessi líkfylgd var —. Nei það þýðir víst ekkert að segja þér það. Ég er v'ss um, að þú trúir mér ekki.“ Konari bað liann innilega að halda áfram, og lofaði að trúa hverju ein- asta orði. Hundarnir lágu og sváfu, en kött- urinn hafði stokkið niður af stólnuiU og fært sig nær hjónunum. Það leit út fyrir að hann væri eins forvitinn að heyra niðurlag sögunnar sem kon- an. „Nú, jæja. Líkfylgdin var ekkert annað en kettir. Gráir kettir báru kistuna og átta hvítir kettir gengu á undan henni með blys. Ofan á kist- unni lá kóróna og veldissproti." 126 Hringið eða skrifið strax! Utanáskriftin: ÆSKAN, pósthólf 14, sími 14235, Reykjavík.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.