Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1961, Blaðsíða 26

Æskan - 01.01.1961, Blaðsíða 26
BJÖSSI BOIXA Teikningar: J. R. Nilssen. — Texti: Johannes Farestveit. imuwvmo»o*0909om3*o%omo9omomomomo»o»cf0909omo*omo»0909090909omomomo»09Q9omo9>)909omomcmo9i Bjössi bolla og Þrándur hafa bjarg- að sér undan bola, og vaSa nú í land í bólmanum. „Nei, hvílík ósköp eru hdr af berjum,“ hrópar Bjössi og nú taka þeir til matar síns. En allt í einu heyra þeir áratak úti á vatninu og bátur nálgast hólmann. Þeir fela sig í kjarrinu og hafa gætur á hátnum. „Þetta er hann Óli,“ segja þeir hvor við annan. Nú leggur hann inn árai-nar og fer að draga netstúf, sem hann hefur að líkindum lagt þarna. Óli er svo önnum kafinn við starf sitt, að hann hvorki heyrir né sér. „Það sér nú á fyrsta fiskinn,“ hvíslar Bjössi. „Ættum við ekki að leika dálítið með Óla?“ Það er samþykkt af Þrándi, og nú synda þeir liljóðlega út að bátnum. Þegar þeir nálgast bátinn stinga þeir sér í kaf og synda undir hann. Þeir koma úr kafi og taka nú báðir í netið, sem verður við það svo þungt, að Óli ræður ekki við það. „Til hamingju með aflann,“ hrópa lirekkjalómarnir. Óli lætur ekki slá sig út af laginu og kallar á móti: „Já, stór- ir eru þorskarnir, satt er það.“ „Kallarðu okkur þorska," kallar Bjössi, um leið og hann klifrar yfir borðstokkinn, en þar er svo leipt, að hann dettur beint á rassinn til skemmt- unar fyrir Óla. Þegar Óli hefur lokið við að draga inn netstúfinn, róa þeir í land, og liuga að fötum sínum, því boli er nú farinn. Um frímerkjasöfnun. Þið viljið sjálfsagt, að frímerki ykkar séu slétt og falleg útlits. En þau verða það ekki lengi, ef þið hafið þau í hrúgu á borðinu, þvælið þeim fram og aftur og kroppið með nöglunum undir merkin, þeg- ar þið takið þau upp. Frímerki eru við- kvæm og þola ekki slíka meðferð. Þá koma brot i þau og takkarnir bögglast eða rifna út — og þá eru þau verðlaus. Allir þeir, sem áhuga lvafa á frímerkjasöfnun, ættu alltaf að nota frímerkjatengur. Gripfletirnir á frímerkjatöngum eru sléttir og særa ekki merkin. Og þegar þið venjist ])eim, getið þið eklti án þeirra verið. Það er lika ólíkt fljótlegra að vinna við merkin, ef slíkar tengur eru notaðar. f frimerkjabækurnar ykkar límið þið ein- ungis lirein og ógölluð merki. Gætið þess, að takkarnir séu heilir, og að enga vanti. Þegar ]>ið atliugið takkana, skuluð þið liafa eitthvað döklit undir þeim, og látið ])á myndina snúa niður. Æskilegast væri að þið hefðuð stækkunargler við frímerkja- athuganirnar. ☆ 24 Eigandi þessa blaðs er

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.