Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1961, Qupperneq 10

Æskan - 01.01.1961, Qupperneq 10
ÆSKAN GALSI mmm Shirley Temple er fœdd 28. april árið 1928. Er hún var fimm ára að aldri, var hún orðin heimsfrœg fyrir leik sinn i kvikmyndum, og sex ára hlaut hún hin svokölluðu „Oscar“- verðlaun, sem eru frœgustu kvikmynda- verðlaun heimsins. Þegar hún var ell- efu ára, hafði hún unnið sér inn yfir tiu milljónir króna. A þeim árum stofnuðu aðdáendur hennar félög viða um heim, sem kenndu sig við hana, og um skeið voru yfir fjórar milljónir manna, bœði full- orðnir og börn i þessum félögum. — Nú er Shirley Temle gift Charles Black, vel- megandi kaupsýslumanni, og búa þau hjón i Californiu. Eftir að hún varð húsmóð- ir hefur hún neitað mörgum tilboðum um hlutverk í kvikmyndum. Én nú nýlega hefur hún fallizt á að koma fram i sjónvarpi, sem sýnir cevintýra- og álfasögur, eink- um œtlað fyrir börn. Það hefur sýnt sig, að vinsœldir Shirley Temple eru engu minni hjá amerískum börnum nú i hinum nýju sjónvarpshlutverkum. Æska hennar er skemmlileg frásögn og spennandi. Lesið hana frá upphafi. Nú gefum við Shirley Temple sjálfri orðið. ÞEGAR ég legg nú í það að skrifa minningar mínar, þá eru tilfinningar mínar líkastar því þegar ég gekk í skóla, og bekkurinn, sem ég var í, átti að sýna leikrit í fyrsta skipti. Við vorum allar alteknar af leiksviðsgeig, telpurnar, en þó að ég hefði aðeins smáhlutverk, þá var ég áreiðanlega aumust ásýndum. Ég hafði leikið frammi fyrir myndavélinni mörg hundruð sinnum, en þetta var önnur tilfinning að standa þarna og bíða þess að tjaldið færi upp og vita af fjölskyldu sinni, vinum og kunningjum niðri í salnum. Núna líður mér mjög svipað. Ég hef átt viðtöl við marga blaðamenn, en þegar ég á nú sjálf að taka til máls, þá er eins og ég fái kökk í hálsinn. Og samt sem áður, að svo miklu leyti sem ævi mín er frásagnarverð, þá hefur hún verið svo dásamleg, að ég legg út í þetta. Mamma heldur því fram, að ég hafi verið fallegt barn, en að sögn allra annarra var ég bara eins og hver annar venjulegur krakki. En ég gladdi þó foreldra mína með því, að vera stúlka. Mamma átti þegar tvo drengi, og henni var svo mjög í mun að eignast stúlku, að þegar ég var að koma i heiminn, höfðu pabbi og lækn- irinn hálft í hvoru ákveðið að laumast brott úr bænum, ef ég yrði drengur. Þeir óttuðust, að mamma myndi kenna þeim um það. Bræður mínir, Jack og George, voru tólf og átta ára þegar ég kom fram á sjónar- sviðið, og við áttum lieima i ljómandi snotru, litlu sumarhúsi í Santa Monica, sem er skammt sunnan við Los Angeles í Californíu. Pabbi var bankastjóri og hafði léleg laun, eða rétt svo að við gátum haft í okkur og greitt húsaleiguna, en ekkert til að lífga upp tilveruna. Mamma vann öll húsverkin sjálf og hún saumaði öll föt á mig meðan ég var barn. Bræður mínir létu alltaf mjög mikið með mig, vegna þess að ég var svo miklu yngri en þeir, og ég hef alltaf verið ákaflega hrifin af þeim báðum. Við höfum aldrei farið í liár saman út af nokkrum hlut, nema ef vera kynni smávegis út af litmyndasíðum blaðanna á sunnudagsmorgnum, en ég var vön að fela þau til þess að „lesa“ þau seinna. Ég verð nú reyndar að viðurkenna, að þeir höfðu nokk- uð mikið til síns máls, því þá þekkti ég varla stafina. 8 oé GLETTA eftir Marjorie Hardy. Á LEID TIL UTISKEMMTUNAR. Það var sumar. Skólinn var liættur. Mangi þurfti eltki að fara í skóla. Sólveig þurfti ekki að fara i skóla. Einu sinni sagði Sólveig: „Mamma, megum við hafa útiskemmtun?" „Já, það er gaman að hafa útiskemmtun," sagði mamma þeirra. Allir vildu fara á þessa úti- skemmtun. Faðir þeirra sagði: „Við skul- um fara í stóru, svörtu bifreið- inni. Ég skal liafa hana í góðu lagi.“ Mangi sagði: „Ég skal hjálpa pabba.“ Þeir létu vatn í stóru, svörtu bifreiðina. Svo létu þeir í hana olíu og benzín. Þá var bifreiðin tilbúin að fara. Mamma þeirra sagði: „Við skulum hafa gott nesti. Ég skal búa það til.“ Sólveig sagði: „Ég skal lijálpa mömmu.“ Svo fóru þær mæðgurnar, Sólveig og mamma liennar, inn í eldhús. Þær létu noltkur egg i ltörfu. Þær létu lika brauð og smjör í körfuna. Og svo létu þær mjólk í liana. Þær létu líka sætabrauð i körfuna. Þá var nestið tilbúið. Sólveig og móðir liennar fóru út í bifreiðarkofann. Galsi og Gletta fóru út í bif- reiöarkofann líka. Svo fóru Mangi og Sólveig, pabbi þeirra og mamma, Galsi og Gletta upp í stóru, svörtu bifreiðina. Og þau lögðu af stað. Stund- um lá vegurinn upp liæðir og slundum niður liæðir — það var ósköp gaman.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.