Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1961, Page 7

Æskan - 01.01.1961, Page 7
ÆSKAN HEmSÓKN I LEIKFMGALA^íD Ævintýri fyrir börn. enni var mjög stór — hann var orðinn fimnr ára. „í gær var ég bara lítill drengur," sagði hann við sjálfan sig, þegar hann vaknaði snemma morguns á afmælisdaginn sinn. „í gær var ég aðeins fjögurra ára, en í dag er ég fimm.“ Hann var aðeins dálítið vonsvik- inn yfir því, að hann hafði ekkert hækkað um nóttina. Að hugsa sér, fötin hans voru enn alveg mátuleg. En öll vonbrigði fuku út í veður og vind, þegar dyrabjöllunni var hringt og pósturinn stóð úti fyrir með böggul í fanginu. „Þetta er til hr. Benna," sagði póstmaðurinn. „Ég vildi gjarna af- henda honum böggulinn sjálfum." Þá kom Benni fram og tók við pakkanum. Hann var stór og þung- ur og mjög spennandi að sjá. Hann settist niður og fór að opna pakkann. — Hvað skyldi vera í hon- um? Benni átti mikið af leikföngum; þau sem honum þótti þó vænzt um voru trúðurinn Tjim-tjim og hestur- inn Lotta. Tjim-tjim hét þessu und- arlega nafni vegna þess að hann var með tvær málmplötur sina í hvorri hendi, og þegar þrýst var á magann á honum, sló hann saman höndunum, svo að glumdi í málmplötunum. „Þetta liljómar eins og hann segi alltaf Tjim-tjim,“ sagði Benni og því fékk trúðurinn nafnið. Lotta var dásamlegur hestur. Hún stóð á lítilli tréplötu og undir henni ■---<e»---------------«LV „Gerðu svo vel að stíga inn.“ voru fjögur hjól, svo að liægt var að teyma hana áfram. Benni hafði átt þau bæði frá því hann var mjög lít- ill — frá því hann var þriggja ára gamall. Aldrei fór hann svo í rúmið, að hann byði þeirn ekki báðum góða nótt áður. En í pakkanum stóra var járnbraut- arlest. Fallegasta og dásamlegasta leikfangalest, sem Benni hafði nokkru sinni séð. Þarna var eimvagn og vagn- ar til að tengja aftan í hann, járn- brautarteinar, járnbrautarstöð og brautarvörður og margt, margt fleira. Benni var í sjöunda himni. „Ó, sjáðu mamma. Nú get ég leik- ið mér við lestina og ferðazt með henni út um allt,“ hrópaði hann, þeg- ar hann hafði tínt allt út úr urnbúð- unurn. Mamma varð að hjálpa hon- um dálítið í fyrstu við að tengja allt saman, en svo hafði hún ekki tíma til að vera með honum lengur. — Mamma þurfti líka að sjóða súkku- laði — og Benni settist niður á borð- stofugólfið og fór að leika sér. Inni var mjög heitt, svo að eftir nokkra stund stóð hann upp til þess að opna hurðina inn í dagstofuna, svo að inni yrði svalara. En þá heyrði hann skyndilega undarlegan þyt; hann sneri sér snöggt við og sá allt í einu, að litli lestarstjórinn stóð með fánann í hendinni við lestardyrnar, Þetta var sannarlega skemmtilegur staður. 5

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.